Síða 1 af 1

Verðvaktin - Ferðu eingöngu eftir grænu reitunum?

Sent: Mið 28. Apr 2004 12:55
af kiddi
Farið þið eingöngu eftir grænu reitunum á Verðvaktinni þegar þið ákveðið að versla eitthvað? Eigið þið ykkur uppáhaldsbúðir sem þið verslið oftast við, óháð verði? Svarið samviskusamlega :)

Sent: Mið 28. Apr 2004 14:26
af pyro
Ég persónulega skoða grænu reitina, fer inn á heimasíður viðkomandi fyrirtækja og sannreyni verðin, skoða hvaða útgáfur eru fáanlegar (þegar um minni er að ræða) os.fr. og fer svo og versla allt hjá uppáhaldsbúðunum mínum :oops:

Sent: Mið 28. Apr 2004 16:49
af xpider
auðvitað fer maður eftir verðinu

Sent: Mið 28. Apr 2004 17:06
af Hlynzit
ég fer ekki eftir grænu reitunum. Mín uppáhaldsbúð er TASK.IS góð þjónusta og sangjarnt verð. En ef það munar mikklu á verði versla ég annarsstaðar

Sent: Mið 28. Apr 2004 17:18
af fallen
Ég fer svona eftir báðu jafnmikið, ég versla oftast við task.is en varð fyrir vonbrigðum um daginn þegar þeir stóðu í eitthverju fíflalátum og settu alla örrana í besta hjá sér ánþess að eiga þá ekki :?
Annars reyni ég alltaf að komast hjá því að versla við tölvulistann og BT.

Sent: Mið 28. Apr 2004 18:02
af Hlynzit
skil þig ekki halli

Sent: Mið 28. Apr 2004 19:39
af wICE_man
Ég fer eftir verðinu en ef það munar innan við 10% þá er ég ekki að versla þar sem ég fæ ekki topp þjónustu.

Svo skiptir höfuðmáli að fá réttu hlutina, ég hef besta reynslu af tölvuvirkni og start, þeir eiga venjulega gott úrval af topp íhlutum.

Sent: Mið 28. Apr 2004 23:50
af Pandemic
Task.is - gúd shit
start.is - uber allies
Tolvuvirkni - einn starfsmaður sem er með æði fyrir að láta mann kaupa sem mest og henda manni síðan út samt mjög góð verslun
Tölvulistinn - ég fékk meira að segja titring í puttana á að skrifa nafnið
Bt.is - endalaust gaman að rífast við starfsmenn
Boðeind - uber allies
Hugver - LALA

Sent: Fim 29. Apr 2004 19:50
af OverClocker
Æji eins og vaktin er nú frábær þá heldur maður sig þó alltaf við þær verslanir sem maður er ánægður með þó að muni einhverjum hundrað köllum...

Sent: Fim 29. Apr 2004 19:55
af viddi
ég versla við Task og Tölvuvirkni

Sent: Fös 04. Jún 2004 11:41
af °°gummi°°
ég skoða alltaf grænu reitina, en sumt eins og td. harðir diskar er ekki alveg sambærilegt, núna eru t.d. einhverjir WD harðir diskar mjög ódýrir - og ég er ekki að fara að splæsa í svoleiðis dót aftur (frekar Samsung/Seagate)
Tölvulistinn - hef ekki lent í vandræðum
BT - evil, en versla við þá í neyð (ef meira en 10% verðmunur)
Task - góðir gæjar
Att - góðir
start - góðir, lenti í smá rugli einu sinni en því var reddað svo allir voru sáttir
Tölvuvirkni - góðir
Hugver - ættu að fá sér heimasíðu og hætta að auglýsa drasl sem þeir eiga ekki
computer.is - sæmilegir, gott úrval, hef ekki lent í vandræðum enn
24/7 - hef ekki verslað við þá
Boðeind - some cool stuff en hef ekki ennþá verslað við þá.

Sent: Mán 09. Ágú 2004 09:58
af blaxdal
Task.is og computer.is hafa reynst mér vel en Tölvulistinn og déskotans BT.is ekki ...
svo ef það er einhver 1 - 2.00 kr munur á þarna þá vel ég hiklaust betri verslunina.

svona er etta bara :wink:
*nicey nice*

Sent: Mán 09. Ágú 2004 10:06
af MaesTro
Reyni að versla allt við mína menn í Tölvuvirkni :D

nema það sé verið að tala um mikinn verð mun 10% eða meir... þá lætur maður þá frekar vita af því og þeir gef manni bara góðan afslátt :D

kv MaesTro

Sent: Mán 09. Ágú 2004 12:20
af Steini
Verslaði flest í mína vél í task, góð þjónusta hjá þeim. Annars hef ég fína reynslu af hugver og tölvuvirkni

