Síða 1 af 2

Bump á 12 tíma fresti.

Sent: Lau 13. Ágú 2011 23:00
af GuðjónR
Vegna fjölda áskorana höfum við ákveðið að breyta "bump" reglunni þannig að söluþræði meigi bumpa á 12 tíma fresti í stað 24.
Er þetta gert í tilraunaskyni þar sem traffíkin hérna er mikil og söluþræðir gjarnan komnir út í hafsauga eftir 24 klst.

Vonum að þetta gefist vel.

Re: Bump á 12 tíma fresti.

Sent: Lau 13. Ágú 2011 23:01
af SolidFeather
Nei nú er mér sko nóg boðið

Re: Bump á 12 tíma fresti.

Sent: Lau 13. Ágú 2011 23:03
af GuðjónR
SolidFeather skrifaði:Nei nú er mér sko nóg boðið


:droolboy

Re: Bump á 12 tíma fresti.

Sent: Lau 13. Ágú 2011 23:04
af Páll
:happy

Re: Bump á 12 tíma fresti.

Sent: Lau 13. Ágú 2011 23:07
af AntiTrust
Flott, veitir ekki af miðað við traffíkina hérna.

Re: Bump á 12 tíma fresti.

Sent: Lau 13. Ágú 2011 23:08
af GuðjónR
Einmitt, og eins og ég sagði þá er þetta í tilraunaskyni vegna fjölda áskoranna.
Ef þetta reynist ílla þá breytum við bara til baka.

Re: Bump á 12 tíma fresti.

Sent: Lau 13. Ágú 2011 23:14
af TraustiSig
Ég held að þetta sé mjög gott því aktívir notendur sem eru að selja meira eiga eftir að græða á þessu :happy

Re: Bump á 12 tíma fresti.

Sent: Sun 14. Ágú 2011 00:12
af biturk
:thumbsd

Re: Bump á 12 tíma fresti.

Sent: Sun 14. Ágú 2011 00:15
af Glazier
TraustiSig skrifaði:Ég held að þetta sé mjög gott því aktívir notendur sem eru að selja meira eiga eftir að græða á þessu :happy

Og notendur sem setja inn þræði til að fá hjálp við hinu og þessu þeir tapa á þessu.. Verður til þess að þræðirnir þeirra drukkna enn meira í söluþráðum ](*,)

Held það ætti frekar að hafa 24 hr regluna þannig að það er miðað við að þú mátt bumpa sitthvoru megin við hverja nótt, t.d. ef ég bumpa þráð klukkan 01:00 í kvöld (eða fyrir miðnætti) þá mætti ég samt bumpa hann kl. 15:00 næsta dag en síðan ekki aftur þann daginn.
(Vona að einhver skilji hvað ég meina)

Re: Bump á 12 tíma fresti.

Sent: Sun 14. Ágú 2011 00:15
af kjarribesti
Nú hefuru sett allt kerfið hjá biturk o.fl. í RUUUUGL .

en good job thou.

Re: Bump á 12 tíma fresti.

Sent: Sun 14. Ágú 2011 00:20
af lukkuláki
Slakiði aðeins á það er ekkert að því að prófa þetta.
Flott framtak og á ekki eftir að breyta svo miklu held ég.
Ef hjálparþræðir drukkna í söluþráðum þá má kannski bara aðskilja þetta á einhvern hátt.
En um að gera að prófa þetta.

Re: Bump á 12 tíma fresti.

Sent: Sun 14. Ágú 2011 00:25
af djvietice
lukkuláki skrifaði:Slakiði aðeins á það er ekkert að því að prófa þetta.
Flott framtak og á ekki eftir að breyta svo miklu held ég.
Ef hjálparþræðir drukkna í söluþráðum þá má kannski bara aðskilja þetta á einhvern hátt.
En um að gera að prófa þetta.

sammála 12 klst :happy

Re: Bump á 12 tíma fresti.

Sent: Sun 14. Ágú 2011 01:02
af gutti
[-(

Re: Bump á 12 tíma fresti.

Sent: Sun 14. Ágú 2011 03:36
af kubbur
Hvað með að búa bara til sala.vaktin.is og aðskilja þetta alveg, eina ástæðan fyrir því að ég fer inn a vaktina er að fylgjast með og taka þátt i umræðum

Re: Bump á 12 tíma fresti.

