Síða 1 af 1

Comptuer.is er með afgerandi lægstu verðin

Sent: Fim 01. Jan 1970 00:00
af PeZiK
Eins og þið sjáið er Computer.is með eina fallega græna línu niður á við í næstum öllu. Eins og allir vita þó það muni ekki nema 500 - 2000 kr. á milli söluaðila er það fljótt að telja. Samkeppni er góð en nú veit ég allavega hvar ég get verslað nánast allt á einum stað ;)

PeZiK, 23. sept. 2002

Sent: Fim 01. Jan 1970 00:00
af kiddi
Svo náttúrulega borgar sig líka að tékka hvort hlutir séu OEM eða Retail, OEM örgjörvar eru t.d. ekki með viftum... þar getur 2-3þús kr. dýrari Retail útgáfa annarsstaðar komið til móts við það... - með OEM skjákortum fylgir oftast lítið meira en reklar með þeim, með Retail er fullt af dýrum hugbúnaði.. forritum og leikjum (sem sumum er kannski sama um) - En jú.. þeir eru langódýrastir!

Vonandi ekki bara lægsta verðið

Sent: Fim 01. Jan 1970 00:00
af Rok
Það er ekki alltaf nóg að vera með lægsta verðið, þó svo að ég sé glaður að heyra að séu computer.is :) Það þarf að sjálfsögðu að fylgja góð þjónusta, sem maður er að reka sig en og aftur á að Tölvulstinn er ekki nógu góður í :evil: , en vonandi fer þeim batnandi í því, :? þó ég leggi meiri von í að computer skjóti þeim ref fyrir rass og verði bara enn betri :wink:
Er ekki svo Glaður út í Tölvulistann :lol: (kanski er líka augljóst)

Varðandi Tölvulistann

Sent: Fim 01. Jan 1970 00:00
af GuðjónR
Það er gott að hafa skoðun á hlutunum.

Það væri líka gaman að heyra hvað það er hjá Tölvulistanum sem er að bögga þig.

Mín persónulega reynsla af þeim er mjög góð, en ég var svo óheppinn að kaupa hjá þeim HD sem reyndist síðan vera gallaður, ég fór með diskinn til þeirra og þeir prófuðu hann í 5 mínútur voru sammála mér og ég fékk nýjann HD í staðinn, meira að setja stærri og betri.

Sá diskur hefur reynst mér frábærlega og kann ég þeim mínar bestu þakkir.

Sent: Fim 01. Jan 1970 00:00
af DoUrden
Ég er reyndar líka búinn að fá góða þjónustu frá þeim. Hef keypt mikið frá þeim, fyrir mig og aðra. Ég hef ekkert slæmt frá þeim. Við vorum búnir að byðja þá um að hafa fyrir okkur litahylki fyirr 8550DN lazerprentara ef okkur skildi vanta. Þegar við komum niðureftir þá var það ekki til þannig að Þeir sendu sér bíl til Opinna kerfa (sem var ekki aðal supplyerinn þeirra svo að það kostaði þá meira + sér ferð) og rukkuðu ekkert fyrir það aukalega.
Þetta gerir það að verkum að ég mun halda áfram í viðskiptum við þá.

DD

Sent: Fim 01. Jan 1970 00:00
af Hades
Munurinn á OEM og Retail er of meiri en bara viftur og hugbúnaður.
Málið er að oft er ábyrgðar munur á hlutunum
t.d. ef við tökum p4 frá Intel þá er 1árs ábyrgð á oem örgjörvum en 3ára á Retail, en það er ekki allt.... ef fyrirtækið sem þú kaupir oem örgjörvann hjá fer á hausinn þá ber Intel enga ábyrgð á oem örgjörvum jafn vel þó að það sé ekki liðið ár frá kaupunum en tryggir 3ára international ábyrgð á retail.
Ég held að svipað mál sé með aðra framleiðendur, oem er ekki með sömu ábyrgð og retail

þannig að þegar þú kaupir hluti þá er ekki nóg að skoða verðið heldur verður að skoða hvað þú ert að fá í kaupunum

Sent: Fim 01. Jan 1970 00:00
af Hades
ef eitthver hefur áhuga á að lesa meira um ábyrgð á örgjörvum þá getið þig skoðað þessa linka
Intel : [url:3om0xwla]http://www.intel.com/support/processors/warranty/qna.htm[/url:3om0xwla]
og
AMD : [url:3om0xwla]http://www.amd.com/us-en/Processors/TechnicalResources/0,,30_182_867,00.html[/url:3om0xwla]

Sent: Fim 01. Jan 1970 00:00
af Buddy
Ég hef alltaf verið ánægður með Tölvulistann í öllu sem ég hef keypt hjá þeim (að verða komið í 3 millur). Best er að eiga alltaf við sama manninn sem þekkir mann og veit hvenær maður er að bulla og hvenær ekki.

Ég hef rekið mig oft á það að computer.is á ekki vörurnar sem þeir eru að auglýsa. Ég er farinn að taka öll verð frá þeim með miklum fyrirvara. Þar að auki er þjónustan hjá þeim bara miðlungs. Verðin frá þeim eru hinsvegar góð og bara gott mál ef þeir pressa hin fyrirtækin neðar.

