Daginn,
Geymið þið sögu upplýsinganna sem þið birtið á verðvaktar síðunni? Ef svo er þá væri flott ef mynduð nenna að gera eitthvað sambærilegt við þetta:
https://pcpartpicker.com/trends/internal-hard-drive/
Þá gæti maður séð auðveldlega hvort verðlag hefur verið stöðugt undanfarið, eða hvort það sé á niðurleið eða jafnvel uppleið. Svo væri hægt að sjá á svona grafi áhrif af lækkun/hækkun vörugjalda/tolla/skatta.
ps. leitaði að þráð hérna um sambærilegt efni, fann bara einn frá 2007 með engum svörum.