Vil hafa Verðvaktina eins og hún var..

Hugmyndadeild, kvartanadeild og gleðideild
Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16568
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2135
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Vil hafa Verðvaktina eins og hún var..

Pósturaf GuðjónR » Fim 18. Jún 2009 12:39

Þið vinnið!

Þessu verður breytt!

Flokkarnir verða aftur eins og þeir voru, litirnir fá að halda sér en ég mun fækka vörunum, hafa það algengasta og 100% identical vörur til að samanburðurinn sé sanngjarn.

Það hefur ekkert upp á sig að vera með samanburð á 160GB HDD eða 512 MB ram.



Skjámynd

Rubix
Fiktari
Póstar: 87
Skráði sig: Fös 10. Apr 2009 01:14
Reputation: 0
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Vil hafa Verðvaktina eins og hún var..

Pósturaf Rubix » Fim 18. Jún 2009 12:54

Frábærar fréttir !! :D =D> =D>


||RubiX

Skjámynd

mind
1+1=10
Póstar: 1109
Skráði sig: Fim 12. Des 2002 09:21
Reputation: 29
Staða: Ótengdur

Re: Vil hafa Verðvaktina eins og hún var..

Pósturaf mind » Fim 18. Jún 2009 14:01

Þetta er svolítið opin spurning hjá þér en ég skal reyna útskýra á sem bestan hátt , vonandi verður því tekið á þeim grundvelli sem þetta er meint en ekki sem einhver áróðurs samsæriskenning. Þetta er einungis minn skilningur og þekking á kerfinu eftir að hafa unnið við allt frá framleiðslu til sölumans fyrir kúnna.

Við skulum gefa okkur nokkra hluti sem grundvöll fyrir þessu dæmi til einföldunar:
Fyrirtæki hafa það eina markmið að skila hagnaði.
Helsta markmið mannsins er að verða sér útum peninga.
Flest mannfólk er tilbúið til að eyða mestum hluta af peningunum sínum í hluti sem það telur hafa verðgildi en hafa í raun engin verðgildi.

Raungildi = Efni + Vinna
Dæmi: Eina raunverðmæti í gallabuxum er það efni og vinna sem fer í smíði þeirra. Þegar þú ert að kaupa t.d. Diesel gallabuxur ertu í raun borga margfalt raunverðmæti buxnanna í eitthvað sem hefur ekkert raungildi. Þetta kemur helst í ljós þegar hlutir verða gamlir þá eiga þeir til að missa allt nema raungildi sitt. Gott aukadæmi um það væri brotajárn. Þó bílinn þinn sé ókeyranlegur og hafi engin verðmæti í sér sem bíll verður hann aldrei verðminni en efnið sem þurfti til að smíða hann.

Ef við getum verið sammála um þetta þá kemur næst að samkeppni.
Fyrirtæki/einstaklingar græða með á því að selja þér eitthvað sem hefur sem lægstan raunkostað og er hægt að selja þér á sem hæsta verði. Fyrirtæki sem gerir þetta ekki fer yfirleitt undantekningarlaust á hausinn.
Fyrirtæki A kaupir hágæðavöru á 500 krónur leggur á hana 10% og selur þér á 550 krónur og græðir á því 50 krónur.
Fyrirtæki B kaupir svipaða vöru nema af lágum gæðum á 250 krónur og selur þér á 550 krónur sökum þess að einstaklega erfitt getur verið að greina mismun á gæðum. Enda er varan oft framleidd með því markmiði. Fyrirtæki B græðir 300 krónur.

Hvað þjóðfélagið varðar þá er fyrirtæki B klárlega betra en fyrirtæki A þar sem hagnaðurinn af því er meiri. Einnig stendur fyrirtæki B betur að vígi til að standa af sér kreppur, stækka og minnka í takt við samfélagið vegna þess að það á meira lausafé/eignir.

Það er ekki auðséð að sjá í gegnum þetta sérstaklega t.d. í tölvugeiranum vegna þess að þær vörur hafa frekar hátt raungildi(dýr efni og framleiðsluferli), fólk skilur ekki tæknina bakvið vöruna og lítil álagning er á þeim.

Svo einfalt dæmi virkar svona:
Við gerum kröfu um ódýrari vöru með því að versla þar sem er ódýrast(samkeppni) > Fyrirtæki pressar á framleiðanda um ódýrari vöru(EKKI betri heldur ódýrari)

Framleiðandi gerir þá yfirleitt eitt af eftirfarandi:
Notar ódýrari efni - Minni grunnkostnaður
Minnkar gæðastuðul - Minni rekstrarkostnaður
Vélvænir framleiðslu - Segir upp starfsfólk - Minni rekstrarkostnaður

Ódýrara efni = lélegri vara yfirleitt með mikið af plasti og öðrum ódýrum efnum í sér.
Minni gæðastuðull = lélegri ending, hærri bilanatíðni
Vélvæna framleiðslu = fleira atvinnulaust fólk og launin þín lækka afþví það eru fleiri að keppast um vinnu.

Svo ég sé ekki að neytandi græði neitt á samkeppni , hann bara tapar minna sem er allt annar hlutur.

Það má fara með þetta ennþá lengra eins og velta hlutum fyrir sér eins og afhverju bila algengustu hlutirnir í samfélaginu mest ? Í vestrænum heimi eiga flest allir bíla og við höfum verið að framleiða þá í langan langan tíma. Þeir verða mjög hratt flottari og betur búnir aukahlutum en alltaf bila þeir og þurfa óeðlilega mikið viðhald.
Tölvur eru án efa með eitt af háþróaðasta og nákvæmasta framleiðsluferlinu en líka bila mikið. Hefur það ekki eitthvað með það að gera að framleiðendur eru að smíða hluti sem eru nógu góður en ekki eins góðir og þeir gætu verið.