Sent: Sun 14. Ágú 2011 04:39
af biturk
kubbur skrifaði:Hvað með að búa bara til sala.vaktin.is og aðskilja þetta alveg, eina ástæðan fyrir því að ég fer inn a vaktina er að fylgjast með og taka þátt i umræðum

:face

Re: Bump á 12 tíma fresti.

Sent: Sun 14. Ágú 2011 04:40
af ManiO
Spurning hvort það sé hægt að setja valmöguleika í stjórnborð notanda valmöguleika á hvort söluþræðir komi í virkar umræður? :-k

Re: Bump á 12 tíma fresti.

Sent: Sun 14. Ágú 2011 05:49
af Black
ManiO skrifaði:Spurning hvort það sé hægt að setja valmöguleika í stjórnborð notanda valmöguleika á hvort söluþræðir komi í virkar umræður? :-k


Sammála því, ef ég er að tjekka á einhverju til sölu þá fer ég oftast í "til sölu"

Re: Bump á 12 tíma fresti.

Sent: Sun 14. Ágú 2011 05:53
af urban
kubbur skrifaði:Hvað með að búa bara til sala.vaktin.is og aðskilja þetta alveg, eina ástæðan fyrir því að ég fer inn a vaktina er að fylgjast með og taka þátt i umræðum


það eru 300 ástæður fyrir þvíað spjall.vaktin.is er til

nr.1-298 einhverjum snillingunum (ég veit ekki hvort að það var GuðjónR) datt til hugar að taka saman verð á hinum ýmsu tölvuvörum og búa til samanburðarsíðu fyrir það
nr. 299 einhverjum snillingum ákvað að henda inn spjallborði þar sem að menn gætu spjallað saman um það sem að gerðist á vaktin.is og þar að leiðandi datt einhverjum til hugar að selja eitthvað dót þar
nr. 300 spjallborðið varð stærra og stærra þökk sé notendum einsog okkur og umræður urðu til vegna þess að fólk fór að tala um verð á tölvu vörum

og já... það er búð að reyna að klippa út einvhern ákveðinn hluta af spjallborðinu (mac.vaktin.is) síðasti póstur þar er síðan 10. ágúst og síðasti þar á undan síðan einhvern tíman langt síðan
spjall.vaktin.is er eins öflug síða og hún er útaf okkur. þegar að ég segi okkur, þá á ég við okkur notendurnar.
það að fara að útbúa sala.vaktin.is fækkar bæði notendum á spjall.vaktin.is og einnig, fækkar mögulegum kaupendum/seljendum , þar sem að þú ert mögulegur kaupandi ef að þú sért eitthvað sniðugt hérna, sem að þú jafnvel vissir ekki að þú vildir, en sást til sölu hérna, en ef að allar sölur færast yfir á sala.vaktin.is þá sjáum við engar sölur, og það sem að meira er, við sjáum heldur ekki óskað eftir.

það sem að ég er að reyna að segja.
sala.vaktin.is er alveg gersamlega glatað að fara að framkvæma.
ekki misskilja mig, ég er ánægður að þú sért að spá í því hvernig vaktin.is getur skánða og orðið betri, en ég er ekki viss um að þú hafir fattað annmarkanna á þessari hugmynd.

EN !!!
endilega haltu áfram (og þá þið líka hin sem að lesið þetta) að koma með hugmyndir hvernig að vaktin.is getur orðið betri síða.
þar sem að einsog ég sagði áðan, vaktin.is er ekkert án okkar notendanna, já ég segi okkar, þar sem að þó svo að ég sé með stjórnendastöðu hérna, þá er ég ekkert annað en notandi.

og já, flest það sem að hefur verið gert hérna í gegnum tíðina (allavegva síðan að ég varð stjórnandi) hefur verið gert vegna þess að einhver notendanna hérna datt það til hugar og ákvað að nefna það við einhvern stjórnendann.

en já..
tl;dr
ekkert að setja út á þig, hugmyndin er ekki slæm, en bara ekki alveg útpæld.
haltu áfram að koma með hugmyndir

Re: Bump á 12 tíma fresti.

Sent: Sun 14. Ágú 2011 05:57
af urban
og já.. ég er stjórnandi..
ætla ekki að setja þetta í sama póst, gæti breytt fyrri pósti en vill það ekki, vill fá þessi svör sér

gutti skrifaði:[-(


biturk skrifaði::thumbsd


SolidFeather skrifaði:Nei nú er mér sko nóg boðið


afhverju eruði á móti þessu ?

