Fréttir af Verðvaktinni - 15. mars 2004

Hugmyndadeild, kvartanadeild og gleðideild
Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16575
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2137
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf GuðjónR » Fös 26. Mar 2004 12:27

Þú mátt alveg borga meira fyrir sömu þjónustu til þess að styðja við bakið á þeim sem eru búnir að okra á þér í gegnum tíðina.
Ekki mitt mál þótt þú sért svona vitlaus...en hefur þér ekki dottið í hug að kannski er rúm fyrir 2 flugfélög? og hvað með þann möguleiga að Iceland Express setji Icelandair á hausinn?
Af hverju er það sjálfgefið að Icelandair seti aðra á hausinn? eru þeir svona fjársterkir? og af hverju þá? af því að það eru kallar eins og þú tilbúnir að láta okra á sér hvenær sem er.
Hvernin myndir þú vilja leysa þetta? Láta Express hækka fargjöldin? Láta Express hætta?
Njóttu þess bara að einokunin sé loksins rofin og það sé hægt að ferðast á eðlilegu verði.




stubbur
Nýliði
Póstar: 12
Skráði sig: Fös 26. Mar 2004 10:08
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf stubbur » Fös 26. Mar 2004 13:04

Ertu eitthvað steiktur i hausnum?

" til þess að styðja við bakið á þeim sem eru búnir að okra á þér í gegnum tíðina. "

?? Hvaðan fekkstu þetta?

Þu ert buinn að syna það með þessum svörum þinum herna að vitinu verður ekki komið fyrir þig, verður að brenna þig sjalfur einsog litlu börnin.

Tala við þig þegar express er farið a hausinn og þu borgar 60-120þusund fyrir flug til london. Þa kannski kveikirðu a perunni.




gumol
Besserwisser
Póstar: 3929
Skráði sig: Sun 27. Okt 2002 00:12
Reputation: 0
Staðsetning: Kópavogur
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf gumol » Fös 26. Mar 2004 13:07

Ég get nú ekki séð að þú sért eldri en svona 10 ára miðað við þetta svar stubbur.

Ég held það sjáist mjög vel á matvörumarkaðnum núna hvað gersit þegar fyrirtæki fara að borga með vörunum, hellingur af fyrirtækjum verða gjaldþrota og eftir standa örfá stór fyrirtæki sem eiga líklega eftir að einoka markaðinn í einhvern tíma.

En eins og wICE_man bennti á þá er ekki verið að borga með ódýrustu örrunum.



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16575
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2137
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf GuðjónR » Fös 26. Mar 2004 13:32

gumol sammála...ég fór líka að hugsa...hvað er ég að reyna að rökræða við fermingardreng :D
Það er bara ekki hægt...nenni ekki svona pabbi minn er sterkari en pabbi þinn röksemdum...



Skjámynd

Bendill
spjallið.is
Póstar: 415
Skráði sig: Lau 25. Okt 2003 03:06
Reputation: 0
Staðsetning: Mosfellsbær
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Bendill » Fös 26. Mar 2004 13:44

lol
*Ræskj*
[rant]
alltaf dragið þið upp þennan aldur og notið hann í niðrandi tilgangi...
Þótt einhver sé eldri en hinn þá þýðir það ekki að hann hafi sjálfkrafa rétt fyrir sér. Og hvar fáið þið þessar upplýsingar? Af því hvernig maðurinn orðar sín svör?

Jæja, ég ætlaði alls ekki að fara stela þræðinum... :P
[/rant]


OC fanboy

Skjámynd

Voffinn
Vaktari
Póstar: 2249
Skráði sig: Sun 22. Des 2002 17:41
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf Voffinn » Fös 26. Mar 2004 13:48

Strákar, stubbur hefur sett mál sitt frekar málefnalega vel fram og mér finnst rök hans og málfar benda til aðeins meiri þroska en þið viljið gefa honum heiðurinn að.

