Verðlagning og þróun verðs - hvað býr að baki ?

Hugmyndadeild, kvartanadeild og gleðideild

Höfundur
gtice
Ofur-Nörd
Póstar: 285
Skráði sig: Fim 23. Feb 2006 10:50
Reputation: 9
Staðsetning: Mosfellsbær
Staða: Ótengdur

Verðlagning og þróun verðs - hvað býr að baki ?

Pósturaf gtice » Lau 09. Jan 2021 20:21

Mig langar aðeins að setja fram leiðbeinandi punkta um verðlagningu, fyrir áhugasama má auðvitað ganga lengra.
Hef séð óskir um að sett væri fram verðlistar fyrir notaða hluti, það er óraunhæft á opnum markaði því það eru nokkrar hliðar á verðlagningu og því verði sem aðilar semja um í viðskiptum sín á milli, fyrir utan hraðar breytingar.

Ég skipti þessu í tvo þætti, annars vegar almenna og hina sem eru sérstakir fyrir tölvubúnað. Ath þetta er bara það sem ég man eftir þessa stundina. Hver og einn þessara þátta hefur áhrif við verðlagningu og umsamið verð:

Almennt:
    Framboð og eftirspurn (jafnvel scarcity)
    Samningatækni, stilla upp hærra verði til að geta prúttað eða bíða eftir réttum kaupanda, eða stilla upp lægra verði til að lágmarka fyrirhöfn og keyra sölu í gegn. (Ath að það getur í ákveðnum tilfellum aukið eftirspurn að hækka verð.)
    Virði vöru og tilfinningaleg tengsl (t.d. Apple hefur náð að skapa sterkar tilfinningar til vörumerkisins, ekki bara tæknin sem er seld)
    Framleiðslukostnaður þarf ekki að ráða söluvirði ef það er enginn tilbúin/nn að greiða fyrir það, algeng ástæða fyrir því að fyrirtæki fara á hausinn eða hætta með vörur.
    Ábyrgðarmál, samningar og skilmálar sem fylgja vörunni. Þetta er t.d. eitt af því sem aðgreinir margar tæknivörur sem eru á fyrirtækjamarkaði, sumt er með "on-site" ábyrgð, sumt er bara með varahlutum en engri vinnu, next business day osvfr fyrir utan ábyrgðartímann sjálfan
    Ýmsar náttúruhamfarir og óstýrðir atburðir, flóð á framleiðslusvæðum harðra diska olli verðhækkun og stöðnun í þróun í mörg ár, Covid eykur eftirspurn, minnkar framleiðslu ofl.
    Samkeppnisvörur / staðkvæmdarvörur - Hvað annað er í boðið sem uppfyllir þörfina ?
    Þekkingarmunur kaupanda og seljanda, það þarf ekki að vera slæmt, td. getur kaupandi vitað af sérstakri þörf eða tækifæri sem seljandi veit ekki af, honum ber ekki að upplýsa seljanda um það.
    Einskiptis viðskipti eða framtíðar viðskipti, orðspor osvfr
    Gengisþróun, tollar, áhætta, lagerhald, tryggingar, flutningur ofl

Tölvubúnaður
    Mikið af tölvubúnaði er í dag "commodity" vara, og því er mikið keppt á verðum, það á sérstaklega við um samsettu vörurnar, t.d. tölvuturnar, skjáir ofl nota sömu eða sambærilega íhluti. Galdurinn þarna er að ná til ákveðinna hópa með því að höfða til sérþarfa eða tilfinninga með markaðsetningu. Apple er dæmi um fyrirtæki sem hefur náð að brjóta sig út úr þessu, nýta hardware sem íhluti en eru að selja vörur sem eru ofar í virðiskeðjunni og framleiða sjálfir þegar við á.
    Moore's Law á ennþá við í dag og má segja að ímynduð virðisrýrnun á mörgum hlutum er því í takt við þessa reglu. Sem dæmi var lengi vel rætt um að sérstaklega ferðavélar (aukið slit) og jafnvel tölvukassar væru að rýrna um 50% á ári. Auðvitað er það bara þumalputtaregla, etv eitthvað hægst á þessu örlítið. Þetta þarf ekki að eiga við um tölvuskjái eða aðra hluti sem þróast hægar.
    Ýmis búnaður er mjög sérhæfður og jafnvel framleiddur í skamman tíma, þetta veldur skorti, sterk tenging við framboð og eftirspurn.

Markmið þessarar færslu er að leggja á vogaskálarnar punkta til að hjálpa þeim sem vilja læra meira og etv. að hafa í huga að það eru margir þættir sem hafa áhrif og gott að skoða málið vel áður en maður ákveður að leika löggu. Það er að mínu mati enginn þriðji aðili sem getur sagt aðilum hvernig þeir eiga að semja, en þeir geta leiðbeint og haldið umræðu upplýstri.

