Spurning um að banna pólitískar umræður?

Hugmyndadeild, kvartanadeild og gleðideild

Viltu banna stjórnmálaumræður á spjallinu.

Já ég vil banna stjórnmálaumræður.
77
59%
Nei ég vill leyfa stjórnmálaumræður.
54
41%
 
Samtals atkvæði: 131

Skjámynd

kizi86
Vaktari
Póstar: 2273
Skráði sig: Lau 26. Sep 2009 18:08
Reputation: 181
Staða: Ótengdur

Re: Spurning um að banna pólitískar umræður?

Pósturaf kizi86 » Mán 24. Feb 2025 18:29

kemst ekki inn á stjórnmálaumræðuna, skrifa lykilorðið, en kemur rangt lykilorð.. prufaði að skipta um lykilorð, en sama kemur :/


ASRock B650E PG-ITX WiFi AMD Ryzen 9 7950X PowerColor "Red Devil" RX 7900 XTX 24GB G.Skill Trident Z5 RGB 32GB (2 x 16GB) DDR5-6000 stýrikerfi: wd black sn850x 2TB WD RED 4TB WD RED 4TB 65" LG B8 OLED TV

Skjámynd

worghal
Kóngur
Póstar: 6529
Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
Reputation: 525
Staðsetning: fyrir aftan þig
Staða: Ótengdur

Re: Spurning um að banna pólitískar umræður?

Pósturaf worghal » Mán 24. Feb 2025 18:30

kizi86 skrifaði:kemst ekki inn á stjórnmálaumræðuna, skrifa lykilorðið, en kemur rangt lykilorð.. prufaði að skipta um lykilorð, en sama kemur :/

Lykilorðið er Virðing en ekki þitt eigið lykilorð.


CPU: Intel Core i7 12700KF MB: Gigabyte Z690 Gaming X GPU: EVGA RTX 3080 FTW3 ULTRA 12Gb RAM: Corsair Vengeance RGB Pro 2x16Gb 3600Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Topping DX7s - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Corsair 4000D Airflow

Skjámynd

jericho
Geek
Póstar: 846
Skráði sig: Mið 21. Jan 2004 14:23
Reputation: 160
Staða: Ótengdur

Re: Spurning um að banna pólitískar umræður?

Pósturaf jericho » Mið 26. Feb 2025 11:21

Flott útfærsla. Hafa sérstakan flokk, sem birtist ekki í virkum umræðum. Óþarfi að hafa lykilorð IMHO, en virðing er samt besta lykilorðið sem hægt er að hafa :)



5600x | DH-15 | RTX 3070 FE | MSI B550m Pro-VDH | Samsung Evo 970 1TB | Corsair LPX 2x8GB | Seasonic Prime Fanless 600W | Fractal Meshify C | Asus ROG Swift PG279Q

Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 8112
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1298
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Spurning um að banna pólitískar umræður?

Pósturaf rapport » Mið 26. Feb 2025 12:06

jericho skrifaði:Flott útfærsla. Hafa sérstakan flokk, sem birtist ekki í virkum umræðum. Óþarfi að hafa lykilorð IMHO, en virðing er samt besta lykilorðið sem hægt er að hafa :)


Jamm. Þetta lykilorðaþrep er það eina sem er pirrandi við þetta



Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16867
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2219
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Spurning um að banna pólitískar umræður?

Pósturaf GuðjónR » Mið 26. Feb 2025 12:20

rapport skrifaði:
jericho skrifaði:Flott útfærsla. Hafa sérstakan flokk, sem birtist ekki í virkum umræðum. Óþarfi að hafa lykilorð IMHO, en virðing er samt besta lykilorðið sem hægt er að hafa :)


Jamm. Þetta lykilorðaþrep er það eina sem er pirrandi við þetta

Ég skal eyða því!




mikkimás
Tölvutryllir
Póstar: 611
Skráði sig: Mán 03. Feb 2014 18:02
Reputation: 123
Staða: Ótengdur

Re: Spurning um að banna pólitískar umræður?

Pósturaf mikkimás » Mið 26. Feb 2025 16:34

rostungurinn77 skrifaði:Málefnin eru ennþá til.

http://www.malefnin.com

Súr að vanda vænti ég.


Trumpistarnir eyðilögðu Málefnin.

Vonandi fer Vaktin ekki sömu leið.