Og ég meir að segja ætla að gerast svo djarfur að segja að stubbur hafi ákveðið point. Þar sem að það liggur í augum uppi að þegar það eru tvö fyrirtæki ráðandi og annað er að undirbjóða hitt það mikið að þeir borga niður vörurnar og enda á hausnum. Þá hefur hitt betri markaðstöðu og hækkar verðið.

Ég held að IcelandAir/IE hafi bara verið slæmt dæmi þar sem að ég held að IE sé ekkert að borga með vörunum sínum heldur er þetta bara nýrra fyrirtæki, minni grunnur undir því, færri starfsmenn og minni þjónusta. Alveg það sama og við erum að horfa á þegar þessar nýju netverslarnir eru að koma og undirbjóða stóru búðirnar sem er í rauninni ekkert ósvipað IcelandAir/IE dæminu. Minni búðir, minni þjónusta og minni arflegð. Ég held að menn gleymi þessu svolítið þegar það er verið að ræða um þessar nýju 'litlu' búðir.


Voffinn has left the building..


gumol
Besserwisser
Póstar: 3929
Skráði sig: Sun 27. Okt 2002 00:12
Reputation: 0
Staðsetning: Kópavogur
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf gumol » Fös 26. Mar 2004 13:59

Nema nátturlega að það hefur sýnt sig að litlu búðirnar eru með ekki með verri þjónustu :)

Enda eru þessar búðir sem eru að bjóða allra lægsta verðið með stór fyrirtæki á bakvið sig sem geta þá gripið inní ef þeim gengur illa.



Skjámynd

Dannir
Fiktari
Póstar: 87
Skráði sig: Þri 28. Okt 2003 16:50
Reputation: 0
Staðsetning: RvK
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Dannir » Fös 26. Mar 2004 14:14

Þið getið séð þetta dæmi hanns stubbs á Benzin markaðnum.

1 líter af benzíni fyrir Atlandsolíu 99kr
1 líter af benzíni eftir að Atlandsolía kom 92kr
1líter af benzíni eftir að Atlandsolia kláraði sitt benzín 99kr

Orkan lækkaði verðið hjá sér á einni stöð sem var sú sem var næst Atlandsolíu.

Svikararnir 3 (Shell,Esso og Olis) lækkuðu um leið og Atlandsolía fékk benzín aftur.

Svona sem dæmi kom Task með trompi inn á markaðinn með fínum verðum og allir fóru þangað . Ég sé ekki þessi fínu verð þar lengur.




stubbur
Nýliði
Póstar: 12
Skráði sig: Fös 26. Mar 2004 10:08
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf stubbur » Fös 26. Mar 2004 16:40

Hmm..jæja..alltaf gaman þegar menn fara niður á þetta plan, en ég nenni ekki að elta.

Voffinn: Takk fyrir að halda þessu málefnalegu, en þú ert að misskilja mig á einn hátt: Ég er ekki að segja að IEX sé að bjóða undir kostnaðarverði - þetta er þeirra verðflokkur (15 til 30þúsund).
Hinsvegar er IAIR mjög líklega að selja undir kostnaðarverði þegar þeir fara með miðana niður í 15.990, en hafa undanfarin ár(ef ekki áratugi) selt sömu sæti á 50 til 120 þúsund, og ekki voru þeir að skila neinum blússandi hagnaði þá.

Mitt point er einmitt þetta: Þegar nýtt fyrirtæki kemur inná markað þar sem annað eldra fyrirtæki er með einokunarstöðu þá mun hið eldra reyna að undirbjóða, og jafnvel fara undir sitt kostnaðarverð í ákveðin tíma, nýja fyrirtækið til að losna við það af markaðnum og endurheimta einokunarstöðu, stöðu þar sem þeir geta verðlagt sætin einsog þeir vilja - ef þú þarft að komast til útlanda þá verður þú að gjöra svo vel að borga uppsett verð.

