Síða 1 af 1

Leiðréttingarkerfið

Sent: Fös 04. Apr 2008 12:40
af coldcut
Það er einn hlutur sem fer rosalega í mig á svona tölvusíðum og það er þegar fólk getur ekki skrifað orðið "Örgjörvi" rétt! Fólk skrifar ýmist "örgjörfi", "örgjafi" eða jafnvel "örgjavi".

Nú er eitthvað svona leiðréttingarkerfi í gangi, allavegana þegar maður skrifar orðið "f r o s n a ð i" þá kemur leiðrétting,sjáiði: frosnaði

Hvernig væri að gera líka svona með örgjörvana og hafa þá:

örgjörfi, örgjafi, örgjavi verður að örgjörvi og með svona leiðréttingartexta
örgjörfa, örgjörva, örgjava verður að örgjörva osfrv. með beygingarnar fjórar í eintölu og fleirtölu!

veit að ég er smámunasamur en ég bara varð að koma þessu á framfæri =/

Góðar stundir ;)

EDIT: sweet það er búið að gera þetta við "ö r g j a f i" sem er bara snilld...mætti samt hafa svona leiðréttingartexta, það er gaman að honum ;D

Re: Leiðréttingarkerfið

Sent: Fös 04. Apr 2008 12:47
af mind
Tóti Talvakall dæmir þig !

Re: Leiðréttingarkerfið

Sent: Fös 04. Apr 2008 14:20
af coldcut
ha?

Re: Leiðréttingarkerfið

Sent: Fös 04. Apr 2008 15:15
af Sydney
En tölvur frjósa ekki, þær frosna.

Hefur þú einhvern tímann séð tölvu fara niður fyrir 0°C? Hélt ekki.

Re: Leiðréttingarkerfið

Sent: Fös 04. Apr 2008 16:07
af coldcut
að frjósa og að frosna hefur að ég held sömu merkinguna í töluðu máli en að frosna er bara vitlaust samkvæmt íslenskri málfræði

Re: Leiðréttingarkerfið

Sent: Fös 04. Apr 2008 16:21
af Dagur

Re: Leiðréttingarkerfið

Sent: Fös 04. Apr 2008 16:21
af CendenZ
Sydney skrifaði:En tölvur frjósa ekki, þær frosna.

Hefur þú einhvern tímann séð tölvu fara niður fyrir 0°C? Hélt ekki.



Hahah!!

Ég hef ekki séð jafn góð rök fyrir lélegri málfræðilegri kunnáttu!!

Btspjallararnir eru mættir með fermingartölvurnar!

Re: Leiðréttingarkerfið

Sent: Lau 05. Apr 2008 21:37
af GuðjónR
CendenZ skrifaði:
Sydney skrifaði:En tölvur frjósa ekki, þær frosna.

Hefur þú einhvern tímann séð tölvu fara niður fyrir 0°C? Hélt ekki.



Hahah!!

Ég hef ekki séð jafn góð rök fyrir lélegri málfræðilegri kunnáttu!!

Btspjallararnir eru mættir með fermingartölvurnar!

:shock:

Re: Leiðréttingarkerfið

Sent: Lau 05. Apr 2008 23:34
af zream
Sydney skrifaði:En tölvur frjósa ekki, þær frosna.

Hefur þú einhvern tímann séð tölvu fara niður fyrir 0°C? Hélt ekki.

Já.

Re: Leiðréttingarkerfið

Sent: Sun 06. Apr 2008 11:33
af CendenZ
1. Hún Fraus.
2. Hún F rosnaði


Upp með hendur, hver segir no.1 og hverjir segja no.2

Re: Leiðréttingarkerfið

Sent: Sun 06. Apr 2008 12:18
af beatmaster
No 1: Hún fraus, þið finnið engan íslenskukennara sem að samþykkir f rosnaði, það er bara einfaldlega málfræðilega rangt! :roll:

Re: Leiðréttingarkerfið

Sent: Sun 06. Apr 2008 17:42
af Viktor
Það að segja frosnadi er bara vitlaust og ekkert annað. Það þarf ekkert að ræða það neitt frekar.

Re: Leiðréttingarkerfið

Sent: Sun 06. Apr 2008 18:35
af Turtleblob
Sydney skrifaði:En tölvur frjósa ekki, þær frosna.

Hefur þú einhvern tímann séð tölvu fara niður fyrir 0°C? Hélt ekki.


Ég nenni ekki einu sinni að gagnrýna þetta, það er búið að því fyrir mig, ætla bara sýna stuðning minn á þessu leiðréttingarkerfi og hlægja...

Re: Leiðréttingarkerfið

Sent: Sun 06. Apr 2008 18:40
af GuðjónR
Kannski er hægt að forrita kerfi sem bannar sjálfkrafa notendur sem eru það vitlausir að halda að frosna sé rétt.
apple er hægt að forrita svona scriptu?