Afhverju myndi framleiðandi ekki framleiða eins góðan hlut og hann getur ? Það er óhagkvæmt fyrir fyrirtækið.

Þetta er samt mikil einföldun á ferlinu en niðurstaðan er alltaf sú sama vegna þess að við erum alltaf að reyna græða sem mest og til þess þurfum við óbeint eða beint að plata sem mestan pening útúr næsta manni með sem minnsta efni/vinnu frá okkur sjálfum.




Tesli
spjallið.is
Póstar: 474
Skráði sig: Fim 13. Feb 2003 14:37
Reputation: 29
Staða: Ótengdur

Re: Vil hafa Verðvaktina eins og hún var..

Pósturaf Tesli » Fim 18. Jún 2009 15:33

mind skrifaði:Þetta er svolítið opin spurning hjá þér en ég skal reyna útskýra á sem bestan hátt , vonandi verður því tekið á þeim grundvelli sem þetta er meint en ekki sem einhver áróðurs samsæriskenning. Þetta er einungis minn skilningur og þekking á kerfinu eftir að hafa unnið við allt frá framleiðslu til sölumans fyrir kúnna.

Við skulum gefa okkur nokkra hluti sem grundvöll fyrir þessu dæmi til einföldunar:
Fyrirtæki hafa það eina markmið að skila hagnaði.
Helsta markmið mannsins er að verða sér útum peninga.
Flest mannfólk er tilbúið til að eyða mestum hluta af peningunum sínum í hluti sem það telur hafa verðgildi en hafa í raun engin verðgildi.

Raungildi = Efni + Vinna
Dæmi: Eina raunverðmæti í gallabuxum er það efni og vinna sem fer í smíði þeirra. Þegar þú ert að kaupa t.d. Diesel gallabuxur ertu í raun borga margfalt raunverðmæti buxnanna í eitthvað sem hefur ekkert raungildi. Þetta kemur helst í ljós þegar hlutir verða gamlir þá eiga þeir til að missa allt nema raungildi sitt. Gott aukadæmi um það væri brotajárn. Þó bílinn þinn sé ókeyranlegur og hafi engin verðmæti í sér sem bíll verður hann aldrei verðminni en efnið sem þurfti til að smíða hann.

Ef við getum verið sammála um þetta þá kemur næst að samkeppni.
Fyrirtæki/einstaklingar græða með á því að selja þér eitthvað sem hefur sem lægstan raunkostað og er hægt að selja þér á sem hæsta verði. Fyrirtæki sem gerir þetta ekki fer yfirleitt undantekningarlaust á hausinn.
Fyrirtæki A kaupir hágæðavöru á 500 krónur leggur á hana 10% og selur þér á 550 krónur og græðir á því 50 krónur.
Fyrirtæki B kaupir svipaða vöru nema af lágum gæðum á 250 krónur og selur þér á 550 krónur sökum þess að einstaklega erfitt getur verið að greina mismun á gæðum. Enda er varan oft framleidd með því markmiði. Fyrirtæki B græðir 300 krónur.

Hvað þjóðfélagið varðar þá er fyrirtæki B klárlega betra en fyrirtæki A þar sem hagnaðurinn af því er meiri. Einnig stendur fyrirtæki B betur að vígi til að standa af sér kreppur, stækka og minnka í takt við samfélagið vegna þess að það á meira lausafé/eignir.

Það er ekki auðséð að sjá í gegnum þetta sérstaklega t.d. í tölvugeiranum vegna þess að þær vörur hafa frekar hátt raungildi(dýr efni og framleiðsluferli), fólk skilur ekki tæknina bakvið vöruna og lítil álagning er á þeim.

Svo einfalt dæmi virkar svona:
Við gerum kröfu um ódýrari vöru með því að versla þar sem er ódýrast(samkeppni) > Fyrirtæki pressar á framleiðanda um ódýrari vöru(EKKI betri heldur ódýrari)

Framleiðandi gerir þá yfirleitt eitt af eftirfarandi:
Notar ódýrari efni - Minni grunnkostnaður
Minnkar gæðastuðul - Minni rekstrarkostnaður
Vélvænir framleiðslu - Segir upp starfsfólk - Minni rekstrarkostnaður

Ódýrara efni = lélegri vara yfirleitt með mikið af plasti og öðrum ódýrum efnum í sér.
Minni gæðastuðull = lélegri ending, hærri bilanatíðni
Vélvæna framleiðslu = fleira atvinnulaust fólk og launin þín lækka afþví það eru fleiri að keppast um vinnu.

Svo ég sé ekki að neytandi græði neitt á samkeppni , hann bara tapar minna sem er allt annar hlutur.

Það má fara með þetta ennþá lengra eins og velta hlutum fyrir sér eins og afhverju bila algengustu hlutirnir í samfélaginu mest ? Í vestrænum heimi eiga flest allir bíla og við höfum verið að framleiða þá í langan langan tíma. Þeir verða mjög hratt flottari og betur búnir aukahlutum en alltaf bila þeir og þurfa óeðlilega mikið viðhald.
Tölvur eru án efa með eitt af háþróaðasta og nákvæmasta framleiðsluferlinu en líka bila mikið. Hefur það ekki eitthvað með það að gera að framleiðendur eru að smíða hluti sem eru nógu góður en ekki eins góðir og þeir gætu verið.

