Eru verðlöggur góðar löggur?

Hugmyndadeild, kvartanadeild og gleðideild

Viltu hafa verðlöggur á Vaktin.is

Já ég vil verðlöggur
143
82%
Nei ég vil ekki verðlöggur
32
18%
 
Samtals atkvæði: 175

Skjámynd

gardar
Besserwisser
Póstar: 3111
Skráði sig: Mán 11. Ágú 2008 02:49
Reputation: 12
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Eru verðlöggur góðar löggur?

Pósturaf gardar » Sun 02. Nóv 2014 23:36

verðlöggur eru fínar ef maður er kaupandi, ekki seljandi :lol:




Diddmaster
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 357
Skráði sig: Fös 19. Júl 2013 20:55
Reputation: 71
Staðsetning: Reykjanesbæ
Staða: Ótengdur

Re: Eru verðlöggur góðar löggur?

Pósturaf Diddmaster » Sun 02. Nóv 2014 23:37

gardar skrifaði:verðlöggur eru fínar ef maður er kaupandi, ekki seljandi :lol:


þegar ég var seljandi fanst mér gott að vita af verðlöggum


Asus Z390-A Prime i7 9700k CPU Thermaltake 3.0 Extreme Corsair 16GB (2x8) 3000MHz CL15 500 GB Samsung 970 EVO Plus m.2 palit 2080 super seasonic 760w 80+ platinum

Skjámynd

Hrotti
Geek
Póstar: 835
Skráði sig: Mán 22. Mar 2010 20:05
Reputation: 145
Staðsetning: Reykjanesbær
Staða: Ótengdur

Re: Eru verðlöggur góðar löggur?

Pósturaf Hrotti » Sun 02. Nóv 2014 23:54

Diddmaster skrifaði:
gardar skrifaði:verðlöggur eru fínar ef maður er kaupandi, ekki seljandi :lol:


þegar ég var seljandi fanst mér gott að vita af verðlöggum



Sammála, ég hef nokkrum sinnum verið að selja eitthvað sem að ég hef ekki hugmynd um hvað á að kosta.


Verðlöggur alltaf velkomnar.

Skjámynd

Stuffz
/dev/null
Póstar: 1339
Skráði sig: Lau 11. Mar 2006 18:39
Reputation: 100
Staðsetning: 109 Rvk
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Eru verðlöggur góðar löggur?

Pósturaf Stuffz » Mán 03. Nóv 2014 00:11

Ef þetta er til góðs fyrir neytendur.
þá gott að það séu strangar kröfur.

ég allavegana finnst maður geta gengið að því nokkuð vísu að enginn kemst auðveldlega upp með að höslar annan á vaktinni, svo það má líta á það sem nokkurnskonar gæðastimpil.

enda bendi ég fólki sem t.d. vantar íhluti og annað á sanngjörnu verði stundum á að líta hingað inn.


Intel NUC Hades Canyon 8Tb NVME +8Tb SSD +80Tb HDD, Nvidia Shield Android TV, Xbox Series X, Xiaomi 4K Projector
CAMS: Insta360 X3, X4, FLOW, GO, ACE Pro, Skydio 2. Rafskjótar: E-20, KS-16S, KS-S22, EB Commander
Búnaður: Lazyrolling Armored Jacket, Alpha Motorsport-pants, TSG Pass Pro, Fox Proframe
187 KP Wrist Guards, Leatt Dual-Axis, Kinetic DL EUC Shoes, P65 BOBLBEE Backpack

Skjámynd

HalistaX
Vaktari
Póstar: 2534
Skráði sig: Fim 01. Júl 2010 13:16
Reputation: 379
Staðsetning: 800
Staða: Ótengdur

Re: Eru verðlöggur góðar löggur?

Pósturaf HalistaX » Mán 03. Nóv 2014 00:58

gardar skrifaði:verðlöggur eru fínar ef maður er kaupandi, ekki seljandi :lol:

Satt

Annars fynnst mér þetta svosem allt í lagi svo lengi sem þær geta sleppt því að vera með argasta dónaskap og skít þegar þær eru að verðlöggast.


Hvaaa, ekki er ég eini skemmtilegi gaurinn hérna inná??? Heyrðu, nei! Ég fann annan! Meikiði að tala um eh tölvudrasl frekar? Mig langar meira að spá í því akkúrat núna.
Edrú síðan 4. Apríl 2021 - Still a Joker, even tho I'm sober...

Skjámynd

Tiger
Besserwisser
Póstar: 3849
Skráði sig: Sun 16. Mar 2003 13:22
Reputation: 265
Staða: Ótengdur

Re: Eru verðlöggur góðar löggur?

