Síða 1 af 1

Reglur varðandi sölu á hörðum diskum

Sent: Mið 02. Mar 2011 12:00
af gardar
Var að velta því fyrir mér hvort ekki væri sniðugt að setja inn þá reglu að S.M.A.R.T upplýsingar verði að fylgja þegar menn selja notaða harða diska.

Það er voðalega erfitt að segja til um ástand á hörðum diskum, og ekkert sárara en að vera nýbúinn að kaupa harðan disk sem deyr svo.

smart upplýsingarnar eru ekki fullkomnar en gefa manni hugmynd um ástand disks, þar sem maður getur séð:


  • Hámarks hita sem diskurinn hefur farið í
  • Hve lengi diskurinn hefur verið í gangi
  • Hvort diskurinn innihaldi bad sectors

Hvernig líst mönnum á þessa hugmynd?

Re: Reglur varðandi sölu á hörðum diskum

Sent: Mið 02. Mar 2011 12:30
af Skaribj
Það eru ekki allir að nota þetta kerfi og vilja það ekki.

Það er hægt að fá frían hugbúnað frá framleiðendum diskanna þar sem hægt er að gera test á þeim áður en þú selur þá. Það er einnig mögulega hægt að biðja um útprent á niðurstöðum.

Ég hef heyrt að ca 5% af einhverri tegund diska sé skilað á ábyrgðartíma þar sem þeir hafi gefið upp öndina án nokkurra skýringa. þannig að þú getur aldrei verið öruggur og verður alltaf að eiga öryggisafrit af þeim gögnum sem þér er annt um.


Að útiloka þá sem eru ekki að nota SMART kerfið hugnast mér ekki en það er bara mín skoðun.

Re: Reglur varðandi sölu á hörðum diskum

Sent: Mið 02. Mar 2011 12:36
af BjarniTS
Framboð á notuðum hörðum diskum er svosem ekki endalaust , þessi regla myndi fækka hörðum diskum til sölu.

Þá er þetta orðin spurning um

a ) Mikið af hörðum diskum til sölu í ástandi sem er óvitað.

b ) Svolítið af hörðum diskum til sölu þar sem ástand kemur fram.

Þetta myndi í raun fækka hörðum diskum í lagi á sölu því að við getum gefið okkur það að , hdd í lagi>hdd í ólagi m.v sölu.

En ég held að ég sé sammála , best væri auðvitað drive fitness test.

MBK

Bjarni

Re: Reglur varðandi sölu á hörðum diskum

Sent: Mið 02. Mar 2011 12:43
af AntiTrust
Ég skil ekki afhverju menn ættu ekki að vilja nota SMART. Það hefur verið gagnrýnt fyrir að geta ekki gefið mönnum nógu góðar viðvaranir eða vísbendingar um að diskurinn sé að fara, en það þýðir ekki að upplýsingarnar sem liggja fyrir séu óþarfi/ónauðsynlegar.

Ég keyri persónulega alltaf e-rskonar DFT eða SMART check áður en ég sel diska, ekkert leiðinlegra en að fá nýselda vöru aftur í bakið. Finnst þetta fín regla sem mætti vel gera að skyldu.

Re: Reglur varðandi sölu á hörðum diskum

Sent: Mið 02. Mar 2011 12:51
af rapport
Ef ég mundi selja disk sem mundi bila innan nokkurra vikna, þá mundi ég alveg taka í mál að endurgreiða ef ég vissi að diskurinn hefði verið tæpur.

En ég hef lent í að vera með 300GB raptyor sem ég keypti reyndar notaðan og notaði hann í líklega ár.

Speedfan SMART online benchmarkið gaf honum súper einkunn og svo tveim dögum seinna crash dauðans...

Það er bara aldrei hægt að leggja 100% traust á SMART eða HDD yfir höfuð.

Re: Reglur varðandi sölu á hörðum diskum

Sent: Mið 02. Mar 2011 13:33
af gardar
Framboð á notuðum hörðum diskum er svosem ekki endalaust , þessi regla myndi fækka hörðum diskum til sölu.


