Góðan daginn kæru vaktarar. Ég er með pælingar varðandi ofangreinda síðu https://www.computeruniverse.net/e
Hefur einhver hér verslað af henni og haft góða reynslu af því, mér líst ágætlega á þessa síðu þar sem verðin eru góð á henni en þeir fá nú ekki mörg stig á Trustpilot t.d. það virðist aðalega stemma af customer service hjá þeim. Ég rakst einmitt á þessu síðu í gegnum vaktina þar sem ég hef séð fólk pósta screenshots af henni.
Öll svör eru vel þeginn. Þið afsakið ef þessi þráður hefur komið upp áður, ég náði þá bara ekki að rekast á hann.
Reynsla af Computeruniverse.net?
-
Höfundur - Nýliði
- Póstar: 8
- Skráði sig: Mán 11. Maí 2020 14:24
- Reputation: 0
- Staða: Ótengdur
Reynsla af Computeruniverse.net?
Síðast breytt af RagnarKari á Sun 15. Maí 2022 13:08, breytt samtals 4 sinnum.
Re: Reynsla af Computeruniverse.net
Pantaði allt nýtt frá þeim seinasta sumar bæði íhluti og tölvukassa og gékk allt mjög vel, tók 2 vikur að fá þetta aðallega bara því það var ekki allt til á lager en ég vissi að því fyrirfram.
-
Höfundur - Nýliði
- Póstar: 8
- Skráði sig: Mán 11. Maí 2020 14:24
- Reputation: 0
- Staða: Ótengdur
Re: Reynsla af Computeruniverse.net
Frekja skrifaði:Pantaði allt nýtt frá þeim seinasta sumar bæði íhluti og tölvukassa og gékk allt mjög vel, tók 2 vikur að fá þetta aðallega bara því það var ekki allt til á lager en ég vissi að því fyrirfram.
Gott að heyra að það gekk vel.
-
Höfundur - Nýliði
- Póstar: 8
- Skráði sig: Mán 11. Maí 2020 14:24
- Reputation: 0
- Staða: Ótengdur
Re: Reynsla af Computeruniverse.net?
Klemmi skrifaði:Já, pantaði einhverntíman í fyrra og allt gekk vel
Snilld gott að heyra, þá legst maður kannski í pöntun þarna bráðlega
Re: Reynsla af Computeruniverse.net?
3x pantað þaðan. Mæli með að borga aukalega fyrir dhl express. Annars eru þetta 2 vikur enda fer þetta í gegnum póstinn.
Re: Reynsla af Computeruniverse.net?
Pantaði kassa, móðurborð og SDD frá þeim síðasta haust. Gekk mjög vel.
5600x | DH-15 | RTX 3070 FE | MSI B550m Pro-VDH | Samsung Evo 970 1TB | Corsair LPX 2x8GB | Seasonic Prime Fanless 600W | Fractal Meshify C | Asus ROG Swift PG279Q
-
- Gúrú
- Póstar: 502
- Skráði sig: Fim 28. Sep 2017 09:44
- Reputation: 163
- Staðsetning: 105
- Staða: Ótengdur
Re: Reynsla af Computeruniverse.net?
Það er orðið mjög langt síðan ég pantaði frá þeim. Allt gekk vel í öll skipti.
-
- Skjákortaníðingur
- Póstar: 5106
- Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
- Reputation: 930
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Reynsla af Computeruniverse.net?
Voða litlar upplýsingar sem koma hérna fram. Okey þeir ráða við að senda manni hlutinn .. En hvernig tækla þeir ábyrgðarmál, þarf að bíða í 3mánuði ?
Hefði "sparað" 22þ.kr. með að panta ódýrasta kortið hjá þeim MSI 3080Ti .. sem eru með hva.. 6 mánaða ábyrgð í dag ? Í staðinn fékk ég mér "bara" palit gaming 3080Ti úr kísildal á 238þ og þarf ekki að hafa neinar áhyggjur af neinu RMA rugli í 2ár.
Hefði "sparað" 22þ.kr. með að panta ódýrasta kortið hjá þeim MSI 3080Ti .. sem eru með hva.. 6 mánaða ábyrgð í dag ? Í staðinn fékk ég mér "bara" palit gaming 3080Ti úr kísildal á 238þ og þarf ekki að hafa neinar áhyggjur af neinu RMA rugli í 2ár.