Pósturaf Tiger » Mán 03. Nóv 2014 01:16

Það er ástæða fyrir því að stærstu tölvuspjall síðunar eru löngu búnar að banna þetta og mikið lifandi skelfing er miklu skemmtilegra að skoða söluþræði á þeim en hérna ..... Vonandi þroskast vaktin einn daginn eins og hinar síðunar.



Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3606
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Eru verðlöggur góðar löggur?

Pósturaf dori » Mán 03. Nóv 2014 02:32

Þetta er oft alltof gróft hérna en mér finnst gott að þetta er hérna í einhverjum mæli. Það að sjá notendurna sem koma inná spjallið að spá í uppfærslu á tölvu sem þeir keyptu á bland fyrir 2x of mikinn pening finnst mér nógu góð sönnun fyrir því að "frjáls markaður" myndi ekki virka eins og kiddi vill meina (í innleggi á fyrstu síðu, þessi þráður fór í algjöra steypu fljótlega eftir það). Þó svo að allir hérna séu áhugafólk um tölvur er ekki þar með sagt að allir sem stundi þetta spjallborð séu vel inní því hvað er "eðlilegt verð" þannig að það er gott að geta sagt við einhvern sem er með eitthvað sem hann vill bara losa sig við án þess að vita hvað er endilega raunhæft verð eða einhvern sem vantar [X] að kíkja bara á vaktina því að þar séu yfirleitt einhverjir sem hafa verðhugmyndir, þó svo þeir séu ekki að fara að kaupa hlutinn, og láta vita ef eitthvað verð er sjúklega óraunhæft.

Að því sögðu ætti að vera eitthvað guideline, allur dónaskapur bannaður (í báðar áttir, augljóslega) og grimmar aðvaranir eins og stjórnendum sýnist ef fólk fer aðeins framúr sér.



Skjámynd

snaeji
Tölvutryllir
Póstar: 614
Skráði sig: Fös 05. Mar 2010 01:39
Reputation: 27
Staða: Ótengdur

Re: Eru verðlöggur góðar löggur?

Pósturaf snaeji » Mán 03. Nóv 2014 03:43

Matrix er oft dónalegur og mætti vanda orð sín töluvert betur.
En þó er mjög skiljanlegt að hann hafi ekki tekið vel í skilaboð
óskandi eftir gsm númeri með engri útskýringu sérstaklega í ljósi þess að hann hefur verið að fara í fínustu taugar á einhverjum.

Mér finnst við þurfa þetta gullna jafnvægi milli þess að fólk sé að stórgræða á heimsku annara og árása verðlögga.

Væri ekki réttast að setja bara fram ákveðnar siðareglur fyrir verðlöggur ?

Gætum jafnvel búið til lítið skjal sem þeir gætu fyllt út og póstað á þráð viðkomandi með verðmati :lol:



Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6799
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 940
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Eru verðlöggur góðar löggur?

Pósturaf Viktor » Mán 03. Nóv 2014 04:14

Það að fullyrða að það fáist 60% af uppsettu verði er frekar gróft, það hefði mátt orða þetta betur.

Sambærilegur örgjörvi kostar nýr um 40-50þ., ný sambærileg minni í kringum 50þ. og svo móðurborð líklega í kringum 20-30þ.


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB

Skjámynd

Nariur
Of mikill frítími
Póstar: 1860
Skráði sig: Sun 08. Jún 2008 01:18
Reputation: 219
Staða: Ótengdur

Re: Eru verðlöggur góðar löggur?

Pósturaf Nariur » Mán 03. Nóv 2014 05:52

Matrox:

Mynd


AMD Ryzen 9 5950X | Noctua NH-D15 | Nvidia Geforce RTX 3080Ti HOF | MSI MAG X570 Tomahawk | 32GB Corsair Vengeance RGB 3600MHz DDR4 | Corsair RM1000i | Samsung 950 Pro 512GB| Fractal Define R5 | LG CX 48" OLED


Framed
Nörd
Póstar: 133
Skráði sig: Fös 28. Nóv 2003 02:54
Reputation: 11
Staða: Ótengdur

Re: Eru verðlöggur góðar löggur?

Pósturaf Framed » Mán 03. Nóv 2014 06:48

Ég tel verðlöggur vera af hinu góða. Þær halda seljendum á tánum og ýta undir eðlilega verðlagningu á notuðum hlutum.

Hitt er annað mál að ég tek undir með öðrum hér að verðlöggur þurfa að passa upp á að gagnrýni þeirra sé sett fram á málefnalegan hátt, laus við allan dónaskap og stæla.

Mér finnst það hins vegar vera mun alvarlegri hlutur að einn af stjórnendum þessa vefs skuli leyfa sér að koma vini sínum til hjálpar í krafti valds síns á þann hátt sem komið hefur fram í þessum þræði. Það má vel vera að ástæðan sem kiddi gefur upp, að þetta hafi bara verið kornið sem fyllti mælinn, sé rétt en tengingin þarna á milli gjaldfellir þessi viðbrögð algjörlega. Þetta er nákvæmlega sama og að þrátt fyrir að meirihluti lögmanna og embættismanna myndu vinna tiltekið verkefni af fullum heilindum þrátt fyrir tengsl við einhvern hlutaðeigandi aðila þá verður alltaf þessi vafi til staðar ef tengslin eru til. Þetta er grunnurinn að lögum og reglum um vanhæfni.

Þessi framkoma hjá madda fellur í sama flokk og gaurinn sem spyr "veistu hver ég er?" eða segir "ég læt reka þig ef þú hlýðir ekki af því ég þekki eigandann" þegar honum mislíkar einhver þjónusta og viðbrögð kidda eru þau sömu og eigandinn sem rekur starfsmanninn fyrir að hafa móðgað vininn.

Persónulega er þetta framkoma sem líð ekki í kringum mig og hef ég gengið úr starfi vegna svona mála. Ég hef sömuleiðis hætt viðskiptum við fyrirtæki vegna slíks.

Þetta er valdhroki af verstu gerð og virðing mín fyrir stjórnendum vefsins hrundi við að lesa þennan þráð.



Skjámynd

trausti164
Geek
Póstar: 854
Skráði sig: Lau 13. Okt 2012 23:43
Reputation: 4
Staðsetning: 271 Mosfellssveit
Staða: Ótengdur

Re: Eru verðlöggur góðar löggur?

Pósturaf trausti164 » Mán 03. Nóv 2014 06:55

Ég vildi að allar löggur væru verðlöggur.


Ryzen 5 2600x - Gtx 1060 6GB - Asus B350M TUF - 8GB Corsair Vengeance 2133Mhz DDR4 - Corsair CX550W

Skjámynd

kiddi
Stjórnandi
Póstar: 1198
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 03:55
Reputation: 255
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Eru verðlöggur góðar löggur?

Pósturaf kiddi » Mán 03. Nóv 2014 08:15

Framed skrifaði:Mér finnst það hins vegar vera mun alvarlegri hlutur að einn af stjórnendum þessa vefs skuli leyfa sér að koma vini sínum til hjálpar í krafti valds síns á þann hátt sem komið hefur fram í þessum þræði. Það má vel vera að ástæðan sem kiddi gefur upp, að þetta hafi bara verið kornið sem fyllti mælinn, sé rétt en tengingin þarna á milli gjaldfellir þessi viðbrögð algjörlega. Þetta er nákvæmlega sama og að þrátt fyrir að meirihluti lögmanna og embættismanna myndu vinna tiltekið verkefni af fullum heilindum þrátt fyrir tengsl við einhvern hlutaðeigandi aðila þá verður alltaf þessi vafi til staðar ef tengslin eru til. Þetta er grunnurinn að lögum og reglum um vanhæfni.

Þetta er valdhroki af verstu gerð og virðing mín fyrir stjórnendum vefsins hrundi við að lesa þennan þráð.


Þetta finnst mér eiginlega pínu fúlt að lesa, því ég hef aldrei hótað neinni valdbeitingu og hef talið mig vera nógu málefnalegan fram að þessu að notendur þyrftu ekkert að óttast :( Það er líka fúlt að sú staðreynd að ég sé stjórnandi sé að rýra umræðuna því í mínu hjarta ætti það ekki að skipta neinu máli, því ætla ég að biðja Guðjón að gera mig að venjulegum notanda því ég hef ekkert við stjórnendavöldin að gera, enda stóð aldrei til að nota þau. Þið munið ekki sjá mig hoppa í stjórnendastöðu aftur í framtíðinni, því eins og ég segi - hef ekkert við þau að gera. Ég get alveg rökrætt þó ég sé ekki stjórnandi 8-) (Ég reyndi að lækka sjálfan mig í tign en það gekk eitthvað illa, kann þetta ekki lengur ](*,) )

En þetta með að gera siðareglur fyrir verðlöggur er fínasta hugmynd, þó mér finnist verðlöggur sem slíkar eiga engan rétt á sér í dag og vera gjörsamlega út í hött.

Hér eru nokkrar hugmyndir að reglum:

1) Ef þú ætlar að skipta þér af söluverði þá skaltu rökstyðja þína gagnrýni, t.d. með því að vísa í verð á sambærilegum vörum og sýna fram á hvers vegna þér þykir verðið of hátt.
2) Vertu kurteis og sýndu virðingu, það á enginn skilið að mæta dónaskap og hroka að ástæðulausu.
3) Ekki gagnrýna nema verðið sem er verið að setja fram sé að minnsta kosti t.d. X prósentum hærra en það sem þér þykir eðlilegt.

Þetta með þriðju regluna er t.d. það að mér finnst ömurlegt að menn séu að drulla yfir verð sem er þó ekki nema 30% yfir gangverði, það verða að vera einhver skekkjumörk. Sá sem gagnrýnir verð hefur endilega ekki alltaf rétt fyrir sér.



Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16573
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2137
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Eru verðlöggur góðar löggur?

Pósturaf GuðjónR » Mán 03. Nóv 2014 09:29

Framed skrifaði:Ég tel verðlöggur vera af hinu góða. Þær halda seljendum á tánum og ýta undir eðlilega verðlagningu á notuðum hlutum.

Hitt er annað mál að ég tek undir með öðrum hér að verðlöggur þurfa að passa upp á að gagnrýni þeirra sé sett fram á málefnalegan hátt, laus við allan dónaskap og stæla.

Sammála.
Framed skrifaði:Mér finnst það hins vegar vera mun alvarlegri hlutur að einn af stjórnendum þessa vefs skuli leyfa sér að koma vini sínum til hjálpar í krafti valds síns á þann hátt sem komið hefur fram í þessum þræði. Það má vel vera að ástæðan sem kiddi gefur upp, að þetta hafi bara verið kornið sem fyllti mælinn, sé rétt en tengingin þarna á milli gjaldfellir þessi viðbrögð algjörlega. Þetta er nákvæmlega sama og að þrátt fyrir að meirihluti lögmanna og embættismanna myndu vinna tiltekið verkefni af fullum heilindum þrátt fyrir tengsl við einhvern hlutaðeigandi aðila þá verður alltaf þessi vafi til staðar ef tengslin eru til. Þetta er grunnurinn að lögum og reglum um vanhæfni.

Þessi framkoma hjá madda fellur í sama flokk og gaurinn sem spyr "veistu hver ég er?" eða segir "ég læt reka þig ef þú hlýðir ekki af því ég þekki eigandann" þegar honum mislíkar einhver þjónusta og viðbrögð kidda eru þau sömu og eigandinn sem rekur starfsmanninn fyrir að hafa móðgað vininn.

Persónulega er þetta framkoma sem líð ekki í kringum mig og hef ég gengið úr starfi vegna svona mála. Ég hef sömuleiðis hætt viðskiptum við fyrirtæki vegna slíks.

Þetta er valdhroki af verstu gerð og virðing mín fyrir stjórnendum vefsins hrundi við að lesa þennan þráð.


Skil hvað þú ert að fara og skiljanlegt að þetta líti svona út, en þetta var ekki alveg svona eins og þú upplifir það, ég veit það af því að ég lenti svolítið á milli þarna og ætla ekki nánar út í það. Þegar öllu var á botnin hvolft þá var það ég sem startaði þræðinum til að kanna hug ykkar á verðlöggum en ekki kiddi.

Kiddi hefur ekki notað admin réttindin sín í 6 eða 7 ár, hann hefur engu að síður haft þau þar sem hann er einn af þeim sem stofnaði vefinn árið 2002. Hann hefur samt fylgst með umræðunni hérna gegnum tíðina og oftar en einu sinni og oftar en tvisvar haft orð á því við mig að honum finnist verðlöggurnar oft fara hamförum hérna, þá hefur dónaskapur þeirra og hroki farið mest í taugarnar á honum.
Til þess að sýna fram á að þetta snýst ekki um valdhroka og vinagreiða þá hef ég orðið við þeirri beiðni hans kidda að taka af honum stjórnendaréttindin.
Vona að það taki af allan vafa um að Vaktin snýst ekki um hagsmuni fárra heldur heildarinnar eins og við höfum frá degi eitt undanfarin 12 ár reynt að hafa að leiðarljósi okkar.




maddi
Fiktari
Póstar: 85
Skráði sig: Þri 15. Des 2009 18:20
Reputation: 5
Staða: Ótengdur

Re: Eru verðlöggur góðar löggur?

Pósturaf maddi » Mán 03. Nóv 2014 17:10

Hæ.

- Kiddi, er mesti diplomati sem ég þekki, og það er algjört svekkelsi að sjá einhvern óhróður um hann hérna, að hann sé að hilla vini sínum og eitthvað slíkt, því hann hefur ekki farið fram á eitt né neitt.

Ég ræddi við Kidda í gær, eftir að hafa staðið í því að fá á mig dónaskap frá Matrox í einkapósti, sem endaði á því að hann sagðist ætla að "klaga mig, of fá bann á mig", -

Ég spurði um hvort hann væri ennþá virkur sem stjórnandi, og hvort hann þekkti eitthvað til Matrox eða hver það væri. - Hann sagðist kannast við kauða, sagði að Matrox væri yfirleitt ókurteis og í kjölfarið spurði ég Kidda af því hvað svona sjálfskipaðar verðlöggur gengi til yfir höfuð, til hvers væru þær. . Hann sagði við mig ætla að ræða við stjórnendur sem eru virkir, því hann væri öllu jöfnu hættur að skipta sér að vefnum, og varpa upp bolta sem snéri almennt að verðlöggu hugmyndafræðinni. Það var svo gert á vefnum, - Hann tók hvergi fram mitt nafn, eða að hann væri að fara fram á eitt né neitt, heldur óskaði eftir umræðu um málefnið.

