Fréttir af Verðvaktinni - 15. desember 2003
Sent: Mán 15. Des 2003 23:54
Sælir félagar! Langt liðið síðan síðasta "fréttabréf" okkar kom út, þó þau hafi nú ekki beint verið stór og fyrirferðamikil til þessa!
Af Verðvaktinni er þetta helst að frétta, örgjörvarnir lækka allir um eitthvað smávegis, þó AMD meira áberandi í þetta skiptið. Okkur sýndist Pentium4-EE (Extreme Edition) vera komin á klakann samkvæmt heimasíðu Hugvers, veit samt ekki hvernig sölu á honum kemur til með að ganga miðað við núverandi verð?
Við munum setja hann ásamt AMD-64bit í næstu uppfærslu okkar, sem verður þó ekki fyrr en þann 5. janúar 2004. Við eigum ekki von á miklum verðbreytingum hjá fyrirtækjunum á næstu tveim vikum.
Við höfum ákveðið að setja Jóladagatalið aðeins til hliðar í bili, þar sem þátttaka flestra fyrirtækjanna sem boðið var að taka þátt hefur ekki verið eins mikil og búist var við, eins og þið hafið kannski séð.
Við viljum þó hrósa computer.is, start.is & bodeind.is fyrir sína þátttöku til þessa! Thumbs up!
Þangað til næst, þökkum kærlega fyrir liðið ár og hlökkum mikið til næsta árs með ykkur! Vöxturinn á gestafjölda ásamt virkum og skemmtilegum fastagestum á spjallinu okkar hefur farið fram úr okkar björtustu vonum.
Gleðileg jól og gleðilegt nýtt ár!
Kær kveðja,
vaktin.is
Af Verðvaktinni er þetta helst að frétta, örgjörvarnir lækka allir um eitthvað smávegis, þó AMD meira áberandi í þetta skiptið. Okkur sýndist Pentium4-EE (Extreme Edition) vera komin á klakann samkvæmt heimasíðu Hugvers, veit samt ekki hvernig sölu á honum kemur til með að ganga miðað við núverandi verð?
Við munum setja hann ásamt AMD-64bit í næstu uppfærslu okkar, sem verður þó ekki fyrr en þann 5. janúar 2004. Við eigum ekki von á miklum verðbreytingum hjá fyrirtækjunum á næstu tveim vikum.
Við höfum ákveðið að setja Jóladagatalið aðeins til hliðar í bili, þar sem þátttaka flestra fyrirtækjanna sem boðið var að taka þátt hefur ekki verið eins mikil og búist var við, eins og þið hafið kannski séð.
Við viljum þó hrósa computer.is, start.is & bodeind.is fyrir sína þátttöku til þessa! Thumbs up!
Þangað til næst, þökkum kærlega fyrir liðið ár og hlökkum mikið til næsta árs með ykkur! Vöxturinn á gestafjölda ásamt virkum og skemmtilegum fastagestum á spjallinu okkar hefur farið fram úr okkar björtustu vonum.
Gleðileg jól og gleðilegt nýtt ár!
Kær kveðja,
vaktin.is