Óþolandi athugasemdir
Óþolandi athugasemdir
Sælir
Ég hef tekið eftir því að hægt er að gera athugasemdir við auglýsingar þeirra sem eru að auglýsa eitthvað til sölu hér á vefnum og koma þessar athugasemdir fram neðan við auglýsinguna.
Ég verð að segja að mér finnst þessar athugasemdir oft ákaflega hvimleiðar. Þeir sem ekki hafa tekið eftir þessu geta t.d. séð auglýsingu sem sett var inn 29. okt. 06 með fyrirsögninni " Til sölu fín leikjatölva" og komnar voru tvær athugasemdir við í dag 30 okt. Báðar athugasemdirnar eru þess eðlis að verið er að rakka niður það sem viðkomandi er að selja eða verðið sem viðkomandi hefur sett á hlutinn.
Það er að sjálfsögðu réttur hvers og eins að setja upp það verð sem honum sýnist, síðan er það kaupenda að ákveða fyrir sig hvort þeir vilji greiða uppsett verð.
Er ekki hægt að taka út möguleikann á að senda athugasemd nema þá á seljandann beint?
Hvert er álit ykkar?
Óskar
Ég hef tekið eftir því að hægt er að gera athugasemdir við auglýsingar þeirra sem eru að auglýsa eitthvað til sölu hér á vefnum og koma þessar athugasemdir fram neðan við auglýsinguna.
Ég verð að segja að mér finnst þessar athugasemdir oft ákaflega hvimleiðar. Þeir sem ekki hafa tekið eftir þessu geta t.d. séð auglýsingu sem sett var inn 29. okt. 06 með fyrirsögninni " Til sölu fín leikjatölva" og komnar voru tvær athugasemdir við í dag 30 okt. Báðar athugasemdirnar eru þess eðlis að verið er að rakka niður það sem viðkomandi er að selja eða verðið sem viðkomandi hefur sett á hlutinn.
Það er að sjálfsögðu réttur hvers og eins að setja upp það verð sem honum sýnist, síðan er það kaupenda að ákveða fyrir sig hvort þeir vilji greiða uppsett verð.
Er ekki hægt að taka út möguleikann á að senda athugasemd nema þá á seljandann beint?
Hvert er álit ykkar?
Óskar
-
- Kóngur
- Póstar: 6496
- Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
- Reputation: 315
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
ertu að tala um þessa?:
http://auglysinga.vaktin.is/showproduct.php?product=1269
Ég er ekki hissa að það sé verið að gagnrína þetta. Það er ekki einusinni tekið fram hvort þetta er í kassa eða hvort það er aflgjafi eða móðurborð með í þessum pakka.
Svo er seint hægt að kalla tölvu með radeon 9600SE (sem var budget kort fyrir 3 árum síðan) og budget örgjörfa, leikjatölvu.
Enginn þarna að gagnrína verðið að ég sjái.
http://auglysinga.vaktin.is/showproduct.php?product=1269
Ég er ekki hissa að það sé verið að gagnrína þetta. Það er ekki einusinni tekið fram hvort þetta er í kassa eða hvort það er aflgjafi eða móðurborð með í þessum pakka.
Svo er seint hægt að kalla tölvu með radeon 9600SE (sem var budget kort fyrir 3 árum síðan) og budget örgjörfa, leikjatölvu.
Enginn þarna að gagnrína verðið að ég sjái.
"Give what you can, take what you need."
Ég tek það fram að ég hef ekkert með þessa auglýsingu að gera annað en að nota hana sem dæmi.
Umræddar athugasemdir geta skaðar auglýsandann og gert honum ókleyft að ná fram sölu. Hann á að eiga rétt á að auglýsa það sem honum sýnist og biðja um það verð sem honum sýnist einnig og ef það er svo einhver svo vitlaus að falla í þá gryfju að kaupa á kolvitlausu verði þá er það mál þess sem selur og þess sem kaupir
Það eru alltaf einhverjir sem finnst þeir knúnir til að láta vita um snilligáfu sína um það sem verið er að auglýsa en hafa engan áhuga á að kaupa.
