Síða 1 af 1

"Sjá allar"

Sent: Þri 04. Jan 2011 18:28
af intenz
Þegar ég smelli á "Sjá allar virkar umræður", kemur bara...

Sorry but you are not permitted to use the search system.

Re: "Sjá allar"

Sent: Þri 04. Jan 2011 18:32
af Frussi
Líka hjá mér. Einnig "Skoða þín innlegg" :S What up?

Re: "Sjá allar"

Sent: Þri 04. Jan 2011 18:35
af Saber
Sama hér

Re: "Sjá allar"

Sent: Þri 04. Jan 2011 18:45
af kjarribesti
sama hér með ''Skoða þín Innlegg'' ótrulega leiðinlegt því einmitt þannig get ég fylgst skilvirkt með kommentum, koma svo stjórnendur kipppa þessu í lag [-o<
:)

Re: "Sjá allar"

Sent: Þri 04. Jan 2011 18:46
af snaeji
ég held að vaktin hafi dottið niður áðan þannig þetta hlýtur að tengjast því

Re: "Sjá allar"

Sent: Þri 04. Jan 2011 18:47
af BjarkiB
Var verið að fikta Guðjón? :lol:

Re: "Sjá allar"

Sent: Þri 04. Jan 2011 19:27
af intenz
Jæja þetta er komið í lag sýnist mér.

Re: "Sjá allar"

Sent: Þri 04. Jan 2011 19:29
af ingisnær
þetta hefur alltaf virkað hjá mér allavega.. :D

Re: "Sjá allar"

Sent: Þri 04. Jan 2011 19:34
af GuðjónR
Já...var að fikta, ég prófaði að disable þennan fídus. En þið nerðirnir eruð ekki lengi að fatta það svo ég enable strax aftur.

Málið er að þið hafið tekið eftir því að spjallið hefur átt til að leggjast á hliðina af og til undanfarna daga.
Ástæðan er "álag" á netþjóninn sem hýsir vaktina og aðra vefi, ég hef verið að gera tilraunir eins og disable search á php borðinu og í MySQL var ég að optimize table's.

Ég veit að strákarnir hjá 1984.is hafa verið að fylgjast vel með servernum en álagið á hann er alveg ótrúlegt, vaktin er að taka lang stærsta partinn af resource.
Fékk póst áðan frá þeim: "Mysql keyrir stundum upp í 170%
CPU notkun og vaktin er á stundum að vinna með 40-60 prósessa."

Þegar við tölum um Vaktina þá er það verðvaktin, spjallið, mac-vaktin og ad kerfið sem er að keyra á MySQL.

Dettur einhverjum í hug hvað gæti verið að valda þessu álagi?
Það eru ekki nema svona 2-3 vikur síðan þetta byrjaði að gerast.

Re: "Sjá allar"

Sent: Þri 04. Jan 2011 19:39
af bAZik
GuðjónR skrifaði:Dettur einhverjum í hug hvað gæti verið að valda þessu álagi?

Lítið að gera um hátíðarnar måske.
Mynd

Re: "Sjá allar"

Sent: Mið 05. Jan 2011 00:42
af BjarkiB
Já hef verið að taka eftir óvenjulega miklu álagi á síðunni seinustu daga/vikur. Tekur langan tíma að loadast, og loadast stundum ekki.

Re: "Sjá allar"

Sent: Fim 06. Jan 2011 19:55
af Black
þetta álag er pottþétt allt útaf mac spjallinu, svona er þetta mac lið sko :lol:

nei nei, er ekki bara verið að gera ddos árasir á vaktina :I ?

Re: "Sjá allar"

Sent: Fim 06. Jan 2011 21:48
af GuðjónR
Black skrifaði:þetta álag er pottþétt allt útaf mac spjallinu, svona er þetta mac lið sko :lol:

nei nei, er ekki bara verið að gera ddos árasir á vaktina :I ?


Nei það voru engar árásir, jú það er mikið álag út af vaktinni svona yfir höfuð þegar það koma 4000 heimsóknir daglega og allir að grúsa eitthvað á borðinum.
Vaktin hefur verið að bólgna doldið út undanfarið. Þess vegna mikilvægt að vera með allt í lagi varðandi scriptur og uppfærslur á því sem þarf að uppfæra.
Þvi þegar vaktin fer niður, þá tekur hún haug af öðrum vefjum með sér og það er heldur ekki gott.

Re: "Sjá allar"

Sent: Fim 06. Jan 2011 21:57
af hagur
170% CPU notkun? Hvernig er það hægt?

Hvernig er það annars með þetta phpBB spjallborð, er þetta ekkert almennilega optimized m.t.t. caching o.þ.h? Er t.d verið að sækja þessar virku umræður úr DB við hvert hit? Spyr sá sem ekki veit ...

Nú er þetta mjög mikið notað spjallborð og notað á morgum vefjum sem eru talsvert stærri en vaktin, get ég ímyndað mér.

Bara að hugsa upphátt.

Re: "Sjá allar"

Sent: Fim 06. Jan 2011 23:39
af kjarribesti
afhverju koma ekki lengur nýjustu bumpuðu umræðurnar efst , koma bara flokkarnir ''tölvan mín. etc.. '' Guðjón verður að gera eitthvað í þessu :D

Re: "Sjá allar"

Sent: Fös 07. Jan 2011 00:12
af GuðjónR
Þetta verður allt lagað, búna erum við bara að bíða og sjá hvort spjallið fari nokkuð niður.
Ef það gerir það ekki þá erum við 100% búnir að eina einangra sökudólginn og getum unnið út frá því.

Re: "Sjá allar"

Sent: Fös 07. Jan 2011 00:27
af zdndz
GuðjónR skrifaði:Þetta verður allt lagað, búna erum við bara að bíða og sjá hvort spjallið fari nokkuð niður.
Ef það gerir það ekki þá erum við 100% búnir að eina einangra sökudólginn og getum unnið út frá því.


sökudólginn sem persónu þá :uhh1

EDIT: eða ekki :lol: