Líftími tölvu og íhlutum hennar
Sent: Fös 26. Maí 2006 14:51
Sælir.
Ég hef verið að velta fyrir mér hvað sé hægt að segja að sé eðlilegur líftími tölvu burtséð afli hennar sem er algengasta orsökin fyrir því að tölvur séu endurnýjaðar í dag.
Þannig er að Neytendasamtökin segja og vitna í neytendakaupalög að vörur sem ætlað er að endast til lengri tíma hafi 5 ára ábyrgðartíma af hendi seljanda.
Úr frétt NS frá 10. maí 2006
Lengri kvörtunarfrestur
Almennt gildir sú regla að kvörtunarfrestur vegna galla er tvö ár en hins vegar er fresturinn fimm ár vegna hluta sem ætlaður er langur endingartími. Neytendasamtökin telja ótvírætt að undir þessa reglu falli t.d. bílar og stærri raftæki, eins og ískápar, þvottavélar o.fl. Einnig getur reglan átt við húsgögn og ýmislegt fleira sem ætlað er að endast í langan tíma. Greinin sem um ræðir er í 27. gr. neytendakaupalaga
Úrtak úr lögunum:
Ef neytandi leggur ekki fram kvörtun innan tveggja ára frá þeim degi er hann veitti söluhlut viðtöku getur hann ekki borið gallann fyrir sig síðar. Ef söluhlut, eða hlutum hans, er ætlaður verulega lengri endingartími en almennt gerist um söluhluti er frestur til að bera fyrir sig galla fimm ár frá því að hlutnum var veitt viðtaka.
Kveðja
Óskarbj
Ég hef verið að velta fyrir mér hvað sé hægt að segja að sé eðlilegur líftími tölvu burtséð afli hennar sem er algengasta orsökin fyrir því að tölvur séu endurnýjaðar í dag.
Þannig er að Neytendasamtökin segja og vitna í neytendakaupalög að vörur sem ætlað er að endast til lengri tíma hafi 5 ára ábyrgðartíma af hendi seljanda.
Úr frétt NS frá 10. maí 2006
Lengri kvörtunarfrestur
Almennt gildir sú regla að kvörtunarfrestur vegna galla er tvö ár en hins vegar er fresturinn fimm ár vegna hluta sem ætlaður er langur endingartími. Neytendasamtökin telja ótvírætt að undir þessa reglu falli t.d. bílar og stærri raftæki, eins og ískápar, þvottavélar o.fl. Einnig getur reglan átt við húsgögn og ýmislegt fleira sem ætlað er að endast í langan tíma. Greinin sem um ræðir er í 27. gr. neytendakaupalaga
Úrtak úr lögunum:
Ef neytandi leggur ekki fram kvörtun innan tveggja ára frá þeim degi er hann veitti söluhlut viðtöku getur hann ekki borið gallann fyrir sig síðar. Ef söluhlut, eða hlutum hans, er ætlaður verulega lengri endingartími en almennt gerist um söluhluti er frestur til að bera fyrir sig galla fimm ár frá því að hlutnum var veitt viðtaka.
Kveðja
Óskarbj