Síða 1 af 1

Tillaga um breytingar á SSD flokknum

Sent: Fim 30. Sep 2010 19:07
af wICE_man
Góðan daginn ágætu umsjónamenn.

Það er erfitt að halda utan um þennan flokk með öllum þessu margvíslegu framleiðendum. Afleiðing þessa er m.a. að við erum búnir að vera með á lager í rúmlega mánuð SSD diska frá G.Skill án þess að þeir hafi ratað inn á þennan lista og við því sagðir vera með Foremay diska sem eru löngu uppseldir hjá okkur og hafa verið teknir af síðunni.

Einföldun gæti fólgist í því að flokka SSD diska eftir controller chip-inu. TD: SandForce, Indilinx, Intel, Micron og svo "aðrir". Vissulega er vinna við að skilgreina þessa flokka en það er ekki flókið fyrir Búðir að tilgreina þá controllera sem eru notaðir í drifunum og í raun bara heilbrigð upplýsingagjöf.

Í öllu falli ættu menn hér á vaktinni ekki að vera í vandræðum með að flokka þessi drif. Þetta gæfi mjög góða mynd þar sem fæstir SSD framleiðendur eru að gera eitthvað sérstakt sem setur þeirra diska í annan flokk en samkeppnisaðila þeirra.

Mig langar því að koma þessari ábendingu til skila og vona að vel verði tekið í þessa tillögu.

Kv.

Guðbjartur Nilsson

Re: Tillaga um breytingar á SSD flokknum

Sent: Fim 30. Sep 2010 19:10
af Leviathan
Var einmitt að skoða þetta í dag því mér langar í SSD og fannst þetta hálf ruglingslegt.

Re: Tillaga um breytingar á SSD flokknum

Sent: Fim 30. Sep 2010 19:12
af vesley
Lýst vel á þessa tillögu,

eins og þetta er núna þá veit almenningur ekkert í hvað hann á að leita.

Þetta er mjög dreift og mjög fáar verslanir með sama framleiðandann á SSD disk.

Re: Tillaga um breytingar á SSD flokknum

Sent: Fim 30. Sep 2010 21:10
af GuðjónR
Já, verð eiginlega að vera sammála.
SSD flokkurinn er flækja. En áður en við förum í einfaldanir þá bæti ég við G.Skill drifunum sem þú ert með.
Um að gera að láta vita ef nýjar vörur detta inn.
Skoðum þetta svo betur.