Re: Bump á 12 tíma fresti.

Sent: Sun 14. Ágú 2011 06:05
af worghal
urban skrifaði:og já.. ég er stjórnandi..
ætla ekki að setja þetta í sama póst, gæti breytt fyrri pósti en vill það ekki, vill fá þessi svör sér

gutti skrifaði:[-(


biturk skrifaði::thumbsd


SolidFeather skrifaði:Nei nú er mér sko nóg boðið


afhverju eruði á móti þessu ?


fólk er dauðhrætt við breytingar.

Re: Bump á 12 tíma fresti.

Sent: Sun 14. Ágú 2011 06:10
af biturk
af því að

1. það er alveg nóg að uppa auglýsingu á sólahringsfresti, ef þig sárlega vantar eitthvað þá er leit uppi í hægra horni og síðann eru dálkar fyrir sölu og óskast sem hver kjáni sem er ætti að geta klikkað á og browsað í gegn, það vill svo skemmtilega til að það kemur fram klukkan hvað og dagsetning hvenær síðasti póstur var svo það er lítið mál að sjá hvort auglýsing sé í gildi

2. 24t reglan hefur haldið vaktinni hreinni, mjög hreinni og hún hefur aðskilið vaktina frá öðrum síðum eins og bland þar sem gimpi sem eingöngu selja fá ekki að flooda svæðið með endalausum uppum á vörum sem enginn vill eða hefur áhuga á.....tjahh eða neitar að hafa sanngjarnt verð og varan selst aldrei, fremur þreitandi að sjá alltaf sömu auglýsinguna efst í marga mánuði

3. 12 tíma verður bara leiðinlegra að framkvæma og tímafrekara fyrir stjórnendur, er voða þægilgt að geta rúllað niður þráðinn og litið á dagsetningu og séð strax hvort að reglan sé brotin, nú þurfa menn að fara að stoppa á hverjum póst og reikna sem skilar sér í meiri tímaþörf fyrir stjórnendur til að fylgja eftir reglunni og meiri líkur á offtopici í þráðum þegar snillingar fara að misreikna og benda á reglubrot samanber http://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?f=11&t=40654

4. það er ekki það uggvænleg umferð að þræðir séu að fara margar síður afturábak, ef það er vandamál fyrir menn að finna þræðina sýna til að uppa þá er leit uppi í hægra horni og síðann geta menn líka farið í "skoða þín innlegg" til að finna sinn eigin þráð.

allt í allt er þetta í raun tilganslaus aðgerð að mér fynnst og engin ástæða til að laga það sem virkar vel og hefur gert vaktina okkar frábæra, einu sem ég sé á móti þessari 24t reglu og vilja breita henni eru þeir sem koma beint af bland.is eingöngu á síðuna til að selja og þarf yfirleitt alltaf að hafa afskipti af......þeir mega mín vegna hvort sem er missa sín.


en eins spurning. er hægt að útfæra þetta eins og l2c að þú getur bara hreinlega ekki póstað í þinn eigin þráð nema eftir ákveðinn tíma fresti? bæði til að koma í veg fyrir double post og til að menn verði að framfylgja þessari bump reglu?

væri voðalega fínt að menn myndu nota edit takkan meira og nýtt innlegg takkan minna, efsti póstur er alltaf lesinn fyrst og þar komast hlutirnir hvort sem er langt best til skila

Re: Bump á 12 tíma fresti.

Sent: Sun 14. Ágú 2011 06:17
af Kristján
12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 00
00 01 02 03 04 05 06 07 08 09 10 11 12

hvernig er þetta erfitt að sjá?

svo er líka faranlegt að vera að vitna í reglur í þráðum því þá ertu að gera regluna redundant því þú ert að gefa honum frítt bump og hugsanlega fleiri bump því kannski kemur annar og segir "ekki vitna í reglurnar blah blah"

NOTA TILKYNNA TAKKANN!!!!

buinn að gera sgja þetta í nokkrum þráðum sem þú asnast til að vitna í reglurnar.

Re: Bump á 12 tíma fresti.

