Tillaga um breytingar á SSD flokknum
Sent: Fim 30. Sep 2010 19:07
Góðan daginn ágætu umsjónamenn.
Það er erfitt að halda utan um þennan flokk með öllum þessu margvíslegu framleiðendum. Afleiðing þessa er m.a. að við erum búnir að vera með á lager í rúmlega mánuð SSD diska frá G.Skill án þess að þeir hafi ratað inn á þennan lista og við því sagðir vera með Foremay diska sem eru löngu uppseldir hjá okkur og hafa verið teknir af síðunni.
Einföldun gæti fólgist í því að flokka SSD diska eftir controller chip-inu. TD: SandForce, Indilinx, Intel, Micron og svo "aðrir". Vissulega er vinna við að skilgreina þessa flokka en það er ekki flókið fyrir Búðir að tilgreina þá controllera sem eru notaðir í drifunum og í raun bara heilbrigð upplýsingagjöf.
Í öllu falli ættu menn hér á vaktinni ekki að vera í vandræðum með að flokka þessi drif. Þetta gæfi mjög góða mynd þar sem fæstir SSD framleiðendur eru að gera eitthvað sérstakt sem setur þeirra diska í annan flokk en samkeppnisaðila þeirra.
Mig langar því að koma þessari ábendingu til skila og vona að vel verði tekið í þessa tillögu.
Kv.
Guðbjartur Nilsson
Það er erfitt að halda utan um þennan flokk með öllum þessu margvíslegu framleiðendum. Afleiðing þessa er m.a. að við erum búnir að vera með á lager í rúmlega mánuð SSD diska frá G.Skill án þess að þeir hafi ratað inn á þennan lista og við því sagðir vera með Foremay diska sem eru löngu uppseldir hjá okkur og hafa verið teknir af síðunni.
Einföldun gæti fólgist í því að flokka SSD diska eftir controller chip-inu. TD: SandForce, Indilinx, Intel, Micron og svo "aðrir". Vissulega er vinna við að skilgreina þessa flokka en það er ekki flókið fyrir Búðir að tilgreina þá controllera sem eru notaðir í drifunum og í raun bara heilbrigð upplýsingagjöf.
Í öllu falli ættu menn hér á vaktinni ekki að vera í vandræðum með að flokka þessi drif. Þetta gæfi mjög góða mynd þar sem fæstir SSD framleiðendur eru að gera eitthvað sérstakt sem setur þeirra diska í annan flokk en samkeppnisaðila þeirra.
Mig langar því að koma þessari ábendingu til skila og vona að vel verði tekið í þessa tillögu.
Kv.
Guðbjartur Nilsson