Afhverju myndi framleiðandi ekki framleiða eins góðan hlut og hann getur ? Það er óhagkvæmt fyrir fyrirtækið.

Þetta er samt mikil einföldun á ferlinu en niðurstaðan er alltaf sú sama vegna þess að við erum alltaf að reyna græða sem mest og til þess þurfum við óbeint eða beint að plata sem mestan pening útúr næsta manni með sem minnsta efni/vinnu frá okkur sjálfum.


Samkeppni ekki af hinu góða? það hef ég aldrei heyrt frá neinum nema þér.
Eigum við þá bara að leyfa Nonnatölvum að selja hlut sem kostar 250kr í innflutning á 550kr?
Mér finnst þú heldur hlutdrægur fyrirtækjunum...



Skjámynd

Höfundur
Glazier
BMW
Póstar: 2511
Skráði sig: Fös 30. Jan 2009 22:20
Reputation: 14
Staðsetning: Mosó
Staða: Ótengdur

Re: Vil hafa Verðvaktina eins og hún var..

Pósturaf Glazier » Fim 18. Jún 2009 15:49

GuðjónR skrifaði:Þið vinnið!

Þessu verður breytt!

Flokkarnir verða aftur eins og þeir voru, litirnir fá að halda sér en ég mun fækka vörunum, hafa það algengasta og 100% identical vörur til að samanburðurinn sé sanngjarn.

Það hefur ekkert upp á sig að vera með samanburð á 160GB HDD eða 512 MB ram.

yay :)

En já það er allveg rétt.. það er enginn tilgangur að vera með samanburð á 160GB HDD eða 512 MB ram hafa bara svona alla helstu örgjörvana í dag.. harða diska hva 320 gb+ eða eitthvað þannig og helstu skjákortin og vinnsluminnin.. við þurfum ekki að fá neina upplýsingar um 256 ddr 400 mhz minni :D


Tölvan mín er ekki lengur töff.

Skjámynd

mind
1+1=10
Póstar: 1109
Skráði sig: Fim 12. Des 2002 09:21
Reputation: 29
Staða: Ótengdur

Re: Vil hafa Verðvaktina eins og hún var..

Pósturaf mind » Fim 18. Jún 2009 16:33

Samkeppni ekki af hinu góða? það hef ég aldrei heyrt frá neinum nema þér.

Það er frekar sjaldgæft að fólk sé með nægilega opinn hug og vilja til að vera tilbúið til að hlusta á hugmyndir sem hafa að gera með hvernig heimurinn virkar í raun. Sérstaklega eftir að það hefur mótað sér sínar eigin skoðanir og viðhorf útfrá sínu samfélagi til að skilgreina og réttlæta heiminn fyrir sjálfum sér.

Samkeppni snýst oftast um að ná hlutum fyrir sjálfan sig eða sína og oft koma í veg fyrir að aðrir eignist þá. Ef við ræðum um þetta í formi matar þá verður þú feitur og hinir deyja úr sulti. Það er reyndar alveg jákvætt fyrir þig en það er svo sannarlega ekki jákvætt fyrir hina.

Eigum við þá bara að leyfa Nonnatölvum að selja hlut sem kostar 250kr í innflutning á 550kr?

Alls ekki, ef eitthvað þá eigum við að reyna koma í veg fyrir það í alla muni og verða bálreið þegar ríkið, fyrirtæki og einstaklingar notfæra sér okkur fyrir sína eigin hagsmuni. En það er ekki það sem við gerum í alvörunni. Í alvörunni keppumst við að eiga meiri og flottari hluti en næsti maður vegna þess að það er viðmiðið sem fólk notar á hvar það stendur í samfélaginu.

Mér finnst þú heldur hlutdrægur fyrirtækjunum...

Ef við gefum okkar að það sem ég sé að segja sé satt(sem það er í þessu tilviki) þá væri það varla góður hlutur að vera segja þér að fyrirtæki og einstaklingar séu að svindla á þér daglega og þú leyfir þeim það. Auk þess sértu að kaupa fullt af vörum sem þú teljir þig þurfa en þurfir í raun ekki.

Með því að segja þér þessa hluti er ég frekar að hvetja þig til að gera þér grein fyrir því að enginn hefur þína hagsmuni í fyrirrúmi og þú getir fastlega gert ráð fyrir því að hvert og hvar sem þú ferð sé einhver að reyna ná sem mestum peningum útúr þér. Því minna raungildi sem varan hafi því meiri hlutfallslega peninga er viðkomandi að reyna hafa af þér.

Svo ég er að hvetja þig meðal annars með því að segja þér þetta til að passa þig á því hvað og hversu mikið þú borgar fyrir hluti og ekki kaupa hluti sem þú hefur ekkert við að gera.

Segjum svo að þú ákveðir að taka mark á þessu og byrja passa hvert og hversu mikið þú stjórnar peningaútlátum þínum þá er það vont fyrir fyrirtæki og aðra einstaklinga þar sem þú ert að eyða minni peningum og því minna á þér að græða.

Nú ef þú ákveður að taka ekki mark á þessu breytist ekkert og þú heldur áfram að eyða peningum eins og þú ert vanur.

Svo ef eitthvað þá er ég hlutdrægur þér frekar en fyrirtækinu.



Skjámynd

Hnykill
Of mikill frítími
Póstar: 1863
Skráði sig: Þri 09. Des 2008 07:12
Reputation: 85
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Vil hafa Verðvaktina eins og hún var..

Pósturaf Hnykill » Fim 18. Jún 2009 16:40

Sammála. þetta gengur ekki svona =)


Corsair Obsidian 450D - Corsair RM850x 850W - Gigabyte Z490 Gaming X - Intel i5 10600K @ 5Ghz - Corsair H115i Pro - Asus 5700 XT OC 8GB - 16GB DDR4 3600MHz - 1 TB ADATA XPG SX8200 Pro - Windows 10.


Tesli
spjallið.is
Póstar: 474
Skráði sig: Fim 13. Feb 2003 14:37
Reputation: 29
Staða: Ótengdur

Re: Vil hafa Verðvaktina eins og hún var..

Pósturaf Tesli » Fim 18. Jún 2009 16:56

mind skrifaði:
Samkeppni ekki af hinu góða? það hef ég aldrei heyrt frá neinum nema þér.

Það er frekar sjaldgæft að fólk sé með nægilega opinn hug og vilja til að vera tilbúið til að hlusta á hugmyndir sem hafa að gera með hvernig heimurinn virkar í raun. Sérstaklega eftir að það hefur mótað sér sínar eigin skoðanir og viðhorf útfrá sínu samfélagi til að skilgreina og réttlæta heiminn fyrir sjálfum sér.

Samkeppni snýst oftast um að ná hlutum fyrir sjálfan sig eða sína og oft koma í veg fyrir að aðrir eignist þá. Ef við ræðum um þetta í formi matar þá verður þú feitur og hinir deyja úr sulti. Það er reyndar alveg jákvætt fyrir þig en það er svo sannarlega ekki jákvætt fyrir hina.

Eigum við þá bara að leyfa Nonnatölvum að selja hlut sem kostar 250kr í innflutning á 550kr?

Alls ekki, ef eitthvað þá eigum við að reyna koma í veg fyrir það í alla muni og verða bálreið þegar ríkið, fyrirtæki og einstaklingar notfæra sér okkur fyrir sína eigin hagsmuni. En það er ekki það sem við gerum í alvörunni. Í alvörunni keppumst við að eiga meiri og flottari hluti en næsti maður vegna þess að það er viðmiðið sem fólk notar á hvar það stendur í samfélaginu.

Mér finnst þú heldur hlutdrægur fyrirtækjunum...

Ef við gefum okkar að það sem ég sé að segja sé satt(sem það er í þessu tilviki) þá væri það varla góður hlutur að vera segja þér að fyrirtæki og einstaklingar séu að svindla á þér daglega og þú leyfir þeim það. Auk þess sértu að kaupa fullt af vörum sem þú teljir þig þurfa en þurfir í raun ekki.

Með því að segja þér þessa hluti er ég frekar að hvetja þig til að gera þér grein fyrir því að enginn hefur þína hagsmuni í fyrirrúmi og þú getir fastlega gert ráð fyrir því að hvert og hvar sem þú ferð sé einhver að reyna ná sem mestum peningum útúr þér. Því minna raungildi sem varan hafi því meiri hlutfallslega peninga er viðkomandi að reyna hafa af þér.

Svo ég er að hvetja þig meðal annars með því að segja þér þetta til að passa þig á því hvað og hversu mikið þú borgar fyrir hluti og ekki kaupa hluti sem þú hefur ekkert við að gera.

Segjum svo að þú ákveðir að taka mark á þessu og byrja passa hvert og hversu mikið þú stjórnar peningaútlátum þínum þá er það vont fyrir fyrirtæki og aðra einstaklinga þar sem þú ert að eyða minni peningum og því minna á þér að græða.

Nú ef þú ákveður að taka ekki mark á þessu breytist ekkert og þú heldur áfram að eyða peningum eins og þú ert vanur.

Svo ef eitthvað þá er ég hlutdrægur þér frekar en fyrirtækinu.



Hvaða leið hefur þú til að forða Nonnatölvum til að smyrja allt of mikið á hlutina ef ekki með samkeppni?
Allavega ekki segja mér að setja þá á listann á heimasíðuna hjá Dr. Gunni og að sniðganga þá verslun, því við vitum að það hefur ekki gengið hingað til, tek olíufélögin sem dæmi.
Auðvitað er margt rétt hjá þér og þú ert greinilega vel þenkjandi maður, en við skulum ekki fara úr einum öfgunum í aðrar.



Skjámynd

mind
1+1=10
Póstar: 1109
Skráði sig: Fim 12. Des 2002 09:21
Reputation: 29
Staða: Ótengdur

Re: Vil hafa Verðvaktina eins og hún var..

Pósturaf mind » Fim 18. Jún 2009 18:43

Þetta gæti hljómað eins og algjörar öfgar, vonandi les fólk þetta samt með opnum hug.

Ég hef reynt að bestu getu að upplýsa sjálfan mig um þessi mál en niðurstaðan er breytileg þar sem alltaf eru að koma nýjar upplýsingar inní dæmið.

Ég bið greinarhöfund afsökunar á því að vera fylla þráðinn hans af einhverjum gjörsamlega óviðkomandi ætla ekki að svara aftur í þessum þræði. Ef fólk vill ræða eða vita eitthvað meira er ég til í að svara öllum sem vilja vita svo lengi sem tími minn leyfir.

Hvaða leið hefur þú til að forða Nonnatölvum til að smyrja allt of mikið á hlutina ef ekki með samkeppni?
Allavega ekki segja mér að setja þá á listann á heimasíðuna hjá Dr. Gunni og að sniðganga þá verslun, því við vitum að það hefur ekki gengið hingað til, tek olíufélögin sem dæmi.
Auðvitað er margt rétt hjá þér og þú ert greinilega vel þenkjandi maður, en við skulum ekki fara úr einum öfgunum í aðrar.


