Gúrú skrifaði:Ég er ekki stoltur af fallega tungumálinu mínu, ég óska þess að ég hefði fæðst á Íslandi sem talar frönsku, spænsku eða þýsku, en það er bara ég.
LANDRÁÐAMAÐUR!
Gúrú skrifaði:Ég er ekki stoltur af fallega tungumálinu mínu, ég óska þess að ég hefði fæðst á Íslandi sem talar frönsku, spænsku eða þýsku, en það er bara ég.
Jim skrifaði:Afnám þessarar reglu yrði skref aftur á bak. Því miður er íslenskan að þynnast út og almenn íslenskukunnátta hefur aldrei verið verri en í dag. Þetta er íslenskt spjallborð, á Íslandi tölum við íslensku. Þeir fáu útlendingar sem að flykkjast hingað til lands ættu að gera sitt allra besta til að læra tungumálið og kynnast menningunni, annars geta þeir alveg eins verið heima hjá sér... eða á barnalandi.
KristinnK skrifaði:Ég er hlynntur þessari reglu. Þetta er íslensk síða, og ég vil að hún sé á íslensku. Það eru til nóg af spjallsíðum á netinu á ensku fyrir þá sem sækjast eftir því.
topas skrifaði:Ef þessi regla stendur er þá bannað að segja "browser" eða er það undantekning sem stjórnendur ákveða?
Það er til Islenskt orð fyrir browser, á þá ekki að nota það?
Má nota BSOD? Má nota PSU?
Verður enska bönnuð eða munu stjórnendur ákveða hvaða orð er í lagi að nota og taka ákvörðun jafnóðum og þræðir berast??? Mun skap stjórnenda hafa eitthvað að segja og jafnvel hver segir það?
Væri þessi þráður bannaður vegna þess að ég hefði átt að segja "má nota enska orðið yfir vafra"?
Af hverju er þráðum ekki læst þegar psu er notað? Er ekki alveg hægt að skrifa aflgjafi?
Toppar það ekki samt allt að vera að tala um reglu sem bannar ensku og segjast hafa "moddað" regluna???
Halli13 skrifaði:topas skrifaði:Ef þessi regla stendur er þá bannað að segja "browser" eða er það undantekning sem stjórnendur ákveða?
Það er til Islenskt orð fyrir browser, á þá ekki að nota það?
Má nota BSOD? Má nota PSU?
Verður enska bönnuð eða munu stjórnendur ákveða hvaða orð er í lagi að nota og taka ákvörðun jafnóðum og þræðir berast??? Mun skap stjórnenda hafa eitthvað að segja og jafnvel hver segir það?
Væri þessi þráður bannaður vegna þess að ég hefði átt að segja "má nota enska orðið yfir vafra"?
Af hverju er þráðum ekki læst þegar psu er notað? Er ekki alveg hægt að skrifa aflgjafi?
Toppar það ekki samt allt að vera að tala um reglu sem bannar ensku og segjast hafa "moddað" regluna???
Geturu ekki snúið aðeins meira útúr?
Er verið að tala um að allur posturinn er á ensku ekki eitt og eitt orð.
topas skrifaði:Ef þessi regla stendur er þá bannað að segja "browser" eða er það undantekning sem stjórnendur ákveða?
Það er til Islenskt orð fyrir browser, á þá ekki að nota það?
Má nota BSOD? Má nota PSU?
Verður enska bönnuð eða munu stjórnendur ákveða hvaða orð er í lagi að nota og taka ákvörðun jafnóðum og þræðir berast??? Mun skap stjórnenda hafa eitthvað að segja og jafnvel hver segir það?
Væri þessi þráður bannaður vegna þess að ég hefði átt að segja "má nota enska orðið yfir vafra"?
Af hverju er þráðum ekki læst þegar psu er notað? Er ekki alveg hægt að skrifa aflgjafi?
Toppar það ekki samt allt að vera að tala um reglu sem bannar ensku og segjast hafa "moddað" regluna???
beggi90 skrifaði:topas skrifaði:Ef þessi regla stendur er þá bannað að segja "browser" eða er það undantekning sem stjórnendur ákveða?
Það er til Islenskt orð fyrir browser, á þá ekki að nota það?
Má nota BSOD? Má nota PSU?
Verður enska bönnuð eða munu stjórnendur ákveða hvaða orð er í lagi að nota og taka ákvörðun jafnóðum og þræðir berast??? Mun skap stjórnenda hafa eitthvað að segja og jafnvel hver segir það?
Væri þessi þráður bannaður vegna þess að ég hefði átt að segja "má nota enska orðið yfir vafra"?
Af hverju er þráðum ekki læst þegar psu er notað? Er ekki alveg hægt að skrifa aflgjafi?
Toppar það ekki samt allt að vera að tala um reglu sem bannar ensku og segjast hafa "moddað" regluna???
Óþarfi að missa sig í ýkjum og vitleysu.
Held þú gerir þér fulla grein fyrir því að hér muni styttingar yfir tölvuhluti og einstaka ensk orð aldrei verða bönnuð.
Ég skildi þetta sem heilu þræðina á ensku, sem kannski er óþarfi að banna mín skoðun hefur komið fyrr í þræðinum og ég nenni ekki að tala í hringi.
FriðrikH skrifaði:Mér finnst þetta einmitt góð spurning frá topas. Ein af rökunum fyrir því að hafa þessa reglu var sú að það ef það væri byrjað að tala ensku á spjallborðum eins og þessu þá væri það "slippery slope" sem hefði neikvæð áhrif á tungumálið okkar sem mundi þá "skemmast". Slettur hafa miklu meiri áhrif á íslenskuna heldur en einhver sem talar bara alveg annað tungumál. Slettur og tökuorð eru einmitt það sem eru að "skemma" tungumálið okkar, ekki fólk sem talar erlend mál.
Ef að tilgangurinn með þessari reglu er að vernda íslenska tungu þá er mun nærtækara að taka fast á slettum í stað þess að banna bara þá sem senda inn þræði sem eru 100% útlenskir.
dori skrifaði:FriðrikH skrifaði:Mér finnst þetta einmitt góð spurning frá topas. Ein af rökunum fyrir því að hafa þessa reglu var sú að það ef það væri byrjað að tala ensku á spjallborðum eins og þessu þá væri það "slippery slope" sem hefði neikvæð áhrif á tungumálið okkar sem mundi þá "skemmast". Slettur hafa miklu meiri áhrif á íslenskuna heldur en einhver sem talar bara alveg annað tungumál. Slettur og tökuorð eru einmitt það sem eru að "skemma" tungumálið okkar, ekki fólk sem talar erlend mál.
Ef að tilgangurinn með þessari reglu er að vernda íslenska tungu þá er mun nærtækara að taka fast á slettum í stað þess að banna bara þá sem senda inn þræði sem eru 100% útlenskir.
Þið eruð merkilega vitlausir. Vissuð þið það?