Síða 1 af 1

Smá hugmynd varðandi verðvaktina

Sent: Fim 17. Ágú 2006 09:07
af ManiO
Eins og flestir vita þá eru ekki allir framleiðendur á hinum ýmsu íhlutum, hvernig væri að koma fyrir nýjum flipa sem sýnir hver selur hvaða tegundir af vinnsluminni, aflgjöfum o.s.frv?

Hvernig leggst þessi hugmynd í fólk og stjórnendur?

Sent: Fim 17. Ágú 2006 09:30
af gnarr
já nei.. það er nógu mikil vinna að færa inn verðina. Þetta væri bara fáránlega flókið og mikil vinna.

Sent: Fim 17. Ágú 2006 09:51
af ManiO
Ég er samt ekki að tala um þar sem verðin eru, er bara að tala um undir síðu sem gefur fólki smá hugmynd um hvaða framleiðendur fást hjá hvaða búð, ætti ekki að vera mikið mál.

Sent: Fim 17. Ágú 2006 11:00
af TechHead
menn geta nú lagt pínulítið á sig að smella á búðarlinka og skoðað sjálfir ef
menn eru að versla á annað borð... go drink some coffee :wink:

Sent: Fim 17. Ágú 2006 15:08
af Veit Ekki
4x0n skrifaði:Ég er samt ekki að tala um þar sem verðin eru, er bara að tala um undir síðu sem gefur fólki smá hugmynd um hvaða framleiðendur fást hjá hvaða búð, ætti ekki að vera mikið mál.



Alveg óþarfi, flestir eru að selja sömu vörurnar.

Sent: Þri 31. Okt 2006 02:02
af hsm
gnarr skrifaði:já nei..


Ég segi bara eins og gnarr "já nei".
Var það annars ekki pabbi hennar Siggu B sem sagði þetta alltaf :8)
Svo sagði hún alla vegna í Idol en það skildi þó ekki vera að gnarr væri Mr B eða...... já nei ég trúi því ekki!!!! :D

Sent: Fös 03. Nóv 2006 17:31
af wICE_man
TechHead skrifaði:menn geta nú lagt pínulítið á sig að smella á búðarlinka og skoðað sjálfir ef
menn eru að versla á annað borð... go drink some coffee :wink:


Ég er sammála því, það ætti þó að vera bannað að vera með hluti á vaktinni ef framleiðandi er ekki gefinn upp eða ef um sérpöntun er að ræða.