Fréttir af Verðvaktinni - 31. mars 2003

Hugmyndadeild, kvartanadeild og gleðideild
Skjámynd

Höfundur
kiddi
Stjórnandi
Póstar: 1198
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 03:55
Reputation: 255
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Fréttir af Verðvaktinni - 31. mars 2003

Pósturaf kiddi » Þri 01. Apr 2003 00:07

Helstu breytingar sem vert var að taka eftir voru lækkanir á AMD örgjörvum og DDR400 vinnsluminni. Hvernig væri að skella sér á DualDDR móðurborð núna og grípa í nokkra minniskubba meðan þeir eru svona ódýrir?

Meðan það er svona lítið að gerast þá er kannski rétt að nefna vörur sem eru væntanlegar á komandi mánuðum, t.d. GeforceFX 5200 & 5600, Radeon9600 & 9800, fleiri DualDDR móðurborð, SerialATA harðir diskar eru þegar byrjaðir að ryðja sér veg inn á markaðinn og einnig bíðum við eftir næstu kynslóð af P4 örgjörvum sem munu byggja á FSB800 móðurborðum. Ef það er eitthvað sérstakt sem þið eruð spennt fyrir, endilega komið af stað umræðum um það hér á spjallinu og komið okkur hinum til vitundar um þessar gersemar! :)