Síða 1 af 1

Nýtt favicon.

Sent: Fim 07. Apr 2011 18:25
af GuðjónR
Mig langað að fá ykkar álit.
Danni V8 ákvað að búa til nýtt favicon (takk fyrir það), en mig langar að fá ykkar álit á því hvort er flottara?
Gamla iconið eða það nýja.

Re: Nýtt favicon.

Sent: Fim 07. Apr 2011 18:27
af Klaufi
Mér brá, en þetta venst..

Það kemur samt frekar funky hjá mér, 5. hver pixl hvítur eða svo..

Re: Nýtt favicon.

Sent: Fim 07. Apr 2011 18:27
af Gúrú
Þetta sem að ég er m. núna (Vinstra) er looker, fýla það, classic, hitt er ljótt m. flesta bakgrunnsliti,

ég kýs vinstri. :) (Og þori ekki að ýta á CTRL+F5)

Re: Nýtt favicon.

Sent: Fim 07. Apr 2011 18:34
af ManiO
Breytir mig engu :)

Re: Nýtt favicon.

Sent: Fim 07. Apr 2011 18:43
af BjarkiB
<-----
Annars skiptir ekki miklu.

Re: Nýtt favicon.

Sent: Fim 07. Apr 2011 18:46
af coldcut
gamla klárlega!

Ekkert diss á Danna en gamla er miklu flottara! ;)

Re: Nýtt favicon.

Sent: Fim 07. Apr 2011 19:04
af Danni V8
Ég gerði hitt aðallega fyrir IE9/W7 fídusinn að draga niður í taskbar:

Mynd

En það ætti svosem að vera hægt að gera það með gamla iconið líka ef það er til í hærri upplausn ;)

Re: Nýtt favicon.

Sent: Fim 07. Apr 2011 19:57
af GuðjónR
Stærðin verður að vera 16x16 ... allaveganna segir google það.

Nýja er mjög flott í hárri upplausn, en ég held að það gamla komi betur út í svona micro upplausn.

Re: Nýtt favicon.

Sent: Fim 07. Apr 2011 22:39
af Danni V8
GuðjónR skrifaði:Stærðin verður að vera 16x16 ... allaveganna segir google það.

Nýja er mjög flott í hárri upplausn, en ég held að það gamla komi betur út í svona micro upplausn.


.ico getur nefnilega geymt nokkrar upplausnir. Þetta sem ég bjó til er með 16x16, 32x32, 48x48, 128x128 og 256x256. Minnir að þetta sé nokkuð accurate, er ekki í minni tölvu. En þetta eru bara default stærðirnar fyrir Windows Vista / 7 icon, ss. lítið icon í tray, favicon og mini svæði, stærri icon í taskbar og síðan 3 stærðir fyrir Small, Medium og Large icon í desktop.

Veit ekki hvers vegna þetta kemur í svona skrítnum litum í sumum tölvum samt. Ég er t.d. í fartölvu hjá vinkonu núna og hún er með Vista og það koma tvær gulir punktar í iconið, síðan gerist það sama í XP tölvunni uppí vinnu en í W7 tölvunum heima hjá mér bæði borðtölvan og sjónvarpstölvan þar er þetta smooth og litirnir eðlilegir.

Re: Nýtt favicon.

Sent: Fim 07. Apr 2011 22:54
af tdog
Gulu puntkarnir eru bara litirnir í t.d miðju vaffinu og á brúninni á stafnum. S.s lýsingin.

Re: Nýtt favicon.

Sent: Fim 07. Apr 2011 23:07
af Orri
Mér finnst nýja flottara.
Hinsvegar eru einhverjir hvítir deplar á því.

Re: Nýtt favicon.

Sent: Fim 07. Apr 2011 23:11
af hauksinick
Þetta kemur svona út hjá mér eins og mörgum öðrum samkvæmt þessum þráð..

Re: Nýtt favicon.

Sent: Fim 07. Apr 2011 23:33
af HelgzeN
Þetta er ekki flott með hvítu mér líður ekki eins og ég sé á vaktini lengur ! ..

Re: Nýtt favicon.

Sent: Fös 08. Apr 2011 01:34
af zedro
Gamla er malid! :happy

Tetta nyja er algjort :pjuke

Re: Nýtt favicon.

Sent: Fös 08. Apr 2011 10:08
af Black
mér fynnst gamla flottara :evillaugh útaf þetta er í svo fáranlega sharp pixlum eiginlega bara ljótt, samt mjög flott icon svona stórt eins og guðjón var að pósta