Það er ekki hægt og er ekki gert. Kerfið er hannað svo það sé ekki hægt og því verður það aldrei hægt.

Það er hægt að halda þessum smurningi örlítið minni með því að hafa 2 fyrirtæki með sömu vöru á sama markaði ef þau stunda ekki samráð. Öll fyrirtæki umfram það skila litlum mun.

Ef við útskýrum þetta með olíufélögin.

Öll íslensku olíufélögin kaupa olíuna sína á svotil ef ekki á sama verðinu.
Þau keppa svo innanlands um örfá prósent af álagningu sem skilar líklega einhverjum aðilum ákveðnum peningum sem gætu talist talsverðir fyrir einstaklinga.

Leggjum þetta niður:
Íslensk olíufélög eru fyrirtæki og berjast um markaðshlutdeild íslands til að græða sem mesta peninga á þeim markaði. Án einokunar hafa þau takmarkaða getu til að ráða gangverði á olíu í viðkomandi landi en verðið fer aldrei í einhvern marktækan tíma undir það verð sem olían kostar þá ásamt vinnu(raunvirði).

Ef við horfum lengra
Olían er keypt af öðrum stærri og færri olíufélögum.
Olía er í takmörkuðu magni og það er meiri eftirspurn eftir henni en framboð
Landsvæði og þar með auðlindir eins og olíu er hægt að eiga. (ef einhver hefur spilað herkænskuleik eða spil skilur hann enn betur hvað er mikilvægt að eiga auðlindir)
Þeir sem eiga olíuna ráða verðinu. Athugið að auðvelt er að stunda samráð með t.d. olíuverð vegna þess að það er eign. Þú ræður sjálfur hvað þú selur steinana í garðinum þínum á ef einhver er tilbúinn til að kaupa þá á því verði. Sumar ríkisstjórnir krefast hinsvegar þess að fá sinn hlut af hagnaðinum af þessari steinasölu og fá því sinn skerf þar.

Olían er yfirleitt í eigu samtaka/fyrirtækja sem hafa það markmið að græða. Hagnast sem mest með lágmarks kostnaði.

Niðurstaða:
Samkeppnis íslenskra olíufélaga hefur sáralítil áhrif þar sem þeir eiga enga olíu og eru uppá aðra komnir með hana.
Ef fyrirtæki græðir á því að hækka verðið á olíu og rukka þig meira fyrir hvern líter án þess að þú byrjir að keyra töluvert minna eða finnir þér annan ferðamáta þá gerir það það.
Ef einhver finnur upp betri fararskjóta eins og t.d. rafmagnsbíl sem kemur til með að hafa áhrif á þennan hagnað reynir olíufyrirtækið að koma í veg fyrir það til að gæta sinna eigin hagsmuna.
Þess má geta að eitt af ráðunum til að gera þetta og fæla fólk frá öðrum valkostum er að stunda tímabundna lækkun og bíða þar til viðkomandi vandræðasama hugmynd eða fyrirtæki fellur um sjálft sig sökum þess að fólk metur það sem óhagstæðan og dýrari kost. Eftir að það hefur orðið kemur olíuverð til með að hækka aftur.

Með rafmagnsbíla þá vill svo undarlega til að hráefnið sem þarf til að smíða rafhlöðurnar fyrir þá er að mestu leiti beint eða óbeint í eigu olíusamtakana.



Skjámynd

Höfundur
Glazier
BMW
Póstar: 2511
Skráði sig: Fös 30. Jan 2009 22:20
Reputation: 14
Staðsetning: Mosó
Staða: Ótengdur

Re: Vil hafa Verðvaktina eins og hún var..

Pósturaf Glazier » Fim 18. Jún 2009 20:04

shitt hvað þú getur skrifað mikið.. ekki mundi ég nenna þessu þó ég telji mig frekar fljótann að skrifa :)

annars máttu skrifa eins og þú villt á þennan þráð ;)
Markmiðinu með þessum þræði hefur verið náð svo það mætti þessvegna læsa honum (eða nýta hann í svona samræður eins og eru byrjaðar)


Tölvan mín er ekki lengur töff.

Skjámynd

depill
Stjórnandi
Póstar: 1573
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Reputation: 254
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Re: Vil hafa Verðvaktina eins og hún var..

Pósturaf depill » Fös 19. Jún 2009 01:51

Jæja ég hreinilega verð að svara þessari samsæriskenningu sem mér finnst basicly ná réttri hugmynd á því afhverju samkeppni er holl en endar á því afhverju samkeppni er vond fyrir ástæðunni sem hún er holl. Hins vegar skal þess minnast hér að Ísland er í flestum sviðum mikill fákeppnismarkaður sem orskast allra helst vegna þess hversu landið er lítið. En ennfremur að þetta definition sem hefur verið sett inní okkur varðandi "samkeppni" er í raun og veru ekki til vegna þess hvernig við veljum smekkinn okkar og hvernig vörumerki hafa orðið að hreinlega sérmörkuðum.


mind skrifaði:Þetta er svolítið opin spurning hjá þér en ég skal reyna útskýra á sem bestan hátt , vonandi verður því tekið á þeim grundvelli sem þetta er meint en ekki sem einhver áróðurs samsæriskenning. Þetta er einungis minn skilningur og þekking á kerfinu eftir að hafa unnið við allt frá framleiðslu til sölumans fyrir kúnna.


mind skrifaði:Við skulum gefa okkur nokkra hluti sem grundvöll fyrir þessu dæmi til einföldunar:
Fyrirtæki hafa það eina markmið að skila hagnaði.
Helsta markmið mannsins er að verða sér útum peninga.
Flest mannfólk er tilbúið til að eyða mestum hluta af peningunum sínum í hluti sem það telur hafa verðgildi en hafa í raun engin verðgildi.