Svo í guðana bænum hættið að skíta yfir Kidda. - Það skal hins vegar engan undra, að þegar menn koma fram með dónaskap og dylgjur, eins og Matrox gerði sannarlega hér á opnum þræði, - að þeir sem fynnst slíkt vera óviðeigandi, taki viðkomandi á teppið, - og það er það sem málið snýst um hér, - Matrox hefur verið í þessum samskiptum einstaklega dónalegur, og það er bæði ólíðandi samskiptamáti, og þessu spjalli til minkunar að slíkt viðhafist án þess að nokkuð sé gripið inn í slík samskipti.

kv.Marteinn.




Diddmaster
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 357
Skráði sig: Fös 19. Júl 2013 20:55
Reputation: 71
Staðsetning: Reykjanesbæ
Staða: Ótengdur

Re: Eru verðlöggur góðar löggur?

Pósturaf Diddmaster » Mán 03. Nóv 2014 18:07

Mér fynst asnalegt að það sé í lagji að maður nemdur A megi ekki lýsa sinni skoðun á manni nemdum B ef að maður nemdur D megi lýsa sinni skoðun á manni C það er bara hægt að breita sér sjálfum ekki öðrum strúkjið kviðinn og elskið friðinn


Asus Z390-A Prime i7 9700k CPU Thermaltake 3.0 Extreme Corsair 16GB (2x8) 3000MHz CL15 500 GB Samsung 970 EVO Plus m.2 palit 2080 super seasonic 760w 80+ platinum


biturk
Kóngur
Póstar: 4431
Skráði sig: Mið 01. Apr 2009 17:08
Reputation: 6
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Eru verðlöggur góðar löggur?

Pósturaf biturk » Mán 03. Nóv 2014 19:44

Verðlöggur eru nauðsymlegar

Ef menn setja mikið meira verð til að fá prútt til að fá rétt verð er eitthvað að, mun einfaldara að setja sanngjarnt verð og selja án prútts eða að þenn bjóði upp....allavega gengur það mjög vel hjá flestum.

Ég bæði kaupi og sel mikið, bæði hluti og þjónustu og aldrei er ég í vandræðul nema helst af því að ég bý fyrir norðan og þar er markaður minni því sendingarkostnaður er hár innanlands fyrir þunga og stóra hluti

Ég vona einn daginn að menn fari að þroskast í söluumræðum og þráðum og biðji uþ sanngjarnt verð en ekki alltof hátt og vona í hálfa höndina að finna einhvern sem veit ekki betur og í hina til vara að einhver prútti niður svona smá


Ég hvet menn til að prófa að auglÿsa sanngjarnt og sleppa öllu prútt rugli, það er fljótlegra, sanngjarna, eðlilegra og heiðarlegra fyrir alla aðila að málum....ef menn bjóða minna þá er bara hægt að segja nei takk og benda kurteisislega á að uppsett verð sé sanngjarnt miðað við nývirði

Muna svo gott fólk að það kostar ekkert að sýna kurteisi....bæði verðlöggur, seljendur og kaupendur


Kv Gunnar Þórólfsson


ef ég spyr spurninga vil ég fá það í þráðinn EKKI í pm!! pm með hótunum, svör við spurningum og fleiru eru án tafar birt í viðeigandi þráð.
Sýnum skynsemi og skrifum undir á móti esb tíma og peningasóun, farðu á www.skynsemi.is og skráðu þig!


bixer
</Snillingur>
Póstar: 1022
Skráði sig: Lau 14. Nóv 2009 14:38
Reputation: 1
Staðsetning: 101
Staða: Ótengdur

Re: Eru verðlöggur góðar löggur?

Pósturaf bixer » Mán 03. Nóv 2014 20:07

.
Síðast breytt af bixer á Mið 29. Mar 2023 14:23, breytt samtals 1 sinni.




axyne
Of mikill frítími
Póstar: 1795
Skráði sig: Fim 12. Jún 2003 17:16
Reputation: 82
Staðsetning: DK
Staða: Ótengdur

Re: Eru verðlöggur góðar löggur?

Pósturaf axyne » Mán 03. Nóv 2014 20:27

Tiger skrifaði:Það er ástæða fyrir því að stærstu tölvuspjall síðunar eru löngu búnar að banna þetta og mikið lifandi skelfing er miklu skemmtilegra að skoða söluþræði á þeim en hérna ..... Vonandi þroskast vaktin einn daginn eins og hinar síðunar.


