Síða 1 af 1

Er homebrew eða hack spjall í lagi?...... eða ekki?

Sent: Mán 06. Des 2010 23:55
af skoleon
Daginn ég var að skoða leikjaþráðinn og það voru 2 póstar um Nintendo Wii Softmod, ég veit EKKI hvernig staðið hefur verið að afritunar umræðum gegnum tíðina á vaktinni en það að styðja umræður sem uplýsa fólk hvernig skal stunda hugbúnaðar afritun eða brot á notendaskilmálum er kannski á gráu svæði.

Ég þekki þessa hlið á tölvuheiminum og skil vel þessar Homebrew pælingar er sjálfur að fikta í því (þ.a.s. gera leik sjálfur og spila á Wii án þess að fá Nintendo Certified stimpil) og einnig skil vel að dl leikjum fynnast þeir leiðnnlegir henda þeim út, fynnast þeir skemmtilegir og fara út í búð og kaupa hann.

Ég veit ekki hvernig stefnan á þessum hlutum er hjá vaktinni geri ráð fyrir að þetta sé bannað þar sem ég er ekki að sjá mikið talað um þetta en á móti er ég ekki þunganotandi og er engaveginn að skoða allt spjallborðið.

Ég er ekki að gagnrýna störf stjórnenda, frekar að lýsa áhyggjum þar sem æ fleirri flottir titlar eru teknir af dagskrá vegna fjárskorts, leikjaútibúum að fækka (t.d. 400 manna í kaliforníu var lokað fyrr á þessu ári, það er t.d. 450 manns hjá CCP), síðan eru æ fleirri að hacka vélarnar sínar og allir segjast gera það út af homebrew eða að eiga öryggisafrit að upprunnalega leiknum en málið er bara það er ekki nema 1 af hverjum 10.000 sem gera sitt eigið homebrew og kannski 4 af 10.000 gera öryggisafrit (ekki réttar tölur btw)

Ég á ekki eða starfa ekki hjá umboðsfyrirtæki þannig ég er ekki að vernda minn fjárhagslegann hagnað eða eitthvað í þá áttina með þessum þræði.

Allavega fynnst mér að allt svona tal ætti að vera harðbannað, lok lok og læs, allur sá pakki og spurning hvort það verður hert... :S


En svo vitum við allir að lækka laun hjá eigendum þessara risafyrirtækja á allveg rétt á sér og réttindi neytenda er kraminn, neytendur sitja uppi með hálfvitalegar upphæðir á vélbúnaði og skemmtiefni í landi með hæðsta matvöruverðið, maður veit ekki hvort maður á að beygja sig og láta taka sig í rassgatið eða einfaldlega kaupa næsta leikjatitil eða kaupa nýtt skjákort.

Eða hvað ...... :/

Re: Er homebrew eða hack spjall í lagi?...... eða ekki?

Sent: Þri 07. Des 2010 00:11
af AntiTrust
Ég veit að margt smátt gerir eitt stórt - En af öllum spjallborðum í heiminum, helduru að þetta spjall valdi e-rjum teljanlegum skaða, þetta litla pirate tal sem á sér stað hérna?

Annars þarf orðið hack alls ekki að vísa til pirate umræðu, talsvert breiðari merking á orðinu en svo.

Re: Er homebrew eða hack spjall í lagi?...... eða ekki?

Sent: Þri 07. Des 2010 00:39
af skoleon
Skaðinn frá þessu spjalli tel ég vera lítill sem enginn, en það þýðir ekki að það sé í lagi eða í lagi að horfa framhjá.

Allavega hvað hack varðar þá getur hack verið löglegt á meðan að sá sem hackar hlut gerir það löglega en almenna reglan er sú að sá sem hackar er einfaldlega að gá hvort hægt sé að gera eitthverja virkni á eitthvern hlut hvort það sé löglegt eða ekki.
Sú aðgerð felur oft í sér brot á allskonar skilmálum, en hægt er að segja að hack sé bara fikt eða "hversu langt kemmst ég" hugsun.

hvernig sem það er, þá virðast orðabækur vera á báðum áttum hver löglega hliðin er á hack, allavega getum við verið sammála um að það er "Að sjá hvort að klikkuð hugmynd virki" allavega er það hugsunin hvort hún sé lögleg eða ekki. Annars er hægt að starfa sem hacker löglega hjá hugbúnaðarfyrirtækjum, kortafyrirtækjum, ríkistjórnum, herum og vísindasetrum.