Kenningar ganga út á akkurat þetta, það er að mannskeppnan muni ávallt vilja að hámarka nýtni sína, það er að reyna sanka að sér eins miklu hann getur af öllu með sem minnstum skiptikostnaði. Geti þess vegna til dæmis fengið mikla peninga fyrir lítinn tíma svo dæmi sé nefnt. Ástæðan fyrir því að helsta markmið mannsins er að verða sér upp um sem mesta peninga er vegna þess að það er það sem við köllum það sem við getum ákveðið að skipta fyrir hvað sem er. Það sem skekkir myndina í þessum heimi er gjaldmiðlar, anyhow það er eithvað sem ég get rætt lengur.


mind skrifaði:Raungildi = Efni + Vinna
Dæmi: Eina raunverðmæti í gallabuxum er það efni og vinna sem fer í smíði þeirra. Þegar þú ert að kaupa t.d. Diesel gallabuxur ertu í raun borga margfalt raunverðmæti buxnanna í eitthvað sem hefur ekkert raungildi. Þetta kemur helst í ljós þegar hlutir verða gamlir þá eiga þeir til að missa allt nema raungildi sitt. Gott aukadæmi um það væri brotajárn. Þó bílinn þinn sé ókeyranlegur og hafi engin verðmæti í sér sem bíll verður hann aldrei verðminni en efnið sem þurfti til að smíða hann.

Ég ætla leyfa mér að svara báðum atriðum ( líka þessu sem kemur næst í rauntextanum annars verður textinn minn svo bloated ). Ástæðan fyrir því að fyrirtæki eins og Diesel ná að skapa sérmarkað um sig er vegna þess að við höfum skapað verðmætahugsun í hugum okkar um vörumerki. Þar með höfum við skapað nýjan markað þar sem framleiðandi skapar sinn eigin markað þannig nýja verðhugsun. Vegna þess að Diesel er búið að skapa sér umhverfi með markaðsstarfsemi um að vera hágæðamerki sem er "töff" þá nær það að rukka meira svarið sem þú ert að setja hér að neðan. Þess vegna hefur Diesel einokun á sínum markaði.

Hins vegar er líkar Samkeppni á þeim markaði sem er smásölumarkaðurinn á Diesel buxum, ég sem einstaklingur ( neytandi ) er með ákveðið verðþak, ég til dæmis ákveð það að hámarksverð mitt fyrir Diesel buxur er 15.000 kr ( það getur verið hærra og lægra eftir öðrum og er það ) að þá getur smásali ákveðið einmitt í álagningu hvort að hann nái mér sem viðskiptavin. Á endanum með nógu stórum markaði ( til dæmis rosalegum fjölda smásala á Diesel buxum ) mun markaðurinn skiptast, þeir sem að leggja lítið á Diesel buxurnar og lifa af og þeir sem að leggja mikið á og deyja út þar sem þeir ná ekki uppí kostnað.


mind skrifaði:Hvað þjóðfélagið varðar þá er fyrirtæki B klárlega betra en fyrirtæki A þar sem hagnaðurinn af því er meiri. Einnig stendur fyrirtæki B betur að vígi til að standa af sér kreppur, stækka og minnka í takt við samfélagið vegna þess að það á meira lausafé/eignir.

Ég skil ekki þetta einmitt, þú segir mér að vara A er hágæða vara en vara B er lággæða vara. Þjóðfélagslegur hagnaður er þvert á móti minni. Vegna lægri gæða munu neytendur jafnvel frekar beina viðskiptum sínum að fyrirtæki A. Og þú gleymir aðalmálinu í samkeppni, verið er um að ræða einsleita vöru ( sem gerir ekki greinamun á gæðum ).

Samkv. kenningum um samkeppni ef að þú ert fyrirtæki B, mun ég átta mig á því að ég get framleitt buxur ( og selt ) á 275 kr ( 10% álagningu, fyrst að hún er nóg fyrir A ) og keyra þig úr rekstri á nokkrum dögum, það er það sem samkeppni virkar útá, það er ekki hægt að bera saman margar mismunandi vörur þar sem verðgildin eru ekki eins.

mind skrifaði:Það er ekki auðséð að sjá í gegnum þetta sérstaklega t.d. í tölvugeiranum vegna þess að þær vörur hafa frekar hátt raungildi(dýr efni og framleiðsluferli), fólk skilur ekki tæknina bakvið vöruna og lítil álagning er á þeim.

Svo einfalt dæmi virkar svona:
Við gerum kröfu um ódýrari vöru með því að versla þar sem er ódýrast(samkeppni) > Fyrirtæki pressar á framleiðanda um ódýrari vöru(EKKI betri heldur ódýrari)

Framleiðandi gerir þá yfirleitt eitt af eftirfarandi:
Notar ódýrari efni - Minni grunnkostnaður
Minnkar gæðastuðul - Minni rekstrarkostnaður
Vélvænir framleiðslu - Segir upp starfsfólk - Minni rekstrarkostnaður

Ódýrara efni = lélegri vara yfirleitt með mikið af plasti og öðrum ódýrum efnum í sér.
Minni gæðastuðull = lélegri ending, hærri bilanatíðni
Vélvæna framleiðslu = fleira atvinnulaust fólk og launin þín lækka afþví það eru fleiri að keppast um vinnu.