-
- Gúrú
- Póstar: 502
- Skráði sig: Fim 28. Sep 2017 09:44
- Reputation: 163
- Staðsetning: 105
- Staða: Ótengdur
Re: Reynsla af Computeruniverse.net?
jonsig skrifaði:Voða litlar upplýsingar sem koma hérna fram. Okey þeir ráða við að senda manni hlutinn .. En hvernig tækla þeir ábyrgðarmál, þarf að bíða í 3mánuði ?
Hefði "sparað" 22þ.kr. með að panta ódýrasta kortið hjá þeim MSI 3080Ti .. sem eru með hva.. 6 mánaða ábyrgð í dag ? Í staðinn fékk ég mér "bara" palit gaming 3080Ti úr kísildal á 238þ og þarf ekki að hafa neinar áhyggjur af neinu RMA rugli í 2ár.
Á að giska hafa þeir sem hér hafa svarað ekki þurft á ábyrgðarþjónustu að halda. Ég þægi með þökkum upplýsingarnar sem jonsig er að biðja um.
Re: Reynsla af Computeruniverse.net?
Ég pantaði ryksuguróbot frá þeim í fyrra. Hann hringsólaði í þýskalandi og endaði svo á random addressu þar og DHL sögðu að pakkinn væri afhentur. Ég bað um útskýringu frá Computeruniverse og þeir sögðu að róbotinn væri með of stóra rafhlöðu fyrir flugsendingu þannig að þeir endurgreiddu, líka flutningskostnaðinn. Það þótti mér vel gert hjá þeim þannig að ég pantaði meira dót og það var ekkert vesen.
-
Höfundur - Nýliði
- Póstar: 8
- Skráði sig: Mán 11. Maí 2020 14:24
- Reputation: 0
- Staða: Ótengdur
Re: Reynsla af Computeruniverse.net?
jonsig skrifaði:Voða litlar upplýsingar sem koma hérna fram. Okey þeir ráða við að senda manni hlutinn .. En hvernig tækla þeir ábyrgðarmál, þarf að bíða í 3mánuði ?
Hefði "sparað" 22þ.kr. með að panta ódýrasta kortið hjá þeim MSI 3080Ti .. sem eru með hva.. 6 mánaða ábyrgð í dag ? Í staðinn fékk ég mér "bara" palit gaming 3080Ti úr kísildal á 238þ og þarf ekki að hafa neinar áhyggjur af neinu RMA rugli í 2ár.
Já ég myndi heldur aldrei vilja taka þetta dýran hlut frá svona síðu það yrði allt verslað heima. Enda meira pæla í hlutum sem eru ekki endilega fáanlegir hérna og ódýrari þarna en á öðrum söluaðilum. En góð pæling samt sem áður.
Re: Reynsla af Computeruniverse.net?
Hef mjög góða reynslu af þeim pantað örugglega 6-7 sinnum í heildina frá þeim og aldrei verið neitt vesen. Nýlega pantaði ég 3080 Asus TUF og það kom heim með öllu á 157.000 sirka.
-
- Skjákortaníðingur
- Póstar: 5106
- Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
- Reputation: 930
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Reynsla af Computeruniverse.net?
Sé ekki pointið að kaupa kort úti nema það sé góður verðmunur og löng ábyrgð á hlutnum.
Í den keypti maður frá vissum framleiðanda til að fá vandaðari skjákort, en 30xx series kortin eru nákvæmlega eins hjá öllum þessum stóru framleiðendum. Öll 30XX series kortin sem ég hef séð eru með GDDRX6 Micron minni og útfærslurnar á prentinu eru allar mjög nálægt referance PCB design og enginn klikkaður thermal performance munur. Sumir framleiðendur senda betur binnuð kort í review sem gæti útskýrt þennan hitamun.
Í den keypti maður frá vissum framleiðanda til að fá vandaðari skjákort, en 30xx series kortin eru nákvæmlega eins hjá öllum þessum stóru framleiðendum. Öll 30XX series kortin sem ég hef séð eru með GDDRX6 Micron minni og útfærslurnar á prentinu eru allar mjög nálægt referance PCB design og enginn klikkaður thermal performance munur. Sumir framleiðendur senda betur binnuð kort í review sem gæti útskýrt þennan hitamun.
Síðast breytt af jonsig á Mán 16. Maí 2022 19:44, breytt samtals 3 sinnum.