Ertu að tala þá um erlendar síður?


Electronic and Computer Engineer


DabbiGj
Gúrú
Póstar: 529
Skráði sig: Mið 10. Mar 2010 16:11
Reputation: 43
Staða: Ótengdur

Re: Eru verðlöggur góðar löggur?

Pósturaf DabbiGj » Mán 03. Nóv 2014 23:37

Ég tel að verðlöggurnar eigi rétt á sér hérna, en almenn kurteisi í samskiptum.

Annars er þetta mesta krísa sem að ég hef orðið vitni að hér síðan að IceCaveman var bannaður.



Skjámynd

nidur
/dev/null
Póstar: 1454
Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 16:50
Reputation: 226
Staðsetning: In the forest
Staða: Ótengdur

Re: Eru verðlöggur góðar löggur?

Pósturaf nidur » Mán 03. Nóv 2014 23:47

Kurteisi er nauðsynleg í öllum samskiptum, það á ekki að fela sig bakvið avatar og vera með leiðindi.


Everyone knows the phrases "time is money" and "money is power". That naturally concludes that time is also power. Time gives you the ability to learn how to do things, but people don't want the power in today's world. They want their time and money.

Skjámynd

Stuffz
/dev/null
Póstar: 1339
Skráði sig: Lau 11. Mar 2006 18:39
Reputation: 100
Staðsetning: 109 Rvk
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Eru verðlöggur góðar löggur?

Pósturaf Stuffz » Mán 03. Nóv 2014 23:49

Tiger skrifaði:Það er ástæða fyrir því að stærstu tölvuspjall síðunar eru löngu búnar að banna þetta og mikið lifandi skelfing er miklu skemmtilegra að skoða söluþræði á þeim en hérna ..... Vonandi þroskast vaktin einn daginn eins og hinar síðunar.


eins og hinar..?

Eitthversstaðar verða Góðir* að vera!

það er enginn að þvinga menn til að selja dót hérna, þeir geta bara selt allar "okurvörur" annarsstaðar \:D/


*Góðir sem verðlöggur.


Intel NUC Hades Canyon 8Tb NVME +8Tb SSD +80Tb HDD, Nvidia Shield Android TV, Xbox Series X, Xiaomi 4K Projector
CAMS: Insta360 X3, X4, FLOW, GO, ACE Pro, Skydio 2. Rafskjótar: E-20, KS-16S, KS-S22, EB Commander
Búnaður: Lazyrolling Armored Jacket, Alpha Motorsport-pants, TSG Pass Pro, Fox Proframe
187 KP Wrist Guards, Leatt Dual-Axis, Kinetic DL EUC Shoes, P65 BOBLBEE Backpack

Skjámynd

Tiger
Besserwisser
Póstar: 3849
Skráði sig: Sun 16. Mar 2003 13:22
Reputation: 265
Staða: Ótengdur

Re: Eru verðlöggur góðar löggur?

Pósturaf Tiger » Þri 04. Nóv 2014 22:04

axyne skrifaði:
Tiger skrifaði:Það er ástæða fyrir því að stærstu tölvuspjall síðunar eru löngu búnar að banna þetta og mikið lifandi skelfing er miklu skemmtilegra að skoða söluþræði á þeim en hérna ..... Vonandi þroskast vaktin einn daginn eins og hinar síðunar.


Ertu að tala þá um erlendar síður?


Já.

Stuffz skrifaði:það er enginn að þvinga menn til að selja dót hérna, þeir geta bara selt allar "okurvörur" annarsstaðar


Nei það neyðir engin neinn í það, enda held ég að það sé komið ár síðan ég annaðhvort seldi eða keypti eitthvað hérna. Þótt maður setti næstum gjafverð á hlutina (undir hálfvirði fyrir HighEnd vöru oft) þá var alltaf tuðað yfir verði,prútt og vesen. Og án gríns, labbaði ég einu sinni bara með dótið í ruslið frekar en selja undir sársaukamörkum hérna eftir endalaust prútt og tuð.

Þannig að ég skil alveg rökin fyrir að setja hærra á vörur og "leyfa" prútt. En að setja gott verð í upphafi er algjörlega tilgangslaust hérna því miður því fólk er kominn í þann kúltur að aldrei borga uppsett verð.

Í flýti hakaði ég við að ég vildi verðlöggur hérna, en eftir lestur og umhugsun væri ég til í að vita hvort hægt sé að breyta sínu svari í þessari skoðunarkönnun.




Diddmaster
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 357
Skráði sig: Fös 19. Júl 2013 20:55
Reputation: 71
Staðsetning: Reykjanesbæ
Staða: Ótengdur

Re: Eru verðlöggur góðar löggur?