"6. (Computers) A quick and inelegant, though functional
solution to a programming problem."

"Computers . to devise or modify (a computer program), usually skillfully."

"3. (Computers) To program (a computer) for pleasure or
compulsively; especially, to try to defeat the security
systems and gain unauthorized access to a computer."

Re: Er homebrew eða hack spjall í lagi?...... eða ekki?

Sent: Þri 07. Des 2010 09:34
af Daz
skoleon skrifaði:
hvernig sem það er, þá virðast orðabækur vera á báðum áttum hver löglega hliðin er á hack


Eh? Ég held að flestir fletti upp í lagasöfnum til að kynna sér hvað sé löglegt og hvað ekki.

Annars myndi ég persónulega ekki vilja blanda saman homebrew/hack umræðu annarsvegar og því að sækja sér ólögleg eintök af leikjum á netið. Það fyrra er mögulega nauðsynlegt til að það seinna virki, en þetta er samt ekki "eitt leiðir til annars".

Re: Er homebrew eða hack spjall í lagi?...... eða ekki?

Sent: Þri 07. Des 2010 09:56
af fannar82
Hmm..


maður getur ekki spilað online í Wii ef maður er með homebrew right ? (á við leiki sem eru ofc löglegir)

persónulega er það aðalástæðan afhverju mig langar ekkert að brewa


onlineplayisthefunplay.
onelineplayisthesadplay

Re: Er homebrew eða hack spjall í lagi?...... eða ekki?

Sent: Þri 07. Des 2010 10:11
af ManiO
fannar82 skrifaði:Hmm..


maður getur ekki spilað online í Wii ef maður er með homebrew right ? (á við leiki sem eru ofc löglegir)

persónulega er það aðalástæðan afhverju mig langar ekkert að brewa


onlineplayisthefunplay.
onelineplayisthesadplay


Hmm, sennilega því að svo fáir spila Wii leiki online þá hefur ekki komið til þess að þetta hafi verið reynt :roll:

Re: Er homebrew eða hack spjall í lagi?...... eða ekki?

Sent: Þri 07. Des 2010 12:34
af CendenZ
Til að svara OP, þá er það metið hverju sinni hvort það eigi að taka út umræðu eða læsa henni.

Með þínum hugsunarhætti ætti hreinlega að loka live2cruize spjallinu, þar er jú talað um ofsaakstur sem er bannaður, breytingar á bílum sem einungis eru til þess gerðar til að gera bílinn hraðskreiðari osfr.

Einnig þyrfti að loka Ámunni því þar færðu dót til að brugga landa, væri reyndar með þínum hugsunarhætti bara ein ríkisbúð sem myndi skammta vörum, sem sykri og hveiti. Það er nefnilega valfrjálst í dag að kaupa eins mikinn sykur og mögulega getur, og það er engin sem kaupir 20-30 kg af sykri nema hann sé að fara brugga.

Ef þú ætlar að fara væla um að leikjaframleiðendur hafi það svo gríðarlega bágt að þeir þurfi að reka 300-400 manns, voru þá ekki frekar of margir að vinna hjá tilteknu fyrirtæki ? Ég veit ekki betur en apparat eins og Steam sé að skila leikjaframleiðendum ekkert nema frábæran aðgang að mörkuðum, og þótt að einhver downloadi leik, það þýðir ekki töpuð sala. Ég myndi tildæmis aldrei í lífi mínu kaupa alla þessa leiki sem ég hef downloadað, ég prufaði þá í eina-tvær- þrjár kvöldstundir og hendi þeim svo, þessa leiki hefði ég aldrei keypt. Ég á hinsvegar leiki á steam fyrir um 1.000 dollara, leiki sem ég hef keypt mér og spila jafnvel enn í dag, margir eru leikir sem ég downloadði fyrst áður en ég keypti þá, hvernig ætlaru að reikna þetta inn í þessa "töpuðu" sölu sem framleiðendur gjamma endalaust um ?