Re: Leiðréttingarkerfið

Sent: Sun 06. Apr 2008 18:43
af coldcut
no. 1


held að það þurfi ekkert að ræða það neitt frekar sko! ;D

Re: Leiðréttingarkerfið

Sent: Mán 07. Apr 2008 21:53
af Dazy crazy
Frosna getur verið rétt:

Þetta er frosna tölvan mín.
Ég er að tala um frosna menn.
Hér er frosna konan.

Frosnaði getur samt aldrei verið rétt.

Re: Leiðréttingarkerfið

Sent: Þri 15. Apr 2008 09:49
af Viktor
Satt Dazy.. :)

Re: Leiðréttingarkerfið

Sent: Þri 15. Apr 2008 12:07
af einzi
Ætli ég gæti fengið endurgreidd þau kb sem fóru í að ná þessi vitleysu? :roll:

Re: Leiðréttingarkerfið

Sent: Þri 15. Apr 2008 15:48
af GuðjónR
Dazy crazy skrifaði:Frosna getur verið rétt:

Þetta er frosna tölvan mín.
Ég er að tala um frosna menn.
Hér er frosna konan.

FRAUS!!! (ekki frosnaði) getur samt aldrei verið rétt.

Rétt og ekki rétt...
Ljótt orðalag sem maður myndi ekki nota.

Þetta er frosna tölvan mín > myndi frekar segja >> Þetta er tölvan mín, hún er frosin. Eða þetta er tölvan mín, hún fraus.
Ég er að tala um frosna menn > í hvaða samhengi? í líkhúsinu? > Ég er að tala um menn sem voru frystir.
Hér er frosna konan > myndi frekar segja >> Hér er konan sem fraus, þ.e. ef hún er í líkhúsinu.

Re: Leiðréttingarkerfið

Sent: Þri 15. Apr 2008 16:02
af Yank
Það er hundleiðinlegt að setja inn greinar á spjallrás með svona kerfi í gangi.

Man t.d. eftir MSI 8800GTS OC Edition en einhverjum hafði dottið í huga að OC væri bönnuð skammstöfun og skipt því út fyrir yfirklukkun. Þess vegna þurfti ég að skrifa O.C. í hvert skipti sem nafn skjákortsins bar á góma.

Á endanum gafst ég upp á að eiga við þetta enda má öurgglega finna MSI 8800GTS Yfirklukka Edition einhverstaðar í greininni.

Re: Leiðréttingarkerfið

Sent: Þri 15. Apr 2008 17:52
af Dazy crazy
GuðjónR skrifaði:
Dazy crazy skrifaði:Frosna getur verið rétt:

Þetta er frosna tölvan mín.
Ég er að tala um frosna menn.
Hér er frosna konan.

FRAUS!!! (ekki FRAUS!!! (ekki frosnaði)) getur samt aldrei verið rétt.

Rétt og ekki rétt...
Ljótt orðalag sem maður myndi ekki nota.

Þetta er frosna tölvan mín > myndi frekar segja >> Þetta er tölvan mín, hún er frosin. Eða þetta er tölvan mín, hún fraus.
Ég er að tala um frosna menn > í hvaða samhengi? í líkhúsinu? > Ég er að tala um menn sem voru frystir. (þetta er bjánalegt eins og þú segir það)
Hér er frosna konan > myndi frekar segja >> Hér er konan sem fraus, þ.e. ef hún er í líkhúsinu.(þetta líka)


Ég var nú bara að benda á það að frosna er ekki alltaf vitlaust.

frosnaði frosnaði frosnaði frosnaði frosnaði frosnaði frosna

Sent: Lau 19. Apr 2008 17:18
af Dazy crazy
Ég komst að því hvernig er hægt að nýta sér leiðréttingakerfið til að gera fyrirsagnirnar á póstunum mjög langar.

Ef maður skrifar f.ros.nað.i í fyrirsögnina eins oft og það kemst fyrir og ýtir á senda þá leiðréttir kerfið það með miklu lengri texta; frosnaði.

þá kemur miklu lengri texti í fyrirsagnardálkinn en á að komast og ef maður fer svo í breyta þá getur maður strokað allt frosnaði frosnaði frosnaði út og skrifað texta sem er jafnlangur því öllu. Galli? kostur? veit það ekki.

Rangt hjá mér, það er ekki hægt að breyta í einhvern annan texta.

En hafiði tekið eftir því að ef maður skrifar einu sinni frosnaði og breytir svo nokkrum sinnum þá verður það svona; FRAUS!!! (ekki FRAUS!!! (ekki FRAUS!!! (ekki FRAUS!!! (ekki FRAUS!!! (ekki frosnaði)))))

Re: Leiðréttingarkerfið

Sent: Lau 19. Apr 2008 21:26
af GuðjónR
Dazy Crazy...leiðist þér?

Re: Leiðréttingarkerfið

Sent: Sun 20. Apr 2008 00:15
af Dazy crazy
HAHAHAHAHAHAHA, já, þegar ég er ekki heima hjá mér.