Að mínu mati er það í fínu lagi, það eru sumir diskar sem eiga ekki að fara í sölu heldur eiga að fara beinustu leið í ruslatunnuna.

rapport skrifaði:Það er bara aldrei hægt að leggja 100% traust á SMART eða HDD yfir höfuð.



Rétt er það, en það gæti þó að gefið betri hugmynd um ástand disksins heldur en orð seljandans.... Er ekki að segja að seljendur séu að ljúga til um vöruna sem þeir selja... Heldur veit fólk oft á tíðum ekki hvor diskurinn hafi ofhitnað hjá þeim eða sé með bad sectors, en með því að fá þessar upplýsingar þá kemst það á hreint.

Reyndar eru ekki allir diskar sem notast við smart, en u.þ.b. 95% diska sem gefnir hafa verið út seinustu ár eru með smart kerfinu á.

Re: Reglur varðandi sölu á hörðum diskum

Sent: Mið 02. Mar 2011 14:09
af dodzy
geturu gefið dæmi um frítt cross-platform S.M.A.R.T. forrit? ég hef sjálfur aldrei þurft að nota þetta

Re: Reglur varðandi sölu á hörðum diskum

Sent: Mið 02. Mar 2011 14:12
af gardar
dodzy skrifaði:geturu gefið dæmi um frítt cross-platform S.M.A.R.T. forrit? ég hef sjálfur aldrei þurft að nota þetta



smartmontools

Annars er listi yfir forrit hér: http://en.wikipedia.org/wiki/Comparison ... R.T._tools

Re: Reglur varðandi sölu á hörðum diskum

Sent: Mið 02. Mar 2011 15:18
af Gúrú
AAAAAAldrei reglu um þetta takk.

Gera bara það sama og t.d. Beatmaster, biðja mann/spyrja mann um það að runna HDChecks á diskunum
og taka ákvörðun út frá niðurstöðunum/hvort að aðilinn getur/vill gera það.

Re: Reglur varðandi sölu á hörðum diskum

Sent: Mið 02. Mar 2011 16:49
af biturk
fínt að hafa þetta sem reglu, mynda auðvelda öllum málin, ég vorkenni ekki fólki að runna forrit sem tekur max 10 mínútúr frá því að þú klikkar á linkinn og þar til infoið er komið í auglýsinguna

ef menn geta ekki gert almennilega auglýsingu þá hafa þeir ekki áhuga á að selja, svo einfalt er það og þá er auglýsingin tilgangslaus!


einnig fyndist mér að það ætti að vera gátlisti fyrir fólk sem er að setja auglýsingar sem sticky eða einhversstaðar, ég var nú búinn að eiða gríðartíma í að skrifa þannig upp einu sinni og sendi Guðjóni en hann hefur sennilega gleimt því í einhverju ölæðismóki :beer

Re: Reglur varðandi sölu á hörðum diskum

Sent: Mið 02. Mar 2011 16:56
af nerd0bot
Afsakið þetta er smá of topic en hvernig gerir maður svo harða diska skoðun ?

Re: Reglur varðandi sölu á hörðum diskum

Sent: Mið 02. Mar 2011 17:06
af Gúrú
biturk skrifaði:ef menn geta ekki gert almennilega auglýsingu þá hafa þeir ekki áhuga á að selja, svo einfalt er það og þá er auglýsingin tilgangslaus!

Ég vil sjá auglýsingu um 500GB harðan disk ef mig vantar 500GB harðan disk, ég vil EKKI að fólki sem að kann ekki á tölvur sé óheimilt að setja upp auglýsingu hérna,
það er engin ástæða til.

Re: Reglur varðandi sölu á hörðum diskum

Sent: Mið 02. Mar 2011 17:08
af biturk
Gúrú skrifaði:
biturk skrifaði:ef menn geta ekki gert almennilega auglýsingu þá hafa þeir ekki áhuga á að selja, svo einfalt er það og þá er auglýsingin tilgangslaus!