Skjámynd

Templar
/dev/null
Póstar: 1405
Skráði sig: Fös 30. Sep 2011 11:54
Reputation: 451
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Re: Spurning um að banna pólitískar umræður?

Pósturaf Templar » Mið 26. Feb 2025 21:19

mikkimás skrifaði:
rostungurinn77 skrifaði:Málefnin eru ennþá til.

http://www.malefnin.com

Súr að vanda vænti ég.


Trumpistarnir eyðilögðu Málefnin.

Vonandi fer Vaktin ekki sömu leið.

Nei, það eru engir Trumpistar hérna, það eru hins vegar haugur af öfga vinstra vók fólki sem trúir því að þeir sem eru ekki sammála því séu allir fasistar og sem þykist elska lýðræðið svo mikið þar til að fólk kýs ekki eins og það og þá er allt að lýðræðinu. Ekkert nema yfirborð og frasar.


--
|| Core Ultra 9 - Z890 - DDR8800 - 5090 - ||


Orri
vélbúnaðarpervert
Póstar: 949
Skráði sig: Fim 11. Okt 2007 17:17
Reputation: 183
Staða: Ótengdur

Re: Spurning um að banna pólitískar umræður?

Pósturaf Orri » Mið 26. Feb 2025 22:26

Templar skrifaði:Nei, það eru engir Trumpistar hérna, það eru hins vegar haugur af öfga vinstra vók fólki sem trúir því að þeir sem eru ekki sammála því séu allir fasistar og sem þykist elska lýðræðið svo mikið þar til að fólk kýs ekki eins og það og þá er allt að lýðræðinu. Ekkert nema yfirborð og frasar.

Jæja, annað skiptið í þessum þræði þar sem Templar hendir í akkúrat týpuna af skítakommentum sem þessi þráður (og nýji undirflokkurinn) var gerður til að losna við af forsíðunni.

Spurning hvort Guðjón eða aðrir stjórnendur fari að gefa fólki aðvaranir fyrir að stunda svona utan nýja undirflokksins?

Ekki það, það væri líka bara frábært ef menn gætu þroskast upp úr svona athugasemdum, ótrúlegt alveg hreint.



Skjámynd

Henjo
Geek
Póstar: 842
Skráði sig: Mán 15. Júl 2013 03:44
Reputation: 319
Staða: Ótengdur

Re: Spurning um að banna pólitískar umræður?

Pósturaf Henjo » Fim 27. Feb 2025 02:02

Templar skrifaði:
mikkimás skrifaði:
rostungurinn77 skrifaði:Málefnin eru ennþá til.

http://www.malefnin.com

Súr að vanda vænti ég.


Trumpistarnir eyðilögðu Málefnin.

Vonandi fer Vaktin ekki sömu leið.

Nei, það eru engir Trumpistar hérna, það eru hins vegar haugur af öfga vinstra vók fólki sem trúir því að þeir sem eru ekki sammála því séu allir fasistar og sem þykist elska lýðræðið svo mikið þar til að fólk kýs ekki eins og það og þá er allt að lýðræðinu. Ekkert nema yfirborð og frasar.


En og aftur langar mig að spyrja þig, er þetta eitthverskonar satíra hjá þér? Þessar öfga vinstri skoðanir eru skoðanir sem teljast nokkuð eðlilegar og algengar á íslandi. Meðan MAGA/MEGA maður eins og þú sjálfur myndi flokkast sem öfga hægri.
Síðast breytt af Henjo á Fim 27. Feb 2025 02:03, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 8112
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1298
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Spurning um að banna pólitískar umræður?

Pósturaf rapport » Fim 27. Feb 2025 08:57

Templar skrifaði:Nei, það eru engir Trumpistar hérna, það eru hins vegar haugur af öfga vinstra vók fólki sem trúir því að þeir sem eru ekki sammála því séu allir fasistar og sem þykist elska lýðræðið svo mikið þar til að fólk kýs ekki eins og það og þá er allt að lýðræðinu. Ekkert nema yfirborð og frasar.


Ef þú ert ekki Trumpisti, hvað ertu þá?

Kannski woke spurning.... en hvernig skilgreinir þú þig?



Skjámynd

Templar
/dev/null
Póstar: 1405
Skráði sig: Fös 30. Sep 2011 11:54
Reputation: 451
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Re: Spurning um að banna pólitískar umræður?