Pósturaf Diddmaster » Þri 04. Nóv 2014 23:09

Tiger skrifaði:
axyne skrifaði:
Tiger skrifaði:Það er ástæða fyrir því að stærstu tölvuspjall síðunar eru löngu búnar að banna þetta og mikið lifandi skelfing er miklu skemmtilegra að skoða söluþræði á þeim en hérna ..... Vonandi þroskast vaktin einn daginn eins og hinar síðunar.


Ertu að tala þá um erlendar síður?


Já.

Stuffz skrifaði:það er enginn að þvinga menn til að selja dót hérna, þeir geta bara selt allar "okurvörur" annarsstaðar


Nei það neyðir engin neinn í það, enda held ég að það sé komið ár síðan ég annaðhvort seldi eða keypti eitthvað hérna. Þótt maður setti næstum gjafverð á hlutina (undir hálfvirði fyrir HighEnd vöru oft) þá var alltaf tuðað yfir verði,prútt og vesen. Og án gríns, labbaði ég einu sinni bara með dótið í ruslið frekar en selja undir sársaukamörkum hérna eftir endalaust prútt og tuð.

Þannig að ég skil alveg rökin fyrir að setja hærra á vörur og "leyfa" prútt. En að setja gott verð í upphafi er algjörlega tilgangslaust hérna því miður því fólk er kominn í þann kúltur að aldrei borga uppsett verð.

Í flýti hakaði ég við að ég vildi verðlöggur hérna, en eftir lestur og umhugsun væri ég til í að vita hvort hægt sé að breyta sínu svari í þessari skoðunarkönnun.




því miður er mín reinsla að mjög mikið af fólki er ekki til í að borga uppsett verð en ég get samt alveg verið það heiðarlegur ég vill ekki borga mikið en ég vill fá mikið fyrir MÍNAR vörur og þetta er líka mín reinsla af kaupum og sölum allstaðar líka útí heimi,Og á meðan alheimurinn snýst um að eiga sem mesta peninga (mín sýn og reinsla ) mun þetta því miður halda áfram sérstaklega þegar ríkasta fólkið á íslandi virðist græða endarlaust og eina sýnin sem ég (við) fáum af því er svindl og prettir í fréttaveitum landsins og þessvegna vill ég hafa verðlöggur ef að vara er 60þ króna virði en ég set 100þ á hana svo kemur verðlöggann og segir að þetta sé í mesta lagji 60þ-70þ virði þá er hann búinn að leiðrétta græðgina í MÉR og seigja seljandanum að þetta sé sangjarnt verð


EN tek það framm samt að þetta er bara það sem mér fynst ekki endilega einso það er


Asus Z390-A Prime i7 9700k CPU Thermaltake 3.0 Extreme Corsair 16GB (2x8) 3000MHz CL15 500 GB Samsung 970 EVO Plus m.2 palit 2080 super seasonic 760w 80+ platinum


Framed
Nörd
Póstar: 133
Skráði sig: Fös 28. Nóv 2003 02:54
Reputation: 11
Staða: Ótengdur

Re: Eru verðlöggur góðar löggur?

Pósturaf Framed » Mið 05. Nóv 2014 14:24

snaeji skrifaði:Væri ekki réttast að setja bara fram ákveðnar siðareglur fyrir verðlöggur ?
kiddi skrifaði:En þetta með að gera siðareglur fyrir verðlöggur er fínasta hugmynd, þó mér finnist verðlöggur sem slíkar eiga engan rétt á sér í dag og vera gjörsamlega út í hött.

Hér eru nokkrar hugmyndir að reglum:

1) Ef þú ætlar að skipta þér af söluverði þá skaltu rökstyðja þína gagnrýni, t.d. með því að vísa í verð á sambærilegum vörum og sýna fram á hvers vegna þér þykir verðið of hátt.
2) Vertu kurteis og sýndu virðingu, það á enginn skilið að mæta dónaskap og hroka að ástæðulausu.
3) Ekki gagnrýna nema verðið sem er verið að setja fram sé að minnsta kosti t.d. X prósentum hærra en það sem þér þykir eðlilegt.


Þessu er ég hjartanlega sammála, hver svo sem endanleg útfærsla verður. Enda var ég ekki að gagnrýna umræðuna sem slíka heldur hvernig hún kom til.

Eftirfarandi tengist ekki verðlögguhlutanum þráðarins nema að litlu leyti heldur vanhæfnishlutanum. Mæli með tl;dr fyrir þá sem hafa ekki áhuga á því.