Ég vil sjá auglýsingu um 500GB harðan disk ef mig vantar 500GB harðan disk, ég vil EKKI að fólki sem að kann ekki á tölvur sé óheimilt að setja upp auglýsingu hérna,

það er engin ástæða til.



okei flott, þú skulum við bara hætta að biðja um info, fyllum söludálkinn af auglýsingum sem stendur bara

500 gb harðu diskur til sölu, 7000 krónur og ekki minna


þú hlýtur að sjá að það gengur ekki og það auðveldar öllum ef menn gera bara almennilegar auglýsingar, óþolandi að þurfa alltaf að spyrja um allt þar sem það er eingöngu gert til að fá fleiri bump og þráðurinn haldist sem efst :|

Re: Reglur varðandi sölu á hörðum diskum

Sent: Mið 02. Mar 2011 17:16
af Gúrú
biturk skrifaði:okei flott, þú skulum við bara hætta að biðja um info, fyllum söludálkinn af auglýsingum sem stendur bara
500 gb harðu diskur til sölu, 7000 krónur og ekki minna


Þessi auglýsing er illa uppsett og því tengist hún ekki því sem að ég er að segja, hvað þá að ég hafi verið að segja að það ætti að hætta að biðja um info,
sem er það sem að maður gerir þegar að maður vill meira en t.d. framleiðanda og stærð.

Tökum hinsvegar raunvörulegra dæmi:

Kóði: Velja allt

Er með til sölu ST31000528AS, tveggja ára gamall.
Hafið samband í PM eða síma 58-12345

Mér finnst ekki neitt að þessari auglýsingu og ég hef engan áhuga á reglu sem að lætur þessum þræði verða læst.

biturk skrifaði:þú hlýtur að sjá að það gengur ekki og það auðveldar öllum ef menn gera bara almennilegar auglýsingar

Almennileg auglýsing á HD í mínum augum þarf einungis að segja aldur og nafnið á disknum og einstaklingurinn ræður svo sjálfur
hvort að hann minnist á það að það sé ábyrgð eða ekki ef hann er yngri en 2 ára
(en það væri auðvitað seljanda í hag og því myndi hann gera það ef að diskurinn er í ábyrgð)

Re: Reglur varðandi sölu á hörðum diskum

Sent: Mið 02. Mar 2011 17:20
af biturk
Gúrú skrifaði:
biturk skrifaði:okei flott, þú skulum við bara hætta að biðja um info, fyllum söludálkinn af auglýsingum sem stendur bara
500 gb harðu diskur til sölu, 7000 krónur og ekki minna


Þessi auglýsing er illa uppsett og því tengist hún ekki því sem að ég er að segja, hvað þá að ég hafi verið að segja að það ætti að hætta að biðja um info,
sem er það sem að maður gerir þegar að maður vill meira en t.d. framleiðanda og stærð.

Tökum hinsvegar raunvörulegra dæmi:

Kóði: Velja allt

Er með til sölu ST31000528AS, tveggja ára gamall.
Hafið samband í PM eða síma 58-12345

Mér finnst ekki neitt að þessari auglýsingu og ég hef engan áhuga á reglu sem að lætur þessum þræði verða læst.

biturk skrifaði:þú hlýtur að sjá að það gengur ekki og það auðveldar öllum ef menn gera bara almennilegar auglýsingar

Almennileg auglýsing á HD í mínum augum þarf einungis að segja aldur og nafnið á disknum og einstaklingurinn ræður svo sjálfur
hvort að hann minnist á það að það sé ábyrgð eða ekki ef hann er yngri en 2 ára
(en það væri auðvitað seljanda í hag og því myndi hann gera það ef að diskurinn er í ábyrgð)


er ábyrgð og aldur allt í einu hætt að skipta máli? ide eða sata? 3,5 eða 2,5?

