Síða 1 af 1

Rugl seinustu daga

Sent: Fim 20. Sep 2007 19:09
af Pandemic
Góðan dag kæru vaktarar,

Eftir ákveðin þráð komu fram ólíkar skoðanir hjá stjórnendum, þráðastjórum ofl. hvort þræðinum ætti að vera læst og hent. Ákveðin einstaklingur setti þráðinn í ruslið og læsti honum og annar einstaklingur kom honum til baka á sinn stað og annar ritskoðaði efnið og eftir það brutust út miklar umræður á "stjórnendaspjallinu" og hér hver stæði fyrir þessu og hvort þetta hafi verið rétt ákvörðun. Voru þar nöfn nefnd og skítkast hafið sem ég get því miður sagt að ég hafi tekið þátt í.

Í kjölfar þessa leiðinda atviks sagði einn Stjórnandinn af sér og verður hans saknað og bið ég hann hér með afsökunar ef hann hefur fundist mínar skoðanir slá í hann. Ég tala fyrir mína hönd og vonandi allra hér að svona á ekki að fyrirfinnast á þessum vettvangi og þó umræðurnar geti verið heitar þá ætlum við ekki að hrekja neina í burtu með óþarfa leiðindum.
Þessi stjórnandi eins og áður segir hætt og eftir stutta viðdvöl í því sæti hefur hann aðstoðað Vaktina við að losna við Spamm og lagfært kerfið hjá okkur nokkuð og vil ég hér með þakka honum fyrir það.

Nú setjumst við öldungar,stjórnendur og þráðastjórar niður og hripum niður ákveðnar leiðbeiningar og reglur ef svo að orði má komast um hegðun okkar hér á þessum skemmtilega vettvangi nördanna svo þetta vonandi komi ekki fyrir aftur og að þessari flóðbylgju leiðinda og brottfalls góðs fólks hætti.

Amen

Sent: Fim 20. Sep 2007 19:11
af Pink-Shiznit
HEYR HEYR

Sent: Fim 20. Sep 2007 19:24
af Haddi
Frábært að heyra :)

Gangi ykkur vel :)

Sent: Fim 20. Sep 2007 20:06
af Birkir
Það sýnir ákveðið frumkvæði að stíga fram með svona yfirlýsingu, ánægður með þig Pandi.. :8)

Vonum að Vaktin geri ekki annað en að batna úr þessu. :wink:

Sent: Fim 20. Sep 2007 20:20
af CraZy
Birkir skrifaði:Vonum að Vaktin geri ekki annað en að batna úr þessu. :wink:

Já við verðum að vona það..það væri virkilega sárt að sjá vaktina hverfa, þetta forum hefur verið mitt annað heimili í næstum 5 ár þó að ég sé löngu hættur að spá í tölvuheiminum þá er ég hér enn.

Ég held að við þurfum bara að fara funda og leggja fram einhverjar góðar, streight reglur.