Síða 1 af 1

Backup Hugbúnaður?

Sent: Sun 14. Ágú 2011 09:09
af Guffaluff
Daginn daginn!

Ég er á höttunum eftir einhverju þægilegu backup forriti til að taka daglegt backup af ljósmyndunum mínum.

Eins og staðan er í dag er ég með myndirnar á harða disknum í tölvunni, og svo tvo utanáliggjandi diska. Ég nota "Everyday Auto Backup" til að taka daglegt backup af tölvunni á báða flakkarana. Virkilega þægilegt og einfalt forrit, en eini ókosturinn er að það fjarlægir ekki myndir af flökkurunum ef ég eyði af tölvunni, heldur afritar það bara skrár sem hafa bæst við.

Þetta er óþægilegt að því leiti að ég hreinsa reglulega út úr orginal möppunni á tölvunni, en þær skrár halda sér á backup diskunum.

Ég er sem sagt að leita að hugbúnaði sem tekur backup, en fjarlægir einnig skrár sem hafa verið fjarlægðar úr viðmiðunarmöppunni.

Einhverjar uppástungur? :)

Re: Backup Hugbúnaður?

Sent: Sun 14. Ágú 2011 10:19
af GuðjónR
Ég notaði SyncToy í þetta þegar ég var með Windows.
Þú getur stillt forritið þannig að það spegli ákveðinn folder, þannig að myndir sem þú eyðir úr tölvunni eyðast þá líka út af flakkaranum.

Re: Backup Hugbúnaður?

Sent: Sun 14. Ágú 2011 10:38
af Guffaluff
Þakka svarið, ætla að prófa þetta :)

Re: Backup Hugbúnaður?

Sent: Sun 14. Ágú 2011 10:44
af Tiger
Ég hef einnig notað synctoy og það virkar fínt í þetta.

En ef þú ert með virkilega verðmætt og stórt myndasafn myndi ég hiklaust mæla með off-site backup líka. Ég er með Crashplan og mun aldrei þurfa að hafa áhyggjur af göngum aftur í raun. Ótakmarkað magn (ég er með yfir 200GB af myndum hjá þeim) og þeir eyða aldrei neinu frá þér, þannig að ef þú óvart eyðir hjá þér einhverju þá er það til hjá þeim. Og ef allt hrynur hjá þér, stolið eða þaðan af verra þá er hægt að fá gögnin send til sín á HDD, reyndar þarftu að þekkja einhvern í usa til þetta að nýta þetta því þeir senda bara innan usa. Einnig getur þú notað crashplan til að senda backup til einhves vinar þíns þannig að lítið mál að hafa þetta innanlands. Alveg þess virði að hugsa um ef þú ert með gögn sem þú mátt ekki missa.

Re: Backup Hugbúnaður?

Sent: Sun 14. Ágú 2011 13:14
af SteiniP
Robocopy gerir þetta og er innbyggt í vista/7

robocopy /mir C:\path\to\source D:\path\to\destination

Re: Backup Hugbúnaður?

Sent: Sun 14. Ágú 2011 14:41
af sigurdur
Snuddi, hvaða áskrift eru með hjá Crashplan?

Re: Backup Hugbúnaður?

Sent: Sun 14. Ágú 2011 15:00
af Tiger
sigurdur skrifaði:Snuddi, hvaða áskrift eru með hjá Crashplan?


CrashPlan+ Unlimited

Re: Backup Hugbúnaður?

Sent: Fim 21. Jún 2012 15:05
af Guffaluff
Þakka öll svörin! :). Er búinn að sækja mér SyncToy, en get ekki séð að það bjóði upp á að schedule-a speglunina. Ætla að athuga samt hvort það sé ekki hægt að fara einhverja bakdyraleið til þess að gera það þar sem mér finnst forritið afar þægilegt að öðru leiti.

Þarf svo að tékka á Robocopy og Crashplan, ekki vitlaust að vera með online backup, er með milli 200-300gb af ljósmyndum sem væri djöfullegt að tapa :klessa

Re: Backup Hugbúnaður?

Sent: Fim 21. Jún 2012 22:08
af Heliowin
Ég nota GoodSync og verð að mæla með því þar sem það hefur komið langbest út fyrir mig af því sem ég hef notað. :happy

Ég nota sync möguleikann ekki, heldur það sem kallast backup og tekur afrit af eingöngu nýjum eða breyttum skrám og eyðir skrám í destination sem eru ekki lengur til staðar í sourcinu.

Það er hægt að hlaða niður prufu útgáfu eins og ég gerði áður en ég keypti það.

Re: Backup Hugbúnaður?

Sent: Fim 21. Jún 2012 22:18
af Pandemic
Crashplan er ekki einungis til að backup á cloudið heldur geturu stillt það á tölvur á networkinu/vinar þíns tölvur eða utanáliggjandi flakkara.

Re: Backup Hugbúnaður?

Sent: Fös 22. Jún 2012 01:45
af rapport
Backblaze... því að það er bara svo ógeðslega þægilegt...

Re: Backup Hugbúnaður?

Sent: Fös 22. Jún 2012 10:40
af Guffaluff
Takk allir fyrir fleiri svör, ég sé að ég hef nóg af hugbúnaði til að prufa :)

Re: Backup Hugbúnaður?

Sent: Fös 22. Jún 2012 10:42
af enypha
+1 á Crashplan+