hsm skrifaði:Getur einhver gefið mér upp nöfn á tölvuverslunum í USA ég veit um BestBuy og CompUSA ef að þið vitið um einhverjar sem að er gott að versla í ekki bara netverslanir og með gott verð og úrval þá endilega pósta því hér.
Með fyrir fram þökk.
HSM
Sælir.
Vandamálið með tölvuverzlanir í USA eru að þetta eru allt meira og minna orðnar stórverzlanir, svona BT style, þó svo að ég hiklaust verzli frekar við búðir eins og CompUSA eða BestBuy frekar en BT. Þær eru fínar til síns brúks...selja staka hluti eins og skrifara, harða diska osfrv oft á fínu verði þó svo að ég myndi kanski ekki kaupa tölvu af þeim. Þó hef ég keypt tvær ferðavélar þar fyrir fólk heima og virka þær vel..en þeir einstaklingar þurftu bara ódýran lappa til að skoða tölvupóstinn sinn.
Verzlanir í USA reyna að vera hagkvæmar og ódýrar og því eru ríkjandi tvennskonar form á þeim...stærri stórmarkaðir sbr, BestBuy og svo netverzlanir sem eru ódýrar í rekstri þar sem menn þurfa bara að halda úti einu vöruhúsi og netsíðu.
BestBuy er hægt að finna auðveldlega í downtown Boston og nágrenni. Það er ein í "íslendingamollinu" Galleria í Cambridge og önnur við Fenway neðanjarðarlestarstoppið og er auðvelt að komast í báðar með græńu neðanjarðarlestinni eða leigubíl. CompUSA er ekki alveg downtown heldur eru þær sem ég man eftir í næstu úthverfunum og þangað myndi ég mæla með að menn tækju leigubíl.
Og já svo er það Microcenter eins og hahallur benti á en ég hef reyndar ekki farið þangað en hún er í Cabridge ekki langt frá Gallería en í engu lappfæri.
Hinsvegar verzla ég langt mest sjálfur við Newegg. Hef ekki tölu á því hvað ég hef keypt mikið þar. Topp verzlun, mikið úrval á góðu verði. Afgreiðsla og sending klikkar aldrei. Svo eru náttúrulega til fleirri netverzlanir.
Varðandi það að senda á hótel að þá skiptir það þessi fyrirtæki engu hvert þau senda pakkana svo lengi sem þeir getað verifyað að sá sem borgi ætli að taka á móti pakkanum. Eina sem þeir þurfa til að senda er bara adressu og hótel hafa adressu eins og allt annað. Ég hef oft og mörgum sinnum látið senda mér hluti sem ég hef keypt á netinu á hótel sem ég hef gist á án nokkura vandræða. Ég myndi bara hafa samband við hótelið og láta þá vera inni í málinu þegar þú pantar svona til að baktryggja þig.
Eina hugsanlega vandamálið þitt með að verzla við netverzlanir í USA er að margar hverjar taka ekki við kreditkortum sem eru ekki Bandarísk.
Btw. Ég myndi ekki taka mark á öllu í listanum hans Rusty. Til að mynda þá myndi ég ekki kaupa tölvu í Target.....þar sem það er hliðstætt við að kaupa tölvu í Hagkaupum eða Nóatúni.