Það má vera að ég hafi verið heldur harðorður í fyrri póstinum enda fauk vel í mig. Skoðun mín stendur engu síður óbreytt.

kiddi skrifaði:Þetta finnst mér eiginlega pínu fúlt að lesa, því ég hef aldrei hótað neinni valdbeitingu og hef talið mig vera nógu málefnalegan fram að þessu að notendur þyrftu ekkert að óttast :( Það er líka fúlt að sú staðreynd að ég sé stjórnandi sé að rýra umræðuna því í mínu hjarta ætti það ekki að skipta neinu máli,...


Tek fram að ég var ekki að reyna að móðga þig persónulega, enda þekki ég þig ekki neitt. Ég var eingöngu að gagnrýna aðkomu þína að þessu sem (fyrrum)stjórnanda. Vissulega erfitt að skilja þar á milli. Tók líka fram að ég væri ekki að rengja ástæður þínar fyrir aðkomu þinni, eingöngu hvað þessi tenging milli ykkar madda væri slæm í þessu tilviki. Það sem var líklega vandræðalegast fyrir þig í þessu samhengi er

maddi skrifaði:já endilega, ég þekki stofnendur þessa spjalls ágætlega, - svo þú hefur svosem ekkert gagn af því að senda klögupósta yfir því að þú sért ókurteis, - verði þér af góðu.


svo kemur þessi umræða í kjölfarið. Þetta er það sem ég var að vísa í með gaurinn sem segist þekkja eigandann.

Ég sagði hérna fyrir ofan að oft væri erfitt að greina milli stjórnandans og persónunnar og því er stjórnandinn oft á öðrum stalli í svona umræðu heldur en hinn almenni notandi. Vegna þessa er einfalt að lesa á milli lína og greina undirliggjandi hótun um valdbeitingu, hvort sem sá skilningur er réttur eða rangur, og þar er komin ástæðan, í mínum huga, fyrir rýringu umræðunnar.

kiddi skrifaði:því ætla ég að biðja Guðjón að gera mig að venjulegum notanda því ég hef ekkert við stjórnendavöldin að gera, enda stóð aldrei til að nota þau.


Virðingarvert og ég tek ofan fyrir þér vegna þess. Það var hins vegar ekki mín ætlun að hrekja þig úr stöðunni, þó að væntanlega komi meira til en mín orð í þinn garð.

GuðjónR skrifaði:Skil hvað þú ert að fara og skiljanlegt að þetta líti svona út, en þetta var ekki alveg svona eins og þú upplifir það, ég veit það af því að ég lenti svolítið á milli þarna og ætla ekki nánar út í það.


Ég var nú ekki einn um að upplifa þetta svona þó ég hafi kannski verið harðorðastur.

MatroX skrifaði:...ég er nokkuð viss um að ein af ástæðunum að þú segir þetta sé útaf atviki áðan sem involvar "vin" þinn, ...
Tbot skrifaði:Mundi segja að það sé stutt í endalokin þegar stjórnandi er farinn að skipta sér af atburðum sem snerta hann ekki nema því aðeins að redda vini.
hkr skrifaði:Hér er mín skoðun á þessu öllu saman:
Finnst samt pínu fyndið að koma hingað inn eftir ~2 ára "pásu" og ætlast til þess að gera róttækar breytingar á spjallborðinu, sem þú nb ert ekki virkur á, af því að einhver var leiðinlegur við vin þinn. Svo sé ekki betur en að þetta sé allt að stefna í persónuárás á Matrox að þinni hálfu.
Just my 2 cents.



GuðjónR skrifaði:Þegar öllu var á botnin hvolft þá var það ég sem startaði þræðinum til að kanna hug ykkar á verðlöggum en ekki kiddi.


Það breytir sáralitlu hvaða stjórnandi framkvæmir verknaðinn þegar hægt er að tengja það við annan eins og í þessu tilviki. Þetta er sambærilegt við þegar Árni Mathiesen skipaði son Davíðs Oddsonar í embætti dómara. Löglegt, vissulega, en afar óþægileg tengsl.

Ég geri mér alveg grein að svona vefur hefur enga skyldu til að fylgja lögum og reglum sem eiga við stjórnvöld en að þessi umræða hafi sprottið upp á þann hátt sem hún gerði er vandræðalegt í besta falli.

Hér er svo mergum málsins af minni hálfu: Ég tel að þessi umræða hafi verið þörf enda hafa oft sprottið upp ljótar umræður í kjölfar athugasemda frá verðlöggum. Málið hefði horft allt öðru vísi við ef þið hefðuð bara beðið í 2-3 vikur áður en þráðurinn var settur inn. Þá hefði alveg verið hægt að halda þessum samskiptum milli madda, kidda og matrox utan við þetta og þráðurinn verið marktækari fyrir vikið.

Svo það komi líka fram þá er ég á engann hátt að reyna að verja eða réttlæta framkomu MatroX. Hann má alveg taka það til sín að oft orðar hann hlutina dónalega hvort sem það hefur verið ætlunin eða ekki.