Sent: Mán 09. Ágú 2004 18:24
af ErectuZ
Ég fer eiginlega bara eftir hve langt frá mér búðin er.. Jaa, BT er nálægt, en þeir munu ekki fá viðskipti frá mér aftur. Mér leiðast líka netverslanir. Veit ekki af hverju, en mér leiðast þær. Til dæmis, ég er að faraað kaupa mér Radeon x800pro kort, og það er á 46.700 hjá att.is, sem er í grænum reit. Hjá tölvuvirkni er það heilum 39kr dýrara, og ætla ég frekar að versla við tölvuvirkni.

att.is - Hef ekki verslað við þá, en pantaði einu sinni minni, en varð ekkert úr því að kaupa það. Svo hringdu þeir í mig mánuði seinna:" Heyrðu, ertu ennþá með þetta pantaða minni í huga eða ertu hættur við?" Ég sagðist bara vera hættur við og það bara ok. Ekkert mál. Hef ekkert nema gottum það að segja :D

24/7
- Hef ekki ennþá verslað við þá, en er samt mjög nálægt mér. Mun örugglega eitthvað versla við þá í framtíðinni.

Task.is - Mjög gott úrval, mjög góð þjónusta, finnst mér.

Expert - Heimasíðan búinn að vera lokuð vegna uppfærslu mjög lengi. Hef ekki verslað við þá ennþá, en hef ekki heyrt góða hluti.

Start.is
- Mjög góð þjónusta og mjög gott úrval líka. Two thumbs up :D

BT.is - Er alls ekki ánægður. Eina sem þeir eiga í miklu úrvali og sem er ekki drasl er tölvuleikir. Fá samt ekki viðskipti frá mér aftur.

Hugver - Veit ekki. Hef ekki verslað við þá áður

Tölvuvirkni - Gott úrval, vel uppsett heimasíða, góð þjónusta. Þeir mega væntast mikilla viðskipta frá mér í framtíðinni.

Boðeind - Gott úrval, en hef ekki verslað við þá ennþá.

KT tölvur - Ekki hugmynd! Hef aldrei verslað við þá áður

Þór hf - Aldrei verslað við þá áður.

Tölvulistinn - Hef reyndar ekki verslað við þá áður, þó að hún sé mjög nálægt þar sem ég bý. Hef ekki heyrt marga góða hluti. Samt veit ég ekki hvernig þeir eru að standa sig í alvörunni.

computer.is - Þó að þetta sé netverslun, þá er hún ágæt. Ég vil ekkert drull, en mér finnst hún vera fín.

Tæknibær - Ég bara veit ekki. Hef ekki verslað við þá ennþá.

Og þetta er það sem mér finnst um búðirnar, síðan umræðan er búin a breytast í þetta. En sem svar við upprunanlegu spurningunni í þessum þræði: Nei, ég fer ekki eingöngu eftir grænu reitunum.

Takk fyrir :P

Sent: Fim 12. Ágú 2004 22:32
af corflame
Byrja á því að skoða verð, svo skoða ég specca, og að lokum þjónustulund þeirra sem selja mér. Reyndar vega speccar/þjónusta þyngra en verð í mörgum tilfellum.

Þar sem ég hef verslað við flestar verslanir (nema þessar allra nýjustu) en aldrei lent í neinu veseni, fengið bilaðan hlut eða neitt slíkt þá get ég ekkert sagt um hvernig eftirsöluþjónusta er.

Eina skiptið sem ég hef lent í veseni er þegar ég keypti að utan helling af vélbúnaði, sem reyndist svo að hluta bilaður. Kostaði mikið þjark að fá leiðréttingu og þegar upp var staðið þá var kostnaður orðinn verulega meiri en ef ég hefði keypt sömu hluti hérlendis og haft ábyrgð til að bakka upp það sem var bilað (og þá er eftir að verðleggja allann helv. biðtímann).

Af því ævintýri lærði ég að ef það munar ekki þeim mun meira í verði, þá kaupi ég hlutinn frekar hér heima. Í því sambandi hef ég stuðst við eftirfarandi í samanburði á verði:
Heima: verð m/vsk + kostnaður við að sækja (t.d. 2x strætófargjald)
Erlendis: ((verð + sendingarkostnaður + trygging + tollumsýsla) * vsk ) + sendingarkostnaður ef hluturinn bilar) = niðurstaða

Eins og sjá má, þá er þetta ekkert einfalt og í mörgum tilfellum er hagstæðara að kaupa hlutina hér heima, sérstaklega ef haft er í huga "peace of mind" og biðtími. Aftur á móti séu menn tilbúnir til að taka sénsinn á því að hluturinn bili ekki, þá er oft hægt að spara einhverjar krónur á því að panta þetta að utan, sérstaklega þegar gengi viðkomandi gjaldmiðils er hagstætt gagnvart krónunni.

Góðar stundir :P