Svo talar þú um að æ fleiri titlar séu teknir af dagskrá, mögulega vegna þess að það er allt of dýrt fyrir fyrirtæki að framleiða 30x titla á einu ári, þegar 20 af þeim verða bara drasl sem fáir kaupa, gæði eða magn ? Held að þú ættir að kynna þér aðstæður að baki þess, en ekki bara hrópa "SHIT ÞAÐ ER ÚTAF TORRENT", ég er nokkuð viss um að ef þú tækir saman þann fjölda titla sem teknir eru af dagskrá, og þá titla sem gefnir eru út af sama fyrirtæki, þá kemuru til með að sjá að þeir kannski taka af dagskrá 20 titla, en gefa út 10 góða. Eða eitthvað í þá áttina, glætan að markaðurinn getur þolað 200 geðveika leiki á einum markaði, það er bara impossible. Þú ert svo rosalega á villigötum að það er eiginlega hlægilegt, svona virkar rekstur ekki. Reksturinn er til fyrir rekstrarumhverfið og það ræður öllu, ekki öfugt.

Umræður á vaktinni eru ekki klipptar og skornar eftir því sem þykir rétt eftir lagabókstafnum, flest er svona leyft svo fremur sem það er innan einhverra huglægra marka á því hvað stjórnendum finnst rétt og rangt.

/rant

Re: Er homebrew eða hack spjall í lagi?...... eða ekki?

Sent: Þri 07. Des 2010 14:48
af skoleon
Daz: - Eh? Ég held að flestir fletti upp í lagasöfnum til að kynna sér hvað sé löglegt og hvað ekki.


Auðvitað er það gert ég var heldur ekki að segja (allavega var það ekki ætlunin) að orðabækur geti nelgt það niður heldur að benda á skilgreiningu orðsinns þegar ég var að svara AntiTrust

AntiTrust: - Annars þarf orðið hack alls ekki að vísa til pirate umræðu, talsvert breiðari merking á orðinu en svo


Þar sem hack er meira en að brjóta varnir eða breyta hlutum, heldur hugsunin að nota hlutinn í bara meira en það er ætlað í.
vona að þetta sé ekki misvísandi :S

Haha CendenZ

Þú mátt allveg anda léttar þótt mér fynnist að það ætti að loka á afritunar umræður sagði ég alldrey að það sé gott eða vont fyrir samfélagið að hætta að tala um það já ég veit ég skrifaði að mér fyndist þetta ætti að vera lok lok og læs, þróun, fikt og fá hugmyndir eru af hinu góða ég skil vel að þarna eru kostir og gallar, það að fikta og breyta er mjög gott en sé það gert í þeim eina tilgangi að stunda hugbúnaðarþjófnað er það annað mál.

Ég skil 100% þá hlið að kaupa sér leik ekki vitandi hversu góður hann er og geta svo ekki farið að skilað honum og sagt að hann sé ömurlegur og þú vill frekar kaupa eitthvern sem þér fynnst gaman að, það að nota torrent eða aðrar leiðir til að prufa vöruna, ganga úr skugga um það að hún sé góð fynnst mér bara vera allt í lagi ekki eru framleiðendurnir að gera of mikið af demóum þó þeim hafa fjölgað þannig þetta er eina leiðin til að vera 100% viss.

Einnig þekki ég vel hack og homebrew, er ekki að segja að öll sú umræða snúi að ólöglegum aðgerðum þar sem ég sjálfur að fikta mikið í homebrew til að prufa mig áfram.

Hvað varðar samlíkinguna með bruggið þá að brugga það til eigin neyslu sé ég ekkert að, að brugga og selja sé ég heldur ekkert að (fyrir utan auðvitað heilbrigðismál) og skil vel þann hluta að ríkistjórn og fyrirtæki ýta okkur út í horn þannig að við neitum og förum okkar leiðir en að stela bruggi frá öðrum og neyta er ekki í lagi

Ég er ekki að væla neitt um lokanir á útibúum og að leikjaframleiðendur hafði það bágt heldur er það mjög leiðinlegt að fyrirtæki geta framleitt vöru sem höfðar bara til stærsta hópsinns því það er arðbærara og látið aðrar vörur liggja, því að þeir leikir sem gerðir eru og eru endilega ekki mjög góðir (fyrir stærsta hópinn) eiga neflilega nokkuð oft til með að þróast í aðra mikklu betri leiki(þ.a.s. eiginleikar leiknsinns ekki endilega leikurinn sjálfur).