Sent: Sun 14. Ágú 2011 06:23
af Gúrú
biturk skrifaði:1. það er alveg nóg að uppa auglýsingu á sólahringsfresti,


Hvað með þá sem að eru að fara klukkan 01:00 og koma ekki aftur á netið í 24 klst. hvort eðer og bumpa
þrátt fyrir að hafa gert það klukkan 09:00 sama morgunn?

Í gamla kerfinu fékk það þig kvartandi & notandi " ](*,) ", " [-( " og " [-X " vitnandi í óúthugsaðar reglur,
vonum að það minnki eða hætti.

Re: Bump á 12 tíma fresti.

Sent: Sun 14. Ágú 2011 06:27
af biturk
Kristján skrifaði:12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 00
00 01 02 03 04 05 06 07 08 09 10 11 12

hvernig er þetta erfitt að sjá?

svo er líka faranlegt að vera að vitna í reglur í þráðum því þá ertu að gera regluna redundant því þú ert að gefa honum frítt bump og hugsanlega fleiri bump því kannski kemur annar og segir "ekki vitna í reglurnar blah blah"

NOTA TILKYNNA TAKKANN!!!!

buinn að gera sgja þetta í nokkrum þráðum sem þú asnast til að vitna í reglurnar.


hvernig er fáránlegt að vitna í reglur? eina sem er fáránlegt við það er mennirnir sem amast yfir því? það er ekki neitt frítt bump þegar það er verið að minna menn á reglur eftir nokkra mínútur :face

það er bara einfalda og sniðugra að minna menn á reglur heldur en að eiða öllum deginum í að senda tilkynningu og gjörsamlega flæða svoleiðis tilgansleisi yfir stjórnendur, þeir eru ekki í fullri vinnu hjérna heldur í sjálfboðastarfi, það er undir okkur öllum á síðunni komið að halda henni hreinni, málefnalegri og góðri, það á ekki að þurfa endalaust að deila viðvörunum eða hrúga tilkynningum þegar hægt er að einfalda hlutina með að setja bara inn regluna sem var brotin, reglur eru reglur hver sem minnir á þær því yfirleitt er það algerlega óvart sem menn gera það.

en hins vegar þegar menn hrúga inn umræðum yfir að minna á reglur eingöngu til að tuða sem þjónar engum tilgangi eins og þú ert alltaf að gera þá er það ekkert nema offtopic, pósthór og bull og þú mátt endilega hætta því, ég minni þig þá bara endilega á tilkynna takkann ef ég er svona hroðalega óþolandi að þínu mati :roll:

þar að auki skil ég ekki gutta eins og þig sem virðast alltaf vera á móti reglum og þola ekki þegar það er vitnað í þær, reglurnar eru til að fylgja þeim og það eru þegar allt kemur til alls notendurnir sem móta síðuna, án okkar er engin síða og án reglna á spjallborði eru engar gáfulegar umræður

Gúrú skrifaði:
biturk skrifaði:1. það er alveg nóg að uppa auglýsingu á sólahringsfresti,


Hvað með þá sem að eru að fara klukkan 01:00 og koma ekki aftur á netið í 24 klst. hvort eðer og bumpa
þrátt fyrir að hafa gert það klukkan 09:00 sama morgunn?

Í gamla kerfinu fékk það þig kvartandi & notandi " ](*,) ", " [-( " og " [-X " vitnandi í óúthugsaðar reglur,
vonum að það minnki eða hætti.


ef menn eru að selja yfirhöfuð þá er lágmark að þeir geti bara hreinlega farið á netið, það eru allir með það og það tekur ekki marga tíma að opna vafra eftir sólahring og segja bump, lang flestir fara á netið einu sinni á dag

hvað eru að bulla um notandi kvartandi? þú ert svo óendanlega óskiljanlegur oftast nær.

Re: Bump á 12 tíma fresti.

Sent: Sun 14. Ágú 2011 06:43
af Kristján
gaur til hver helduru að tilkynna takki sé þarna??

og hvað ertu annað að gera en að bumpa þráð með að vitna í reglurnar...

ef einhver kemur hingað bara til að selja eitthvað eða spurja um eitthvað og hann klikkar á reglu þá ertu bara að bumpa þráð hanns og svo les hann aldrei leglurnar.

þoli ekki að sjá nybumpaðann þráð sem ég er að fylgjast með og svo ert það bara þú að vitna í einhverja reglu...