Síða 1 af 1

Upplýsingar varðandi hluti

Sent: Mán 28. Maí 2007 21:55
af Selurinn
Hvað er best að gera ef þú þarft að vita stuff eins og t.d. muninn á Core Duo og Core 2 Duo, hvernig getur maður aflað sér mikla þekkingu á svona hlutum, vantar síðu eða einhverjar tillögur hvað maður getur gert til þess að vita alltaf svona.

Einhver síða sem er alltaf með það nýjasta nýtt updated?

Eða er það kannski bara að googla eða Wikipedia?

Sent: Mán 28. Maí 2007 22:45
af Stutturdreki
Google, já.

En besti staðurinn til að fá að vita munin á Core Duo og Core 2 Duo er væntanlega heimasíða Intel :)

Svo ef maður vill fylgjast með þá er ágætt að finna nokkrar vélbúnaðarsíður og venjakomur sínar þangað. Alveg dottinn út úr þessu sjálfur svo ég get ekki bent þér á neitt nema kannski http://www.tomshardware.com, sem mér finnst reyndar hafa versnað með árunum.. er að breytast í svona fréttasíðu frekar en svona hands-on hardware dæmi.

Sent: Mán 28. Maí 2007 23:15
af kristjanm
Anandtech.com er sú besta að mínu mati.