það er ýmsilegt að þessari auglýsingu, kannski læsingarverð en áminningarverð eingu að síður því þetta eru ákaflega litlar upplýsingar um vöruna.

Re: Reglur varðandi sölu á hörðum diskum

Sent: Mið 02. Mar 2011 17:54
af rapport
Markaður er markaður...

Því betri upplýsingar því betra en skilyrðið er að allir hafi sömu upplýsingar ef fólk á að bjóða jafnt = að þær séu settar inn í þráðinn/upphafsinnlegg en ekki PM (ef mögulegt).

Að banna fólk frá því að auglýsa minnkar bara sénsinn á að maður geri góðan díl hjá einhverjum sem veit ekki alveg hvað hann er með í höndunum eða er bara alveg sama, vill bara losna við draslið.

Re: Reglur varðandi sölu á hörðum diskum

Sent: Mið 02. Mar 2011 19:13
af gardar
Ég er nú almennt ekki mikill reglumaður, og mjög andvígur forræðishyggju.

En það myndi auðvelda öllum að fá þessar upplýsingar, smart upplýsingar hafa að mínu mati meira að segja en aldur disks.

Þar sem smart upplýsingarnar gefa upp hve oft diskurinn hefur verið í gangi, hve oft hann hefur verið ræstur og slökkt á honum, hitastig og hvort það séu einhverjir bad sectors.

Best væri ef það væru form sem menn fylltu út þegar þeir settu inn auglýsingar.
Svona eins og þegar menn skrá bíl á bílasölu, þá þurfa þeir að fylla út ákveðin form með aldur, keyrslu, búnað, osfrv.

Re: Reglur varðandi sölu á hörðum diskum

Sent: Mið 02. Mar 2011 19:19
af Gúrú
biturk skrifaði:er ábyrgð og aldur allt í einu hætt að skipta máli? ide eða sata? 3,5 eða 2,5?
það er ýmsilegt að þessari auglýsingu, kannski læsingarverð en áminningarverð eingu að síður því þetta eru ákaflega litlar upplýsingar um vöruna.

Og af þessari ástæðu þakka ég fyrir það að þú ert "verðlögga" en ekki stjórnandi, ST31000528AS segir allt um tengið, tommurnar og snúningshraðann.

gardar skrifaði:Ég er nú almennt ekki mikill reglumaður, og mjög andvígur forræðishyggju.

Allir hafa stóran, langan og fallegan lista af "en"um á eftir "ég er á móti forræðishyggju" setningunni ;)
Þetta er samt spjallborð, ekki yfirvald og öll umræða um það hvort að þetta er forræðishyggja því óþörf. :)

Re: Reglur varðandi sölu á hörðum diskum

Sent: Mið 02. Mar 2011 19:26
af biturk
Gúrú skrifaði:
biturk skrifaði:er ábyrgð og aldur allt í einu hætt að skipta máli? ide eða sata? 3,5 eða 2,5?
það er ýmsilegt að þessari auglýsingu, kannski læsingarverð en áminningarverð eingu að síður því þetta eru ákaflega litlar upplýsingar um vöruna.

Og af þessari ástæðu þakka ég fyrir það að þú ert "verðlögga" en ekki stjórnandi, ST31000528AS segir allt um tengið, tommurnar og snúningshraðann.

gardar skrifaði:Ég er nú almennt ekki mikill reglumaður, og mjög andvígur forræðishyggju.

Allir hafa stóran, langan og fallegan lista af "en"um á eftir "ég er á móti forræðishyggju" setningunni ;)
Þetta er samt spjallborð, ekki yfirvald og öll umræða um það hvort að þetta er forræðishyggja því óþörf. :)



ekki ætlastu til að allir kunni serial númer utan að drengur? ég væri fínn stjórnandi, ég fer eftir reglum, ég kann þær utan að og er ekki ósanngjarn í stjóranda stöðu enda hef ég unnið talsvert við það í gegnum tíðina og verið vel liðinn þakka þér kærlega

málið er að ég á ekki að þurfa að googla allar auglýsingar til að fá info, eigandinn hlýtur að vita þetta og getur skrifað þetta í auglýsinguna.....það er bara lágmark.

