Ég fer eiginlega bara eftir hve langt frá mér búðin er.. Jaa, BT er nálægt, en þeir munu ekki fá viðskipti frá mér aftur. Mér leiðast líka netverslanir. Veit ekki af hverju, en mér leiðast þær. Til dæmis, ég er að faraað kaupa mér Radeon x800pro kort, og það er á 46.700 hjá att.is, sem er í grænum reit. Hjá tölvuvirkni er það heilum 39kr dýrara, og ætla ég frekar að versla við tölvuvirkni.
att.is - Hef ekki verslað við þá, en pantaði einu sinni minni, en varð ekkert úr því að kaupa það. Svo hringdu þeir í mig mánuði seinna:" Heyrðu, ertu ennþá með þetta pantaða minni í huga eða ertu hættur við?" Ég sagðist bara vera hættur við og það bara ok. Ekkert mál. Hef ekkert nema gottum það að segja
24/7 - Hef ekki ennþá verslað við þá, en er samt mjög nálægt mér. Mun örugglega eitthvað versla við þá í framtíðinni.
Task.is - Mjög gott úrval, mjög góð þjónusta, finnst mér.
Expert - Heimasíðan búinn að vera lokuð vegna uppfærslu mjög lengi. Hef ekki verslað við þá ennþá, en hef ekki heyrt góða hluti.
Start.is - Mjög góð þjónusta og mjög gott úrval líka. Two thumbs up
BT.is - Er alls ekki ánægður. Eina sem þeir eiga í miklu úrvali og sem er ekki drasl er tölvuleikir. Fá samt ekki viðskipti frá mér aftur.
Hugver - Veit ekki. Hef ekki verslað við þá áður
Tölvuvirkni - Gott úrval, vel uppsett heimasíða, góð þjónusta. Þeir mega væntast mikilla viðskipta frá mér í framtíðinni.
Boðeind - Gott úrval, en hef ekki verslað við þá ennþá.
KT tölvur - Ekki hugmynd! Hef aldrei verslað við þá áður
Þór hf - Aldrei verslað við þá áður.
Tölvulistinn - Hef reyndar ekki verslað við þá áður, þó að hún sé mjög nálægt þar sem ég bý. Hef ekki heyrt marga góða hluti. Samt veit ég ekki hvernig þeir eru að standa sig í alvörunni.
computer.is - Þó að þetta sé netverslun, þá er hún ágæt. Ég vil ekkert drull, en mér finnst hún vera fín.
Tæknibær - Ég bara veit ekki. Hef ekki verslað við þá ennþá.
Og þetta er það sem mér finnst um búðirnar, síðan umræðan er búin a breytast í þetta. En sem svar við upprunanlegu spurningunni í þessum þræði: Nei, ég fer ekki eingöngu eftir grænu reitunum.
Takk fyrir