Það er alltaf erfitt að koma svona dæmi/líkingu yfir á eins opinn markað og tölvumarkaðinn þar sem að menn geta pantað að utan ef þeir eru ósáttir með verðin hérlendis, en þetta IAIR/IEX dæmi er mjög einfalt og ætti að útskýra megin hugsunina vel.

Það er aldrei hagstætt til langs tíma litið að flest eða öll fyrirtæki á ákveðnum markaði séu að bjóða vörur sínar undir kostnaðarverði, eða rétt yfir það. Á endanum borga neytendurnir alltaf tapið, hvernig sem á dæmið er litið.

nefni hér nokkur: Ef að fyrirtæki ætlar sér að undirbjóða markaðinn og býður of lágt, ekki endilega undir sín kostnaðarverð en ekki nægilega mikið yfir þau til að borga annan kostnað(sem er drjúgur) þá fer það einfaldlega á hausinn. Hverjir tapa á því? Jú birgjarnir þeirra. Og hvað gerist ef að birgjarnir fara að tapa? Þá þurfa þeir að hækka sín verð til að koma á móti tapinu. Og hver tapar þá? Allir neytendur af því að hinar búðirnar sem kaupa frá þessum birgja þurfa að hækka sín verð.

Þetta er svipað og með skattahækkanir á fyrirtæki, með svipaðri rökfærslu má sýna framá að allar skattahækkanir á fyrirtæki, t.d frægu geisladiskatollarnir(sem eru í raun lagðir á innflytjendur diska, s.s fyrirtækin) enda á því að vera borgaðar af neytendum, en ekki fyrirtækjunum.

Þessvegna er best ef að markaðir ná jafnvægi, þ.e verðið sé hvorki of hátt fyrir neytendur né of lágt fyrir fyrirtækin sjálf.

Mbk.
Stubburinn, vel kominn af fermingaraldri ;)



Skjámynd

Voffinn
Vaktari
Póstar: 2249
Skráði sig: Sun 22. Des 2002 17:41
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf Voffinn » Fös 26. Mar 2004 16:55

Dannir skrifaði:Þið getið séð þetta dæmi hanns stubbs á Benzin markaðnum.

1 líter af benzíni fyrir Atlandsolíu 99kr
1 líter af benzíni eftir að Atlandsolía kom 92kr
1líter af benzíni eftir að Atlandsolia kláraði sitt benzín 99kr

Orkan lækkaði verðið hjá sér á einni stöð sem var sú sem var næst Atlandsolíu.

Svikararnir 3 (Shell,Esso og Olis) lækkuðu um leið og Atlandsolía fékk benzín aftur.

Svona sem dæmi kom Task með trompi inn á markaðinn með fínum verðum og allir fóru þangað . Ég sé ekki þessi fínu verð þar lengur.


Svikararnir?

Veistu það að ég fer framhjá þessari Atlantsolíu stöð á hverjum degi og þetta er gömul sjoppa sem var með tvær dælur frá olís. Aldrei neitt að gera þarna áður en atlantsolía byrjaði.

Svo eru hérna stundum ~15 metra biðraðir af bílnum sem þurfa að öllu jöfnu að bíða lengur en í 5 mín eftir afgreiðslu. Dæla sjálfur (sem ég sé ekkert að í sjálfu sér) og borga og fara í burtu. Ég skil ekki hvernig þeir fá leyfi fyrir þessu. Þetta er pínulítil stöð sem er í miðju íbúðahverfi og biðraðirnar blokka stundum alveg umferð í eina götuna þarna. Þetta er óásættanlegt. (Alls ekki það að ég sé að dissa sjoppuna, þetta er fínasta sjoppa.)

Ég versla heldur við fyrirtæki sem eru með stórar stöðvar. Mér líkar það þegar það er komið til mín og spurt hvort mig vanti rúðupiss eða nýjar rúðuþurrkur. Ekki það að ég sé einhver ríkisbubbi sem getur ekki gert það sjálfur en mér finnst flott að sjá að þeir bjóði uppá þessa þjónustu. Stórar stöðvar þýða oftast gott aðgengi og lítill tími fer í biðraðir. Þetta er oft orðið svolítið meira en bara bensínstöð.

