Þetta stefnir ekki í gott! Töluverðar hækkanir á efstu örgjörvum í hverjum flokki fyrir sig, kannski má reka til gengi krónunnar gagnvart dollaranum undanfarið? Við vitum ekki. Allavega hefur verið mjög lítið um lækkanir en meira um hækkanir í nánast öllum flokkum.
Nú er sumarið búið og við sögðumst ætla að prufukeyra 2-vikna uppfærslutímann á meðan það varði, hvað finnst ykkur? Finnst ykkur þörf á að við uppfærum aftur á vikufresti eða var þetta nóg fyrir ykkur?
Allavega hvað okkur varðar þá voru breytingar það sjaldgæfar að vinnan við uppfærslurnar var ekki alltaf að borga sig.
Látið í ykkur heyra!
vaktin.is
Fréttir af Verðvaktinni - 8. september 2003
-
- Besserwisser
- Póstar: 3929
- Skráði sig: Sun 27. Okt 2002 00:12
- Reputation: 0
- Staðsetning: Kópavogur
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Harðidiskurinn sem ég er að fara að kaupa mér var að lækka, svo það er eitthvað um lækkanir líka.
Varðandi 2ja vikna uppfærslurnar virðist þetta vera að virka vel miðað við útreikninga Fumblers.
Keep up the good work.
Varðandi 2ja vikna uppfærslurnar virðist þetta vera að virka vel miðað við útreikninga Fumblers.
Keep up the good work.
Síðast breytt af gumol á Þri 09. Sep 2003 19:27, breytt samtals 1 sinni.
-
- Kóngur
- Póstar: 6496
- Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
- Reputation: 315
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
skilmálar á forsíðu skrifaði:Fyrirvari:
Eftirfarandi verð eru eingöngu lægstu verð hverrar
verslunar fyrir sig, ekki er tekið tillit til vörumerkja
og þar af leiðandi gæða þeirrar vöru sem um ræðir.
Þessi listi er eingöngu ætlaður til viðmiðunar þegar
farið er að púsla saman tölvu með hagkvæmni í huga.
Öll verð eru fengin af heimasíðum fyrirtækjanna og
er fólk vinsamlegast beðið að hafa í huga að þetta
eru ekki endilega nýjustu verðin.
Grænn reitur þýðir ódýrasta verð í viðkomandi
flokki í augnablikinu.
Við áskiljum okkur rétt til þess að hafa rangt fyrir okkur
annað slagið, því biðjum við þig, kaupandi góður að
kíkja á heimasíður fyrirtækjanna og sannreyna verðin
sem eru á þessum vef áður en þú ákveður að versla.
Upplýsingar:
Verðlistar eru uppfærðir annað hvert mánudagskvöld.
Hafirðu ábendingar um villur eða jafnvel góðar
uppástungur endilega sendu okkur tölvupóst
á vaktin@vaktin.is.
ég vildi bara benda ykkur á að það er "annars lagið" en ekki "annað slagið"
"Give what you can, take what you need."