Síða 1 af 1
Task.is
Sent: Mið 14. Apr 2004 23:31
af fallen
Var að taka eftir þessu, en á verðvaktinni þá er nánast allt grænt í flokki task.is, gott hjá þeim, en hvar eru örgjörvarnir sem þeir eru að þykjast eiga á besta verðinu ?
3.2 EE Retail þeir eigann ekki
3.4 Retail þeir eigann ekki
3.4 OEM þeir eigann ekki
3.2 OEM auglýstur á vaktinni á 29.249 en er á task.is á 32.900 Kr.
and so on
Hvað er í gangi ?
Sent: Mið 14. Apr 2004 23:33
af fallen
Sé það núna að þetta hefði betur hentað á "Verðvaktin"
sorry my bad tók ekki eftir þeim þræði
Re: Task.is
Sent: Fim 15. Apr 2004 11:44
af GuðjónR
halli skrifaði:Var að taka eftir þessu, en á verðvaktinni þá er nánast allt grænt í flokki task.is, gott hjá þeim, en hvar eru örgjörvarnir sem þeir eru að þykjast eiga á besta verðinu ?
3.2 EE Retail þeir eigann ekki
3.4 Retail þeir eigann ekki
3.4 OEM þeir eigann ekki
3.2 OEM auglýstur á vaktinni á 29.249 en er á task.is á 32.900 Kr.
and so on
Hvað er í gangi ?
Hver er sinnar gæfu smiður, ég veit ekki hvatirnar á bak við þetta hjá þeim en við erum búnir að tala við þá og þeir eru búnir að taka þetta út.
Að sjálfsögðu er bannað að nota vaktina til þess að slá ryki í augu fólks með vitlausum verðum og verðum á vörum sem ekki eru til.
Ég held að svona gjörningur komi bara í bakið á mönnum...vonum að svona lagað endurtaki sig ekki.
Sent: Fim 15. Apr 2004 11:53
af Voffinn
Mér finnst svívirðislegt af þeim að gera þetta! Bara barnaskapur að gera þetta. Menn búnir að leggja vinnu í þetta og svo koma þeir og ætla að vera voðalega fyndnir og kúl. Djöfull geta sumir verið barnalegir og hugsar sér að það eru til fólk sem verslar við þessa menn!
Ég er ekki bara reiður og pirraður. Ég er brjálaður!
Þætti gott á þá að taka þá tímabundið af vaktinni. Já, ég bíð eftir offical afsökunnarbeiðni frá task.is til notenda vaktarinnar.
Sent: Fim 15. Apr 2004 15:09
af gumol
Voffinn skrifaði:Þætti gott á þá að taka þá tímabundið af vaktinni. Já, ég bíð eftir offical afsökunnarbeiðni frá task.is til notenda vaktarinnar.
Ekki hjálpar það okkur að fylgjast með hvar er ódýrast að versla. En þeir hljóta að geta komið hingað og útskýrt hvað gerðist.
Sent: Fim 15. Apr 2004 15:20
af fallen
Ég vona að það komi allavega eitthver útskýring frá task.is.
Sent: Fim 15. Apr 2004 16:17
af Nemesis
Ef task.is vilja fórna trúverðugleika sínum til að fá grænt ljós á örjörvana sína í einn dag er það þeirra ákvörðun. Allavega hef ég misst mikið álit á þeim útaf þessu, fáranlegt að misnota svona þægilegt tæki fyrir viðskiptavini. Ég er sammála Voffanum að þeir eigi að biðjast afsökunar á þessu barnalega athæfi.
Svo er annað mál, sem mér finnst að umsjónarmenn vaktarinnar ættu að fylgjast aðeins með, og það eru þær verslanir sem uppfæra ekki sín verð sjálfar. Til dæmis stendur á P4 2.8Ghz, sem er sá örgjörvi sem margir telja helst koma til greina í næstu uppfærslu, er verðsettur of lágt hjá þeim, á 16.714 kr. á meðan verð á síðunni er 19.950 krónur! Í sjálfu sér er ekki við computer.is að sakast, þar sem þeir hafa ekki nýtt sér nýja kerfið (skv. uppfærsludagsetningu), en þessar upplýsingar eru mjög misleiðandi og þrátt fyrir þessa gagnagrunnstengingu finnst mér að það megi ekki hætta hefðbundunum uppfærslum af hálfu umsjónarmanna vaktarinnar, þar sem ekki er alltaf hægt að treysta á verslanirnar. Auk þess er enginn tilgangur með því að hafa computer.is þarna ef verðin eru ógild og/eða úreld. Ef ykkur vantar vinnuafl í uppfærslur vikulega/hálfsmánaðarlega er ég viss um að margir notendur hér myndu glaðir bjóða sig fram til þess (þ.á.m. ég).
Sent: Fim 15. Apr 2004 16:42
af pyro
jújú, það yrði örugglega enginn skortur á viljugum notendum vaktarinnar til að uppfæra... málið er bara að í fyrsta lagi breytast verð á tölvuhlutum skuggalega hratt, og í öðru lagi eiga margar verslanir mjög lítinn lager af dýrustu hlutunum, og því kannski frekar algengt að vörur séu ekki til í öllum búðum alltaf.
Ekki það, finnst þetta frekar lúaleg vinnubrögð af task... var að vonast eftir betra en þessu
Sent: Fim 15. Apr 2004 16:44
af GuðjónR
Nemesis varðandi computer.is þá fengu þeir login/pass á gagnagrunninn á sama tíma og allir hinir.
Meira að segja var ein að aðalástæðunni fyrir því að drifið var í að gagnagrunnstengja vaktina var verðstríðið milli @tt.is og computer.is
Þeir börðust svo kröftulega að það var nánast útilokað fyrir okkur að uppfæra á sanngjarnan hátt því að verðin breyttust til skiptis á 5 min fresti hjá þeim.
Þess vegna er ég svolítið hissa á að computer.is skuli játa sig sigraða og gefast upp, en þeir fögnuðu þessu kerfi hvað mest.
Eins og ég sagði hérna að ofan þá er hver sinnar gæfu smiður og ef menn eru tilbúnir að taka áhættuna á að missa viðskiptavini út af röngum eða misvísandi upplýsingum þá er það þeirra mál.
Kúnnin hefur alltaf ákvörðunarréttin hvar hann vill versla sinn örgjörva og/eða tölvudót.
Er ekki málið bara að kaupa þá af @tt.is ef þeir eru hvort sem er ódýrastir?
Sent: Fim 15. Apr 2004 18:10
af xpider
fram til þessa hafði ég bara heyrt góða hluti um task.is en með þessum leik þá klúðruðu þeir því öllu niður! ég held að það sé bara ein leið hjá þeim að ná upp áliti aftur og það er að bjóða alla þessa örgjörva á því verði sem þeir gáfu upp!!! og hananú!
(það er allavega mín skoðun)
Sent: Fim 15. Apr 2004 20:19
af Nemesis
Málið er að þeir hafa ekki helminginn af þeim örgjörvum sem þeir buðu á lager...
Sent: Fim 15. Apr 2004 21:07
af so
Lélegt, mig vantaði dót í dag fyrir ca 30 kall og datt ekki til hugar að hringja í task.