En margir boða dauða til stóru olíufélaganna! Það sem þeir átta sig ekki á er hversu stóru hlutverki þessar stöðvar eða jafnvel bara stofnannir gegna. Allar þessar stöðvar útá landi. Segjum til dæmis að Olíufélagið myndi fara á hausinn (hæpið). Hvað myndi gerast? Jú, margir staðir útá landi yrðu bensínlausir. Eflaust myndu olís og skeljungur grípa tækifærið og planta sjálfafgreiðslu júnitum útum land allt en þrátt fyrir það missir fullt af fólki vinnuna.

Ég veit að þessi stutta dæmisaga á sér enga stoð í raunveruleikanum og er kannski frekar útí hött. En hlutverk hennar er að gera ljóst að bensínstöðvarnar eru miklu meira en bara bensínstöðvar. Þetta eru stofnannir. Þær gegna sínu hlutverki alveg einsog opinberarstofnannir gegna sínu hlutverki.

En vá. Hvað varð til þess að við nördin fórum að rífast um bensín :shock:


Voffinn has left the building..


wICE_man
Kerfisstjóri
Póstar: 1293
Skráði sig: Fös 20. Feb 2004 00:25
Reputation: 35
Staðsetning: Í kísildalnum
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf wICE_man » Fös 26. Mar 2004 19:02

Það er bara ein leið til að halda samkeppni í gangi:

VERSLA HJÁ ÞEIM SEM HÓFU SAMKEPNINA!!!!

Þeir sem eru fyrir á markaðnum munu halda áfram í sama farinu svo að það á ekki að verðlauna þá þegar að þeir lækka verðið tímabundið.




stubbur
Nýliði
Póstar: 12
Skráði sig: Fös 26. Mar 2004 10:08
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf stubbur » Fös 26. Mar 2004 19:10

Nákvæmlega.




gumol
Besserwisser
Póstar: 3929
Skráði sig: Sun 27. Okt 2002 00:12
Reputation: 0
Staðsetning: Kópavogur
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf gumol » Fös 26. Mar 2004 19:45

akkurat



Skjámynd

OverClocker
spjallið.is
Póstar: 419
Skráði sig: Mið 04. Des 2002 22:30
Reputation: 0
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Pósturaf OverClocker » Fös 26. Mar 2004 19:55

Ég verð nú að fá að segja mitt um þessa umræðu...

Með tilkomu Task og Start var tölvumarkaðnum gjörsamlega snúið á hvolf á Íslandi.. loksins komu nýjar vörur og verð lækkaði mikið.. Stóri aðililinn á markaðnum, Tölvulistinn átti aldeilis harma að hefna enda eru nú eigendur og starfsmenn Task fyrrverandi starfsmenn þeirra og tóku mörg fyrirtæki með sér..

Hvað gera þeir.. þeir stofna Att, og NB! þeir eru að selja sumt á kostnaðarverði enda hefur TL efni á því..

Þeir hafa tilkynnt fyrirtækjum að þeir jafni tilboð Task eða bjóði betur.

Þeir eru nú að opna verslun.. og hvar opna þeir? við hliðina á Start !!

Það sem liggur fyrir TL er að drepa þessa tvo aðila til að fá aftur sína draumastöðu sem er að einoka þennan markað..

Ég held mig við þá aðila sem hófu þessa verðlækkun í raun, og það eru Task og Start..




wICE_man
Kerfisstjóri
Póstar: 1293
Skráði sig: Fös 20. Feb 2004 00:25
Reputation: 35
Staðsetning: Í kísildalnum
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf wICE_man » Fös 26. Mar 2004 20:29

Eru Att virkilega skósveinar Tölvulistans?




stubbur
Nýliði
Póstar: 12
Skráði sig: Fös 26. Mar 2004 10:08
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf stubbur » Fös 26. Mar 2004 20:32

Á erfitt með að trúa því....finnst svo margt við Att vera amatörlega gert og allt virðist vera gert einsog umræddur aðili hafi verið með mjög lítið start budget...

aldrei að vita samt...er þetta eitthvað inside info eða sögusagnir bara?



