Gengisþróun, yfirlit
Sent: Fös 28. Nóv 2008 14:35
Eftirfarandi graf sýnir verð á 500GB Serial ATA hörðum disk í ónefndri verslun. Þetta er svona fyrsta útgáfa af fyrsta fikti, og líklega munu koma fleiri svona gröf, ítarlegri og betri
Varan var skráð fyrst á vaktina þann 20. júlí 2007, og tók ég niður verð á vörunni á ca~ mánaðarfresti (misjafnt hvenær hún var uppfærð) þar til dagsins í dag (28.11.08). Gengi krónunnar var svo tekið m.v. hvernig það var á þeim tíma sem varan var uppfærð. Ég minni á nýlegar umræður, þar sem talað er um kredit verslanna þegar þær panta vörur að utan og þarf verð vörunnar ekki endilega að endurspegla gengi.
Þetta var hugsanlega lélegt val hjá mér, þar sem álagning á hörðum diskum kann að vera mjög ólík álagningu á öðrum vörum.
Hvað á ég að gera næst? Örgjörva? Skjái?
PS. Þakkir til appel fyrir SQL query kóðann
500GB Serial ATA harður diskur
Varan var skráð fyrst á vaktina þann 20. júlí 2007, og tók ég niður verð á vörunni á ca~ mánaðarfresti (misjafnt hvenær hún var uppfærð) þar til dagsins í dag (28.11.08). Gengi krónunnar var svo tekið m.v. hvernig það var á þeim tíma sem varan var uppfærð. Ég minni á nýlegar umræður, þar sem talað er um kredit verslanna þegar þær panta vörur að utan og þarf verð vörunnar ekki endilega að endurspegla gengi.
Þetta var hugsanlega lélegt val hjá mér, þar sem álagning á hörðum diskum kann að vera mjög ólík álagningu á öðrum vörum.
Hvað á ég að gera næst? Örgjörva? Skjái?
PS. Þakkir til appel fyrir SQL query kóðann
500GB Serial ATA harður diskur