Gleðilegt ár !
Síðast breytt af gtice á Sun 10. Jan 2021 10:54, breytt samtals 6 sinnum.



Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6795
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 940
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Verðlagning og þróun verðs - hvað býr að baki ?

Pósturaf Viktor » Lau 09. Jan 2021 22:18

Fín yfirferð.

Mæli líka með því að kíkja á eBay til að fá góða tilfinningu fyrir því hvað sé eðlilegt verð fyrir notaðann hlut.


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB


Höfundur
gtice
Ofur-Nörd
Póstar: 285
Skráði sig: Fim 23. Feb 2006 10:50
Reputation: 9
Staðsetning: Mosfellsbær
Staða: Ótengdur

Re: Verðlagning og þróun verðs - hvað býr að baki ?

Pósturaf gtice » Lau 09. Jan 2021 22:25

Ebay er fínt, gott að hafa í huga að "buy now" verð geta verið þeir sem eru að bíða eftir þeim sem bráðvantar eitthvað og vilja borga há verð, það getur verið varhugavert að ákvarða verð út frá þeim, t.d. hlutir sem eru til sölu en enginn kaupir á því verði. Oft gott að bíða aðeins og grípa hluti þegar þeir koma inn á réttu verði - þeir seljast líka hratt og hverfa.

Það eru auðvitað undantekningar frá þessu, t.d. fyrirtæki sem nota ebay sem söluvettvang og hafa gott orðspor en eru ekki með eigin vefverslun, hef oft nýtt mér það líka.

Það gefur etv bestu tilfinninguna að leita að lokuðum sölum til að sjá hvernig verðin eru að þróast, dæmi:
http://www.watchcount.com/completed.php?bkw=9900k&bcat=164&bcts=&sfsb=Show+Me!&csbin=all&cssrt=ts&bfw=1&bslr=&bnp=&bxp=#serp
Síðast breytt af gtice á Lau 09. Jan 2021 22:34, breytt samtals 1 sinni.




Bourne
Ofur-Nörd
Póstar: 220
Skráði sig: Þri 20. Jan 2009 17:19
Reputation: 47
Staða: Ótengdur

Re: Verðlagning og þróun verðs - hvað býr að baki ?

Pósturaf Bourne » Sun 10. Jan 2021 06:49

Þetta er alltof langt, vel skrifað og málefnilegt, það nennir enginn að svara þessu... djók.

Ég hef yfirleit selt tölvuíhluti með það sjónarmið að gefa 30-40% afslátt af sambærilegum nýjum útúr búð á klakanum. Það hefur yfirleitt selst fljótt og allir verið sáttir. Það þarf ekkert að flækja hlutina eitthvað svakalega.

Mér hefur stundum fundist smá fyndið/þreytandi að sjá fólk nota ebay sem "viðmið" vegna þess að það reiknar ekki inn í myndina að það kostar ófáa þúsund kalla að fá hlutina senda heim og síðan geturu tekið alla upphæðina og margfaldað með 24%. Svo ekki að minnast á það að þú getur ekki séð hlutinn fyrirfram og ef það er eitthvað að hlutnum þá er mega vesen að díla við einhvern mörg þúsund kílómetra burtu vs. að hringja í Nonna hakkara sem býr 10 mín frá manni í Kóp City.

Ég hef aldrei verið var við svona mikla verðlöggu umræðu áður og held ég að við getum giskað á skort sem ástæðu. Sumir á vaktinni virðast hafa mikla réttlætiskend og verða reiðir þegar þeir sjá RTX 3080 á meira en það kostar nýtt. Mér persónulega er drull hvað menn vilja selja hlutina á.
Ég held þetta hafi bara aldrei verið neitt sérstakt vandamál í gegnum árin.
Síðast breytt af Bourne á Sun 10. Jan 2021 07:13, breytt samtals 2 sinnum.



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7502
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1166
Staða: Ótengdur

Re: Verðlagning og þróun verðs - hvað býr að baki ?

Pósturaf rapport » Sun 10. Jan 2021 10:14

Ég hef aldrei lent í einhverju ósanngjörnu eða lesið söluþráð sem mér hefur þótt athugasemdur ósanngjarnar.

Ég hef séð há verð gagnrýnd og hef yfirleitt verið sammála þeim kommentum.

Ef þetta er mikið vandamál, er þá ekki hægt að vitna í nokkra þræði og draga fram hvert vandamálið er?

Finnst þessi umræða ómarkviss á meðan maður áttar sig ekki á vandanum.