Jamm allt góð rök mind svo sem, akkurat vegna þess að við munum sífellt keppast við að fá hærri nýtni, meiri kaupmátt. Framleiðendur munu vegna þess að neytendur vilja sífellt meira, reyna lækka framleiðslukostnað og gera vörurnar einsleitari. Ertu að segja að það sé þjóðfélagslegra hagkvæmnara að fara setja saman til dæmis örgjörva by-hand ? Vegna þess að þá fá miklu fleirri vinnu við það. Nei það er það ekki.

Já við erum að fara lengra í vélvænari framleiðslu, löngu gerðst, enda er framleiðsluöldin í raun og veru búin, kanninn vinnur 80% við Þjónustu, við líklegast aðeins minna, en erum á hraðri leið þangað.

Það þarf ekki að skapa lægri laun, heldur þvert á móti, það er orðið þjóðfélagslegra hagkvæmnara að gera þetta á þennan veg, eins og sést til dæmis með Íslenska fiskiiðnaðinn best, við fáum meira en gerum minna. Gæðin á fisknum eru ekki að minnka samt heldur aukast.


mind skrifaði:Svo ég sé ekki að neytandi græði neitt á samkeppni , hann bara tapar minna sem er allt annar hlutur.


Neytandinn er búinn að græða mikið vegna þess að samkeppni ýtir okkur út, samkeppni ýtir okkur til þess að skapa nýja markaði sem við ætlum að reyna einoka, þess vegna skapast nýjar vörur. Sérðu fyrir þér kvata til að gera eithvað nýtt, skapa nýjan tölvuleik, nýtt móðurborð ef þér yrði sagt frá degi eitt "Hér er ríkiseinokun, allir sem búa í Kópavogi sauma, allir sem búa í Reykjavík smíða".

Það er einmitt málið, samkeppni og frjáls markaður neyðir mannskeppnuna til að hugsa lengra, til þess að reyna fá meira, til þess að reyna neyta meira og það gerir hann með því að gera meira, með því að koma sér lengra, með því að reyna drepa keppninautana, með því að skapa sér betri framleiðsluaðferðir, minnka kostnað og á endanum skapa meiri Þjóðfélagslegri hagnað.

Og það er einmitt málið, fólkið sem verður atvinnulaust er venjulega fólkið sem getur ekki fylgt eftir tímunum, sem er frekar rólegt og vill ekki breytingar. Það er ókosturinn við nútíma skipulag, þú þarft að vera á tánum allan tímann, annars detturðu aftur úr. Vegna samkeppni.

mind skrifaði:Það má fara með þetta ennþá lengra eins og velta hlutum fyrir sér eins og afhverju bila algengustu hlutirnir í samfélaginu mest ? Í vestrænum heimi eiga flest allir bíla og við höfum verið að framleiða þá í langan langan tíma. Þeir verða mjög hratt flottari og betur búnir aukahlutum en alltaf bila þeir og þurfa óeðlilega mikið viðhald.
Tölvur eru án efa með eitt af háþróaðasta og nákvæmasta framleiðsluferlinu en líka bila mikið. Hefur það ekki eitthvað með það að gera að framleiðendur eru að smíða hluti sem eru nógu góður en ekki eins góðir og þeir gætu verið.

Afhverju myndi framleiðandi ekki framleiða eins góðan hlut og hann getur ? Það er óhagkvæmt fyrir fyrirtækið.

Jamm, og jafnframt það sem ég sagði þér áður varðandi þróun, við vitum að hluturinn þróast, óhjákvæmilegt. Þess vegna viljum við sanka að okkur einhverju nýju. Heldurðu virkilega að það væri þjóðhagslega hagkvæmt fyrir ríki heimsins ef að Henry Ford hefði fengið einokun og allir væru ða keyra ennþá á Ford Model T ( sem b.t.w er kaldhæðnin hérna, þetta er fyrsti færibandabílinn sem einmitt má ætla að hafa verið sköpuð vegna samkeppni við aðra, til þess að komast fram úr öðrum ) ?

mind skrifaði:Þetta er samt mikil einföldun á ferlinu en niðurstaðan er alltaf sú sama vegna þess að við erum alltaf að reyna græða sem mest og til þess þurfum við óbeint eða beint að plata sem mestan pening útúr næsta manni með sem minnsta efni/vinnu frá okkur sjálfum.

Við erum að reyna skipta einhverjum verðgildum fyrir eins lítið og við eigum. Þannig virkar hinn frjálsi markaður.

mind skrifaði:Alls ekki, ef eitthvað þá eigum við að reyna koma í veg fyrir það í alla muni og verða bálreið þegar ríkið, fyrirtæki og einstaklingar notfæra sér okkur fyrir sína eigin hagsmuni. En það er ekki það sem við gerum í alvörunni. Í alvörunni keppumst við að eiga meiri og flottari hluti en næsti maður vegna þess að það er viðmiðið sem fólk notar á hvar það stendur í samfélaginu.


Þetta finnst mér hins vegar mjög góður punktur, sérstaklega af því að þú nefndir ríkið. Með Internetinu náum við betri yfirsýn yfir þetta. Við eigum auðvita fyrst að fara minnka afskipti ríkis ( ríkisábyrgðir bæbæ og minnka almennt afskipti ríkisins, Ríkið á ekki að vera í samkeppnisrekstri, sem það er í dag ).

