Síða 1 af 1

Líftími tölvu og íhlutum hennar

Sent: Fös 26. Maí 2006 14:51
af Óskarbj
Sælir.

Ég hef verið að velta fyrir mér hvað sé hægt að segja að sé eðlilegur líftími tölvu burtséð afli hennar sem er algengasta orsökin fyrir því að tölvur séu endurnýjaðar í dag.
Þannig er að Neytendasamtökin segja og vitna í neytendakaupalög að vörur sem ætlað er að endast til lengri tíma hafi 5 ára ábyrgðartíma af hendi seljanda.

Úr frétt NS frá 10. maí 2006

Lengri kvörtunarfrestur
Almennt gildir sú regla að kvörtunarfrestur vegna galla er tvö ár en hins vegar er fresturinn fimm ár vegna hluta sem ætlaður er langur endingartími. Neytendasamtökin telja ótvírætt að undir þessa reglu falli t.d. bílar og stærri raftæki, eins og ískápar, þvottavélar o.fl. Einnig getur reglan átt við húsgögn og ýmislegt fleira sem ætlað er að endast í langan tíma. Greinin sem um ræðir er í 27. gr. neytendakaupalaga

Úrtak úr lögunum:
Ef neytandi leggur ekki fram kvörtun innan tveggja ára frá þeim degi er hann veitti söluhlut viðtöku getur hann ekki borið gallann fyrir sig síðar. Ef söluhlut, eða hlutum hans, er ætlaður verulega lengri endingartími en almennt gerist um söluhluti er frestur til að bera fyrir sig galla fimm ár frá því að hlutnum var veitt viðtaka.

Kveðja
Óskarbj

Sent: Fös 26. Maí 2006 15:08
af Stutturdreki
Erfitt að skilgreina hugtakið "Tölva" eins og "Þvottavél".. þú getur farið út í BT/Elko í dag og keypt þér nýja tölvu með úreldum íhlutum sem er orðin drasl áður en þú labbar með það út úr búðinni eða þú getur keypt þér allt það nýjasta nýtt sem dugar þér kannski næstu fimm árin.

En, flest fyrirtæki.. amk. stærri fyrirtæki og td. flestir skólar 'velta' tölvubúnaðinum á 3gja ára fresti. Svo það er kannski hægt að miða við það sem 'algengan líftíma'.

Bottomline.. tölvur sem heild verða seint langtíma fjárfesting þótt það sé kannski hægt að nota einstaka hluti hennar lengur.

Sent: Fös 26. Maí 2006 15:33
af CraZy
Stutturdreki skrifaði:
En, flest fyrirtæki.. amk. stærri fyrirtæki og td. flestir skólar 'velta' tölvubúnaðinum á 3gja ára fresti.

haha segðu skólanum mínum það, gömlu tölvur, maður getur ekki verið í flash leik ánþess að allt kerfið hrynji :þ

Sent: Þri 30. Maí 2006 01:12
af ganjha
Ég myndi segja það að þessar reglur eigi ekki við um tölvur... Bara 2 ára ábyrgð.

Sent: Þri 30. Maí 2006 23:02
af Skoop
ég á amk ennþá 486 dx66 sem virkar fínt hún er að minnsta kosti 10 ára gömul.

svo er ég nýbúinn að henda gamalli 086 tölvu frá 1980 og eitthvað henni var bootað með 5 1/4" diskettu hún og græni skjárinn hennar virkuðu fínt þegar ég fleygði henni

þannig að mér finnt 5 ára ábyrgð af tölvuíhlutum ekkert vera óeðlileg nema kannski vegna þess að 5 ára gamlir tölvuíhlutir eru oftast nær hættir í framleiðslu og því erfitt að bæta skaðann.

Sent: Mið 31. Maí 2006 09:00
af gnarr
þetta myndi verða til þess að verð á tölvuhlutum myndi rjúka upp. 2 ára ábyrgð er mjög passleg.

Sent: Mið 05. Júl 2006 17:10
af appel
Algengasta orsök að tölvur eru endurnýjaðar í dag eru kröfur neytandans. Tölvur úreldast mjög fljótt, en verða hinsvegar ekki ónýtar ef farið er vel með þær. Þær ættu að geta enst í 10-15 ár ef viðhaldið á þeim er í lagi.

Sent: Þri 11. Júl 2006 23:53
af kokosinn
málið er bara það að það eru alltaf að koma nýjir leikir og alltaf þurfa framleiðendur að gera eitthvað til að neytandinn þurfi að eyða morðfjár í uppfærslur...samsæri...

Sent: Mið 12. Júl 2006 08:57
af Stutturdreki
Og það er sem sagt ekki neytendunum sjálfum að kenna að sætta sig ekki við 4-ra lita 320x200 upplausn, 4.77Mhz og þurfa að boota upp af floppy?