Skjámynd

OverClocker
spjallið.is
Póstar: 419
Skráði sig: Mið 04. Des 2002 22:30
Reputation: 0
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Pósturaf OverClocker » Sun 28. Mar 2004 23:57

stubbur skrifaði: einsog umræddur aðili hafi verið með mjög lítið start budget...

Einmitt! auglýsir í öllum miðlum, margfalt á við aðra..

Til að taka af allan vafa.. og enda þessa umræðu um @ og Tölvulistann (orðið mjög þreytt efni) þá get ég fullyrt að í fyrirtækjaskrá er sami aðili skráður fyrir Tölvulistanum og Att ehf.




stubbur
Nýliði
Póstar: 12
Skráði sig: Fös 26. Mar 2004 10:08
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf stubbur » Mán 29. Mar 2004 00:19

hmm...skrítið...hef bara séð þá auglýsa hér ;)

Annaðhvort eru þeir ekki að auglýsa eins hressilega og þú segir eða að þeir eru að auglýsa mjög rangt ;)




wICE_man
Kerfisstjóri
Póstar: 1293
Skráði sig: Fös 20. Feb 2004 00:25
Reputation: 35
Staðsetning: Í kísildalnum
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf wICE_man » Mán 29. Mar 2004 11:49

Hef séð þá auglýsa oft í fréttablaðinu, heila síðu oftast, nú þegar ég hugsa út í það þá sé ég sársjaldan auglýsingar frá task, start eða tölvuvirkni.



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16575
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2137
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf GuðjónR » Mán 29. Mar 2004 13:00

stubbur skrifaði:hmm...skrítið...hef bara séð þá auglýsa hér ;)

Annaðhvort eru þeir ekki að auglýsa eins hressilega og þú segir eða að þeir eru að auglýsa mjög rangt ;)


Ertu að segja að það sé rangt af þeim að kaupa banner af okkur?




stubbur
Nýliði
Póstar: 12
Skráði sig: Fös 26. Mar 2004 10:08
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf stubbur » Mán 29. Mar 2004 18:05

voðalega ertu viðkvæmur, nei - ef að einhver auglýsir ekki rétt þá er hann að auglýsa án þess að viðskiptavinir taki eftir því - það að ég skuli hafa tekið eftir þeim hér en hvergi annarsstaðar þýðir að þessi auglýsing sé þeirra besta ákvörðun.

Er með gott ráð fyrir þá sem virðast stökkva uppá nefsér hérna í þessum þræði við minnsta vott af skoti á sig: LESIÐ MEIRA EN AÐRA HVERJA LÍNU ;)



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16575
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2137
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf GuðjónR » Mán 29. Mar 2004 18:19

Flott að hafa svona hæfan markaðsfræðing hér á spjallinu...
Mig grunar að þetta með að stökkva upp á nef sér hafi verið skot til mín, en ég er ekki alveg með á nótunum...
Sýnist þú frekar vera að æsta þig með því að skrifa í hástöfum og fara allur í vörn :D




Zaphod
Gúrú
Póstar: 562
Skráði sig: Sun 06. Apr 2003 17:13
Reputation: 0
Staðsetning: Omaha Beach
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Zaphod » Mán 29. Mar 2004 18:34

Stuttu eftir að þeir opnuðu voru þeir með opnu eða heilsíðu í fréttablaðinu. Það er eina sem ég man eftir , en annars les ég voða lítið dagblöðin ......


"You can fool some of the people all of the time, and all of the people some of the time, but you can not fool all of the people all of the time."