Sent: Fim 01. Jan 1970 00:00
af GuðjónR
3 millur ???? :shock:

Sent: Fim 01. Jan 1970 00:00
af Hades
ég er sammála þessu með Tölvulistann , ég hef alltaf fengið ágæta þjónustu hjá þeim og öllu verið reddað sem hefur farið úrskeiðis(sem hefur ekki verið mikið)
en sama er ekki hægt að segja um Computer.is.
Í öll skiptin sem ég hef ætlað að panta frá þeim vöru(4 skipti) þá hefur hluturinn ekki verið til eða heilmikið vesen hefur verið að fá afgreidda rétta vöru :evil:

Fyrir mitt leiti þá fer ég frekar á næst ódýrasta staðin, fæ þjónustu og er ánægður með viðskiptin frekar enn að bíða eftir þeim fréttum að hluturinn sé ekki til(eða eitthvað annað vesen).

Sent: Fim 01. Jan 1970 00:00
af Atlinn
ég hef bara einu sinni lent í veseni með tölvuvörukaup, það var í Tæknibæ (var hann ekki einusinni alltaf kallaður Glæpabær hehe), jæja við vorum að kaupa höbba fyrir skólann okkar hehe sem við erum búnir að eingna okkur. Annars hef ég bara einusinni verslað við Computer.is ekkert vesen, en það gæti hafa verið heppni... nei hey ég þurfti að bíða í næstumþví klukkutíma eftir afgreiðsu en það var einginn á undan mér.
Um daginn var ég að versla við hugver það gékk bara mjög vel, góð þjónusta.. annars hef ég gert öll mín kaup í tölvulistanum, hef ekki lent í neinu veseni þar :D :D

Sent: Fim 01. Jan 1970 00:00
af MezzUp
svo minnir mig að þetta hafi verið einhvernveginn svona:
Retail: allir hlutir prufaðir áður enn þeir eru sendir úr verksmiðjunni
OEM: tíundi hver hlutur prufaður
Bulk: ekkert prufað

ég heyrði þetta einhverntímann en er ekki viss hvort að þetta er rétt

Sent: Fim 01. Jan 1970 00:00
af Hades
humm...........sounds familiar,
ég held að þetta sé rétt hjá þér :shocked:

Verð, þjónusta og ábyrgð

Sent: Fim 01. Jan 1970 00:00
af sumo
Góð umræða hérna. Ég vil koma 3 hlutum að.
Ég hef kynnt mér þetta nokkuð þar sem ég er að undirbúa netverslun með tölvu og tæknivörur og þarf að hafa þetta á hreinu.

Verð: skiptir alltaf máli, en lægsta mögulega verð er ekki alltaf það sem neytandinn græðir mest á. Því þetta helst í hendur við þá þjónustu sem veitt er meiri Þjónusta = hærra verð, eins er ekki alltaf réttlætanlegt að bera saman verð milli verslana því oft er ekki um sama framleiðanda að ræða þó svo varan sjálf sé sambærileg. En reglan er sú að lágt verð er yfirleitt ávísun á litla eða vonda þjónustu.

Þjónusta: Hún kostar seljendur peninga sem fer beint út í verð hluta, oft er um það að ræða að geta skipt út gallaðri vöru fyrir heila eða skilaréttur á vöru sem ekki er þörf á og svo framvegis, ef verð er mjög lágt er nokkuð víst að einhver vandkvæði geta verið á því að þetta gangi hratt og snurðulaust fyrir sig, þess vegna getur borgað sig að borga aðeins meira og fá góða þjónustu.

Ábyrgð: Lög kveða á um að lágmarksábyrgð skuli vera 2 ár. (einhverjar undatekningar eru frá þessari reglu) Seljandi á að skipta vöru út fyrir neytendur ef henni er á einhvern hátt ábótavant. Það er svo hans að sækja rétt sinn til síns birgja eða framleiðanda. Það á ekki að vera vandamál kaupanda. Athugið samt að margir seljendur sannreyna að vara sé gölluð áður en henni er skipt út og ef hún reynist í lagi eru þeir í fullum rétti til að rukka kaupanda fyrir þessa prófun, slíkt verður þó að taka fram með einhverjum hætti.

Þar fyrir utan eiga allar uppl sem kúnni þarf á að halda að liggja greiðlega fyrir, þe skilaréttur, ábyrgðir, og eins er ólöglegt að auglýsa ákv vöru til sölu en afgreiða svo aðra en þá sem auglýst er, alveg sama þó hún sé sambærileg.

Menn eiga því að mínu mati að kynna sér vel reglur sem viðkomandi verslanir vinna eftir áður en stofnað er til viðskipta. Þá veistu nákvæmlega hvert ferlið er og hver þinn réttur er ef eitthvað kemur upp á.

Það er ekkert mál að selja vöru og þjónustu. Það reynir ekki á gæði viðskiptanna fyrr en eitthvað bjátar á.
Hafið það í huga.

Eigið góðan dag