Salan er í raun alldrey töpuð nema sá sem nær í leikinn, prufar hann og fynnst góður, klárar hann og kaupir ekki.

Síðan hvað varðar fjölda titla þá virkar þetta þannig: - Hugmyndir - ömurlegum hugmyndum er síað út - séð hvað hægt er að gera með þær sem eru til staðar - þær sem virka fara áfram - fyrsta drag skrifað og útskýrt - það sem ekki gengur er hennt út - þær sem eftir eru á fyrsta þróunarstigi - þær bestu teknar inn og byrjað að framleiða - þær sem smella fara áfram - vara komin í framleiðslu - framleiðslan komin áleiðist (þarna er ég að tala um titla sem er hætt við, það að þeir séu komnir þetta langt og hætt við er fáránlegt) - leikur er tilkynntur í framleiðslu - . .. . . . . . ................

Ég held að þú sért að margfalda þessa titla allt of mikið og talaði ég alldrey um eitthvað vist magn og er ég ekki að tala um leiki sem hafa ekki komist einu sinni hálfa leið í gegnum ferlið, einnig skaltu gera þér grein fyrir því að þú er ekki eini spilarinn í heiminum og þeir leikir sem þér fynnst kannski leiðinlegir fynnst öðrum skemmtilegir ég veit að þetta er monney buisness og ekkert annað en til að nýtt komi inn þarf fjölbreytni sem endar ekki alltaf vel, starfsmenn sem fá ekki að spreyta sig því að aðrir menn sem hafa starfað lengur eru fastir í eitthverju formi því það selst er hrikalega slæmt.

Þótt að menn spili ekki alla þá leiki sem eru lélegir og "samviskusamlega" hendi þeim út af vélinni eftir á, þá hafa þeir sammt notað vöruna sem segir það að framleiðendur verða að gefa út meira af demoum allavega sé ég það þannig, þú átt að fá að prufa leikinn áður enn þú spilar. En það koma sammt demó út fyrir ótrúlega marga leiki og enn skýla menn sér á bakvið það að þeir verði að fá að prufa hann sem er bara kjaftæði það er enginn að fara að segja mér það að hann dl heilum leik bara til að prufa hann þegar hann getur náð í demo sem er minna og löglegt. En þá leiki sem ekki hafa demo skil ég vel.

Það er allveg vitað mál eftir að P2P fór að koma almennilega inn þá hefur alldrey verið einns létt að auglýsa sig og besta dæmið eru tónlistarmenn sem hafa slegið í gegn því það var svo létt að dreyfa efninu þeirra.

Hvað mín hugsun varðar þá kom hún ekki öll fram í upprunnalega brefinu og vill benda þér á að dæmi ekki fólk út frá eitthverjum 100 orðum.

Las þetta yfir og vona að textinn sé í lagi :E

Til að svara fannar82 varðandi möguleikann á því að spila online.

Ef þú gerir þinn eign leik, þá geturðu vel sett inn möguleikann á multiplayer en þú mátt í raun ekki dreifa honum )en hver ætlar að banna manni það :D )því að Framleiðendur leikjavélana verða gefa leyfi til þess þ.a.s. gæðastimpil sem er einmitt ástæðan fyrir hruninu '83 (minnir það hafi verið 1983) of mikið drasl á markaðnum, en hvort hægt sé að spila afritaða leiki online á Wii þá er það hægt google is your friend.

Re: Er homebrew eða hack spjall í lagi?...... eða ekki?

Sent: Þri 07. Des 2010 18:09
af Gúrú
Hefurðu hagsmuna að gæta í þessari umræðu? Það er nefnilega brot á reglunum ef svo er og þú tekur það ekki fram,

finnst það vægast sagt undarlegt að þú stofnir svona þráð án þess að hafa hagsmunum að gæta (þó þú takir eitthvað fram). :-k
Allavega fynnst mér að allt svona tal ætti að vera harðbannað, lok lok og læs, allur sá pakki og spurning hvort það verður hert... :S

Ætti alls ekki að vera það að mínu mati, ekki eins og að það sé eitthvað verra að hafa hér leiðbeiningar um Wii hack en að linka mjög laumulega á þær.