Og einmitt málið sem flest allar þjóðir eru að berjast við í dag er að reyna skapa stærri innri-markað til þess að hafa stærra samkeppnisumhverfi þannig að fleirri fyrirtæki séu að berjast um kúnnan ( og þannig að reyna finna þjóðhagslegri hagkvæmnari lausnir, til þess að vera á undan í samkeppni ).

Þannig mætti ímynda sér ef til dæmis Ísland myndi ganga í ESB ( sem ég hef reyndar ekki myndað mér fulla skoðun á, en mér finnst innri-markaðurinn frekar heillandi ) að þá stækkar allt í einu markaðurinn fyrir Íslendinga allsvakalega sem þeir geta verslað við án þess að það séu hindrandi eins og tollar og gjöld sem þarf að greiða á Íslandi sem gæti verið flokkaður sem óþarfa viðskiptakostnaður ( og tíminn fer í þetta, gæti verið flokkaður sem enn frekari kostnaður hjá neytendanum ). Þannig myndu Íslendingar geta hunsað dýra smásala hér á Íslandi og til dæmis farið á netverslun í Frakklandi og verið vissir um það að verðið sem þeir sjá á netverslunin sé heildarverðið sem þeir greiða ( og þurfa ekki að hugsa um gengið, ef hér væri til dæmis Evra ).

Kapítalíski samkeppnis-markaðurinn er langt frá því fullkominn, en hann er töluvert skárri en ríkiseinokun, einokun og/eða fleirra sem býður allt uppá ennfrekari spillingum sem ætti að vera hægt að uppræta snögglega. Þetta má sjá á bankarekstri hér á landi.

Hér fara Íslenskir bankamenn í sukkið, þeir fara og lána sér inná milli eru að komast í þrot með innlánin sem þeir eru með að láni frá Íslendingum svo þeir stofna ja eins og Landsbankinn Icesave, þeir bjóða miklu hærri kjör, sem gæti verið í lagi ef þeir eru svona klárir að endurlána eða fjárfesta á hærri vöxtum þannig þeir geti greitt þetta til baka. Þeir hins vegar geta það ekki ( undirbjóða markaðinn sem sagt ) og fara mjög fljótt í greiðsluþrot.

Vandamálið við bankakerfi er að ástæðan fyrir því að þeir gátu gert þetta, er vegna þess að fólk oftreysti bönkum, fólk er vant því að bankar fari mjög sjaldan í gjaldþrot og ef þeir gera það eru þeir yfirteknir af ríkinu og/eða gleyptir af stærri bönkum og verði ekki varir. Ef að ríkið væri ekki backup aðili og að illa reknir bankar væru sífellt bara settir beint í þrot og þeir sem hafa lánað þeim verða bara leggja í gjaldþrotakröfu eins og í önnur bú, myndi fólk verða ( sem það á að vera ) miklu varhugaverðara í viðskiptum sínum við banka.

Bankahrunið er í raun og veru fullkomið dæmi um hvernig samkeppnin er bæði ömurleg en dásamleg á sama tíma. Frjálsi markaðurinn tekur Íslenska bankana og hendir þeim út vegna þess að þeir eru ekki hagkvæmnir ( og þar með ekki þjóðhagslega hagkvæmnir ).

Vona að þú skiljir hvað ég er að fara :)




GGG
Ofur-Nörd
Póstar: 216
Skráði sig: Fim 10. Júl 2008 00:19
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Vil hafa Verðvaktina eins og hún var..

Pósturaf GGG » Fös 19. Jún 2009 02:09

Sorry ég veit að ég að fara WAY offtopic hér en:

Það er hægt að svara/réttlæta allt.

Málið er að oftast eru það þeir sem ekki vilja samkeppni sem mótmæla henni sem mest.

Ég er ekki að segja að það sé málið hér, en ef síðustu mánuðir hafa kennt mér eitthvað, þá er það að:

"ef það er eitthvað sem þér finnst skrýtið,
þá er mjög sennilega verið að reyna að svindla á þér."


Ég veit að þetta hjómar skelfilega, en svona er þetta oftast, sorry, but true....



Ég vill fá vaktina eins og hún var, breiður listi þar sem maður gat gert samanburð, og verslað síðan eins og maður vildi...

Meira off topic:
Fyrir utan það vil ég að við gefum skít í ICESAVE sem við berum enga ábyrgð á.

/back to playing Plants vs Zombies....



Skjámynd

Nariur
Of mikill frítími
Póstar: 1860
Skráði sig: Sun 08. Jún 2008 01:18
Reputation: 219
Staða: Ótengdur

Re: Vil hafa Verðvaktina eins og hún var..

Pósturaf Nariur » Mán 09. Nóv 2009 00:18

BUMP!!!!
það hefur ekkert verið að gerast í þessu lengi

(það var annar betri þráður en ég fann hann ekki)


AMD Ryzen 9 5950X | Noctua NH-D15 | Nvidia Geforce RTX 3080Ti HOF | MSI MAG X570 Tomahawk | 32GB Corsair Vengeance RGB 3600MHz DDR4 | Corsair RM1000i | Samsung 950 Pro 512GB| Fractal Define R5 | LG CX 48" OLED

Skjámynd

KermitTheFrog
Kóngur
Póstar: 4273
Skráði sig: Mán 07. Júl 2008 23:32
Reputation: 67
Staða: Ótengdur

Re: Vil hafa Verðvaktina eins og hún var..

Pósturaf KermitTheFrog » Mán 09. Nóv 2009 00:25