Fréttir af Verðvaktinni - 14. apríl 2003

Hugmyndadeild, kvartanadeild og gleðideild
Skjámynd

Höfundur
kiddi
Stjórnandi
Póstar: 1198
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 03:55
Reputation: 255
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Fréttir af Verðvaktinni - 14. apríl 2003

Pósturaf kiddi » Þri 15. Apr 2003 00:40

Sælir/ar! Ég veit ég veit, þráðurinn heitir "Fréttir af Verðvaktinni 14. apríl 2003" en samt er hann dagsettur þann fimmtánda, það er vegna þess að við erum reyndar búnir að uppfæra fyrir miðnætti, um miðnætti erum við að snurfusa og binda lausa hnúta og svoleiðis, svo ég vona að okkur verði fyrirgefið. ;-)

En að fréttum, litlar verðbreytingar hafa orðið hérna á klakanum. Hæst ber að GeForceFX 5200 'budget' kortið er loksins komið til landsins, nú getur fólk fengið sér Geforce kort sem styður DirectX 9 á alveg frábæru verði!

Fréttir eru farnar að berast af nýju kubbasetti frá Intel, kallað 875P ("Canterwood"), þetta kubbasett sportar 800 FSB, Dual-DDR400, AGP8x ásamt náttúrulegum stuðningi fyrir SerialATA og RAID, sem er nýjung í heimi móðurborða. Með DualD-DDR400 er loksins búið að hrinda hinu rándýra RAMBUS minni af palli hraðakóngsins, því DDR'ið nær núna 6.4 GB/s meðan RAMBUS 600 (nýjasta) nær 4.2 GB/s.

Að auki viljum við óska task.is & kt tölvum til hamingju með vefverslanirnar sínar, þær eru glæsilegar og blása meira lífi í bransann! Hér með verða verðin hjá k.t. tölvum miðuð við vefverslunina.

Hver verður sumargjöfin til ykkar sjálfra í vor? :-)



Skjámynd

MezzUp
Besserwisser
Póstar: 3694
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 15:19
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf MezzUp » Þri 15. Apr 2003 01:53

Það er fjallað um þetta chipsett á tomshardware og mér líst nokkuð vel á það en samt er það nokkur ókostur að tengingin á milli northbridge og southbridge er bara 266MB á sek. og er það varla nóg fyrir nútíma tæki. T.d. er þessi tenging á Via KT400 chippsettinu 533MB/s þannig að það er spurning hvort að þessi 266MB/s sé alveg nóg.