Síða 1 af 1
Hvað er í gangi hjá Att??
Sent: Fim 13. Júl 2006 15:18
af audiophile
Hafiði séð hvað AMD64 örrarnir hafa lækkað hjá þeim nýlega!? Fyrir ekki löngu var AMD64 3200 á um 13þ kall, svo þegar AM2 fóru að koma byrjuðu þeir að lækka og fyrr í vikunni var 3200 örrinn kominn í um 8.000kr sem mér þótti frábært verð fyrir svona fínan örgjörva, en svo sé ég í dag að hann hefur lækkað niður í 6.450 !!
Þetta er bara snilld. Er að spá í að skella mér á einn 3800+
Sent: Fim 13. Júl 2006 15:23
af Stutturdreki
Oh nei.. ekki enn einn póstur um þetta..
Nýjabúðin og Kísildalur eru eitthvað búnir að vera að stríða Att og lækka verðin á örgörvum. Amk. tveir aðrir þræðir um þetta komnir nú þegar.
Sent: Fim 13. Júl 2006 23:29
af Skoop
hvenær fara svo 939 dualcore örrarnir að lækka í verði, má maður eiga von á gríðarlegum verðlækkunum á þeim eins og er að gerast með singlecore núna
Sent: Fim 13. Júl 2006 23:38
af goldfinger
Þeir hafa nú lækkað um nokkra þúsundkalla
Sent: Fös 14. Júl 2006 03:17
af Skoop
goldfinger skrifaði:Þeir hafa nú lækkað um nokkra þúsundkalla
ekki nógu marga þúsundkalla til að það borgi sig að uppfæra í dual core þegar maður er með high end single core örgjörva.
Sent: Lau 16. Sep 2006 13:41
af Knubbe
Þeir eru nú fljótir að hækka.
Ég keypti corsair xms ddr2 800mhz minni 2x512 á 14þús
1 viku siðar er þetta komið í 19.900
þannig ég varð nokkuð heppin fyrir hækkun
minnin:http://www.att.is/product_info.php?cPath=41_16_207&products_id=2384
Sent: Lau 16. Sep 2006 14:09
af GuðjónR
Tveggja mánaðar gamall þráður...
Ástæðan fyrir þessari DDR2 hækkun hjá ATT stafar af hækkandi heimsmarkaðsverði.
Með tilkomu AM2 og Conroe hefur eftirspurn eftir DDR2 farið langt fram úr framboði.
Ég keypti
tvo svona pakka fyrir rúmri viku síðan á krónur 57.900.- ef ég væri að kaupa þetta í dag þá þyrfti ég að borga 73.900.-
Svo er það alþekkt að tölvuvörur hækka á haustin og lækka á vorin.
Sent: Lau 16. Sep 2006 20:35
af audiophile
Heh gamall þráður indeed
Jú það er þekkt að vörur hækki þegar eftirspurn er mikil. Nákvæmlega sama gerðist með DDR minni fyrir nokkrum árum síðan.
Sumar vörur lækka, aðrar hækka. Fact of life.