Re: Reglur varðandi sölu á hörðum diskum

Sent: Mið 02. Mar 2011 19:32
af gardar
Gúrú skrifaði:ST31000528AS segir allt um tengið, tommurnar og snúningshraðann.


Hinn almenni notandi skrifar ekki inn týpunúmer í auglýsingar, en það væri auðvitað kostur ef það yrði gert.

En týpunúmerið birtist einmitt í smart upplýsingunum, væri ekki upplagt að slá tvær flugur í einu höggi og kenna fólki að senda inn smart upplýsingarnar? :)

Re: Reglur varðandi sölu á hörðum diskum

Sent: Mið 02. Mar 2011 19:46
af Gúrú
gardar skrifaði:En týpunúmerið birtist einmitt í smart upplýsingunum, væri ekki upplagt að slá tvær flugur í einu höggi og kenna fólki að senda inn smart upplýsingarnar? :)


Ekkert að því að kenna fólki það, en eitthvað mikið slæmt við það að setja það sem skyldu/reglu. ;)

Re: Reglur varðandi sölu á hörðum diskum

Sent: Mið 02. Mar 2011 19:49
af biturk
Gúrú skrifaði:
gardar skrifaði:En týpunúmerið birtist einmitt í smart upplýsingunum, væri ekki upplagt að slá tvær flugur í einu höggi og kenna fólki að senda inn smart upplýsingarnar? :)


Ekkert að því að kenna fólki það, en eitthvað mikið slæmt við það að setja það sem skyldu/reglu. ;)


ég bara næ því ekki með þig kallinn af hverju þú vilt hafa allt í ienu caos og engar reglur um eitt né neitt, það er svo kjánalegt að ég á ekki til orð

allir viljum við sem mestar upplýsingar, nánast í hjverjum þræði er kvartað yfir vöntum eða þráðum læst útaf því......af hverju ekki að ganga bara alla leið og setja þetta í reglur sem verður að fylgja eftir, það gera menn almennielgar auglýsingar, spurningaflæði minnkar og meiri líkur á að hluturinn seljist.....allr græða á því, líka seljandinn því ef hann hefur ekki auka 3 min í að gera auglýsinguna góða þá hefur hann varla klukkutíma eða svo til að fara með það á pósthús eða hitta einhvern til að afhenda.....

Re: Reglur varðandi sölu á hörðum diskum

Sent: Mið 02. Mar 2011 19:58
af gardar
Gúrú skrifaði:
gardar skrifaði:En týpunúmerið birtist einmitt í smart upplýsingunum, væri ekki upplagt að slá tvær flugur í einu höggi og kenna fólki að senda inn smart upplýsingarnar? :)


Ekkert að því að kenna fólki það, en eitthvað mikið slæmt við það að setja það sem skyldu/reglu. ;)


Jú ég er nú eiginlega sammála því... Þetta með reglu er kannski full gróft og það er alger óþarfi að banna menn sem ekki setja inn upplýsingar....
En það væri mjög æskilegt að þessar upplýsingar væru alltaf birtar.... ætli maður verði ekki bara að taka sig til að búa til tutorial með myndum, og benda svo fólki á að fara vinsamlegast eftir því í þeim þráðum þar sem verið er að selja harða diska :)

Re: Reglur varðandi sölu á hörðum diskum

Sent: Mið 02. Mar 2011 20:19
af Gúrú
biturk skrifaði:ég bara næ því ekki með þig kallinn af hverju þú vilt hafa allt í ienu caos og engar reglur um eitt né neitt, það er svo kjánalegt að ég á ekki til orð


Ekki gera mér upp skoðanir, meira hef ég ekki að segja um þetta fáránlega innlegg þitt.