Síða 1 af 1

Missa sig í læsingum

Sent: Lau 25. Jún 2011 16:50
af Icarus
viewtopic.php?f=9&t=39346&start=40

Er það bara ég eða finnst mér skrítið að þessum þræði var læst? Hann fór off topic en samt ekki í eitthvað kjaftæði og var að komast aftur á topic þegar honum var leyst án rökstuðnings.

Re: Missa sig í læsingum

Sent: Lau 25. Jún 2011 16:58
af GuðjónR
Já það er spurning....þetta er alltaf matsatriði...
Viltu að ég aflæsi honum?

Re: Missa sig í læsingum

Sent: Lau 25. Jún 2011 17:07
af FuriousJoe
Það er farið að vera rosalega mikið vafamál um hvað má ræða hérna, öllum "off topic" þráðum virðist vera læst á endanum.

Re: Missa sig í læsingum

Sent: Lau 25. Jún 2011 17:08
af Moldvarpan
Mér þykir þetta vera óþarfa afskiptasemi. Það var verið að ræða þarna launakjör sem almennt eru til skammar hér á Íslandi, og vel on topic, launakjör og góður starfsandi er það sem heldur starfsmönnum ánægðum.

En aftur á móti eru margir hérna inná leiðinlegir í tilsvörum og með eiginlega persónuárásir, s.s. rakka niður aðra sem eru ekki sömu skoðunnar og þeir sjálfir, setja sig á ferlega háann hest þótt þeir kunni 1-2 trix í Windows.

Re: Missa sig í læsingum

Sent: Lau 25. Jún 2011 17:53
af rapport
Ég set X við að slaka á í læsingum...

Re: Missa sig í læsingum

Sent: Lau 25. Jún 2011 17:58
af Ulli
Opna þetta og ræða við þann sem læsti...
Fanst þetta fýn lesning.

Re: Missa sig í læsingum

Sent: Lau 25. Jún 2011 18:05
af GuðjónR
Þráðurinn er opinn aftur :-"

Re: Missa sig í læsingum

Sent: Lau 25. Jún 2011 18:22
af Plushy
Allt í lagi að tala um þetta, tengist svo sem umræðuefninu á vissan hátt. En ef þetta fer eitthvað að vera persónulegar deilur um atvinnubótamál o.s.frv eins og hefur gerst áður mætti alveg læsa þessu.

Re: Missa sig í læsingum

Sent: Lau 25. Jún 2011 18:59
af Icarus
Ég hafði svosem ekkert meira að segja og varð ekkert brjálaður við að sjá þetta, fannst þetta bara óþarfi. :)

Nú er kannski eitthvað um óþarfa athugasemdir þarna inni og má vel vera að einhver hafi túlkað mínar athugasemdir á þá leið (ég veit allaveganna að ég meinti ekkert illt en misskilningurinn er algengur á internetinu) en þá pælir maður hvort að tilmæli frá stjórnenda væru ekki líklegri til árangurs.

Re: Missa sig í læsingum

Sent: Lau 25. Jún 2011 20:43
af Moldvarpan
Icarus skrifaði:Ég hafði svosem ekkert meira að segja og varð ekkert brjálaður við að sjá þetta, fannst þetta bara óþarfi. :)

Nú er kannski eitthvað um óþarfa athugasemdir þarna inni og má vel vera að einhver hafi túlkað mínar athugasemdir á þá leið (ég veit allaveganna að ég meinti ekkert illt en misskilningurinn er algengur á internetinu) en þá pælir maður hvort að tilmæli frá stjórnenda væru ekki líklegri til árangurs.


Ég er sammála því að þá mætti beita tilmælum stjórnenda og/eða aðvörunum frekar, á einstaka notendur sem fara út fyrir velsæmismörk, frekar en að læsa þráðum svona grimmt. Það væri líklegra til árangurs að mínu mati.