Pósturaf Templar » Fim 27. Feb 2025 09:55

Orri skrifaði:
Templar skrifaði:Nei, það eru engir Trumpistar hérna, það eru hins vegar haugur af öfga vinstra vók fólki sem trúir því að þeir sem eru ekki sammála því séu allir fasistar og sem þykist elska lýðræðið svo mikið þar til að fólk kýs ekki eins og það og þá er allt að lýðræðinu. Ekkert nema yfirborð og frasar.

Jæja, annað skiptið í þessum þræði þar sem Templar hendir í akkúrat týpuna af skítakommentum sem þessi þráður (og nýji undirflokkurinn) var gerður til að losna við af forsíðunni.

Spurning hvort Guðjón eða aðrir stjórnendur fari að gefa fólki aðvaranir fyrir að stunda svona utan nýja undirflokksins?

Ekki það, það væri líka bara frábært ef menn gætu þroskast upp úr svona athugasemdum, ótrúlegt alveg hreint.

Þetta er einfaldlega mín greining og hún er skoðun rétt eins og þín en þú þolir ekki mína skoðun því hún er andstæð þinni. Svona er lýðræðið og svona er málfrelsið, þú hittir fólk með aðra skoðun. Allt tal um Trumpista endalaust, skítakomment og fasmsima eru engin rök fyrir einu né neinu heldur kvörtun um að einhver annar hafi aðra skoðun.
Þið þolið hvorki málfrelsi né lýðræðið...


--
|| Core Ultra 9 - Z890 - DDR8800 - 5090 - ||


Cepheuz
Nýliði
Póstar: 22
Skráði sig: Sun 09. Apr 2017 21:37
Reputation: 9
Staða: Ótengdur

Re: Spurning um að banna pólitískar umræður?

Pósturaf Cepheuz » Fim 27. Feb 2025 10:34

If it quacks like a duck..




Orri
vélbúnaðarpervert
Póstar: 949
Skráði sig: Fim 11. Okt 2007 17:17
Reputation: 183
Staða: Ótengdur

Re: Spurning um að banna pólitískar umræður?

Pósturaf Orri » Fim 27. Feb 2025 11:26

Templar skrifaði:
Orri skrifaði:
Templar skrifaði:Nei, það eru engir Trumpistar hérna, það eru hins vegar haugur af öfga vinstra vók fólki sem trúir því að þeir sem eru ekki sammála því séu allir fasistar og sem þykist elska lýðræðið svo mikið þar til að fólk kýs ekki eins og það og þá er allt að lýðræðinu. Ekkert nema yfirborð og frasar.

Jæja, annað skiptið í þessum þræði þar sem Templar hendir í akkúrat týpuna af skítakommentum sem þessi þráður (og nýji undirflokkurinn) var gerður til að losna við af forsíðunni.

Spurning hvort Guðjón eða aðrir stjórnendur fari að gefa fólki aðvaranir fyrir að stunda svona utan nýja undirflokksins?

Ekki það, það væri líka bara frábært ef menn gætu þroskast upp úr svona athugasemdum, ótrúlegt alveg hreint.

Þetta er einfaldlega mín greining og hún er skoðun rétt eins og þín en þú þolir ekki mína skoðun því hún er andstæð þinni. Svona er lýðræðið og svona er málfrelsið, þú hittir fólk með aðra skoðun. Allt tal um Trumpista endalaust, skítakomment og fasmsima eru engin rök fyrir einu né neinu heldur kvörtun um að einhver annar hafi aðra skoðun.
Þið þolið hvorki málfrelsi né lýðræðið...

Ég tók akkúrat enga afstöðu gagnvart pólitík í þessum þræði né athugasemd, og ég bið þig að vera ekki að leggja mér orð í munn né gera mér upp skoðannir.

Nú veit ég ekki hvort þú sért viljandi að trolla eða hafir hreinlega ekki lesið upphafsinnleggið frá Guðjóni eða umræðuna yfirhöfuð, en hún snýst akkúrat um að "umræður enda alltaf í hnífakasti og leiðindum", og hvort pólitískum umræðum væri ekki betur varið í lokuðum undirflokki. Hvað gerir þú þá? Mætir með hnífakast og leiðindi, og reynir að fela þig bakvið málfrelsi og lýðræði þegar einhver kallar þig út á það.

Gerum betur.