Re: Er homebrew eða hack spjall í lagi?...... eða ekki?

Sent: Þri 07. Des 2010 20:31
af skoleon
Skoleon: Ég á ekki eða starfa ekki hjá umboðsfyrirtæki þannig ég er ekki að vernda minn fjárhagslegann hagnað eða eitthvað í þá áttina með þessum þræði.


Nei hef enga hagsmuni að gæta og skrifaði það sem er hér fyrir ofan í fyrsta póstinn, spurning hvort það sé nógu skýrt, þ.a.s. að "ég persónulega hef ekki hagsmuna að gæta hvað þetta mál varðar" bara hafa það skýrt :D - eða hvað.... eru þetta neytendahagsmunir ? hmm....

var bara að velta þessu fyrir mér það er svo mikið tekið á þessari umræðu á öðrum spjallborðum það má ekki nefna orðið homebrew eða hack eða torrent ... þú veist hvað ég meina, augljóst mál er að þær síður eru reknar af fyrirtækjum eða styrkt af þeim þannig maður skilur þann hluta málsinns.

einnig var ekki nein meining að trolla eða flame-a með þessum þræði ef eitthverjir halda það líka.

Re: Er homebrew eða hack spjall í lagi?...... eða ekki?

Sent: Þri 07. Des 2010 20:48
af Viktor
Finnst fáránlegt að ætla að banna þessa umræðu. Maður er búinn að kaupa viðkomandi leikjatölvu og hefur þar með rétt til að gera það sem manni sýnist við hana, taka hana í sundur og þar fram eftir götunum.

Re: Er homebrew eða hack spjall í lagi?...... eða ekki?

Sent: Þri 07. Des 2010 20:54
af Hvati
Sallarólegur skrifaði:Finnst fáránlegt að ætla að banna þessa umræðu. Maður er búinn að kaupa viðkomandi leikjatölvu og hefur þar með rétt til að gera það sem manni sýnist við hana, taka hana í sundur og þar fram eftir götunum.

Apple mönnum finnst það ekki, hafa nú kært fólk fyrir að jailbreaka tækin þeirra.
EDIT: Bara eitthvað sem ég heyrði og ég dreg þetta til baka eftir að hafa litið inn í þetta mál.

Re: Er homebrew eða hack spjall í lagi?...... eða ekki?

Sent: Þri 07. Des 2010 20:59
af Gúrú
Hvati skrifaði:
Sallarólegur skrifaði:Finnst fáránlegt að ætla að banna þessa umræðu. Maður er búinn að kaupa viðkomandi leikjatölvu og hefur þar með rétt til að gera það sem manni sýnist við hana, taka hana í sundur og þar fram eftir götunum.

Apple mönnum finnst það ekki, hafa nú kært fólk fyrir að jailbreaka tækin þeirra

Já sure, links takk?

Re: Er homebrew eða hack spjall í lagi?...... eða ekki?

Sent: Þri 07. Des 2010 21:48
af zdndz
ég er sammála að það væri gott að banna svona umræðu en það er ekki hægt, hún verður þá bara á annarri síðu
mætti segja að það er þannig séð rangt að leyfa hana en samt mun rökréttara að leyfa hana

Re: Er homebrew eða hack spjall í lagi?...... eða ekki?

Sent: Þri 07. Des 2010 21:52
af MatroX
Hvati skrifaði:
Sallarólegur skrifaði:Finnst fáránlegt að ætla að banna þessa umræðu. Maður er búinn að kaupa viðkomandi leikjatölvu og hefur þar með rétt til að gera það sem manni sýnist við hana, taka hana í sundur og þar fram eftir götunum.

Apple mönnum finnst það ekki, hafa nú kært fólk fyrir að jailbreaka tækin þeirra.
EDIT: Bara eitthvað sem ég heyrði og ég dreg þetta til baka eftir að hafa litið inn í þetta mál.



haha wtf! þetta fór fyrir dómstóla og Jailbreak er löglegt! apple getur ekkert gert í því nema að gera jailbreak-erum erfiðara fyrir að jailbreaka iOS tæki!

en annars finnst mér að það ætti alls ekki að banna homebrew umræður hérna og það ætti bara að læsa þessum þræði þar sem skoleon á ekki heima hérna hehe:D