Óskar
Umræddar athugasemdir geta skaðar auglýsandann og gert honum ókleyft að ná fram sölu. Hann á að eiga rétt á að auglýsa það sem honum sýnist og biðja um það verð sem honum sýnist einnig og ef það er svo einhver svo vitlaus að falla í þá gryfju að kaupa á kolvitlausu verði þá er það mál þess sem selur og þess sem kaupir
Það eru alltaf einhverjir sem finnst þeir knúnir til að láta vita um snilligáfu sína um það sem verið er að auglýsa en hafa engan áhuga á að kaupa.
Óskar
-
- Vaktari
- Póstar: 2543
- Skráði sig: Fim 13. Júl 2006 19:30
- Reputation: 44
- Staðsetning: Kópavogur
- Staða: Ótengdur
Jújú. Það er oft þannig en það ber að athuga að þetta er VAKTIN og við erum að VAKTA verð sem eru í gangi á tölvubúnaði einnig. Ef við sjáum eitthvað sem er alveg út úr kú, Eins og þetta dæmi bersýnilega þá auðvitað látum við athugasemdir við.
Jú vissulega þarf ekki að segja DRASL eða ÓGEÐ eða annað mjög niðrandi en það má vel benda fólki á að þetta sé ekki raunhæf krafa.
Það er líka tekið skýrt fram að Vaktin ábyrgist ekki farsælar sölur á þessum þræði. Við reynum að hjálpast að.
Jú vissulega þarf ekki að segja DRASL eða ÓGEÐ eða annað mjög niðrandi en það má vel benda fólki á að þetta sé ekki raunhæf krafa.
Það er líka tekið skýrt fram að Vaktin ábyrgist ekki farsælar sölur á þessum þræði. Við reynum að hjálpast að.
Gigabyte Aorus Elite V2 * Ryzen 5 5600x * Nvidia RTX3080 * 16Gb Corsair LPX CL16 3600 * Corsair RM850x * Acer Predator X34 34" 100hz * Corsair Carbite 400D * Sennheiser HD560s
-
- Fiktari
- Póstar: 76
- Skráði sig: Fös 03. Mar 2006 22:54
- Reputation: 0
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Óskarbj skrifaði:Hann á að eiga rétt á að auglýsa það sem honum sýnist og biðja um það verð sem honum sýnist einnig og ef það er svo einhver svo vitlaus að falla í þá gryfju að kaupa á kolvitlausu verði þá er það mál þess sem selur og þess sem kaupir
Afhverju er ekki sjálfsagt að þeir sem hafa þekkingu á þessu bendir á ef það eru rugl verð eða ef tölvan er auglýst sem öflug leikjatölva en er það svo alls ekki?
Það eru margir sem hafa lítið vit á tölvum en þeir eru örugglega mjög þakklátir fyrir svona athugsemdir. Þá er betur hægt að treysta á að kaupa ekki eitthvað rugl hér á vaktinni.
Starfsmaður hjá Tölvutækni
-
- Vaktari
- Póstar: 2543
- Skráði sig: Fim 13. Júl 2006 19:30
- Reputation: 44
- Staðsetning: Kópavogur
- Staða: Ótengdur
ÞAnnig er það og þannig mun það vera. Menn verða samt að sýna þroska að koma ekki með komment eins og " ojj .. þetta er ógó mikið drasl "
Við viljum reyna að miðla reynslu og kunnáttu áfram. Ég t.d hef lært alveg ótrúlega mikið síðan ég byrjaði að stunda vaktina. Gnarr er kominn á full laun hjá mér og allt að gerast
Við viljum reyna að miðla reynslu og kunnáttu áfram. Ég t.d hef lært alveg ótrúlega mikið síðan ég byrjaði að stunda vaktina. Gnarr er kominn á full laun hjá mér og allt að gerast
Gigabyte Aorus Elite V2 * Ryzen 5 5600x * Nvidia RTX3080 * 16Gb Corsair LPX CL16 3600 * Corsair RM850x * Acer Predator X34 34" 100hz * Corsair Carbite 400D * Sennheiser HD560s
-
- Kóngur
- Póstar: 6496
- Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
- Reputation: 315
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Óskarbj skrifaði:Umræddar athugasemdir geta skaðar auglýsandann og gert honum ókleyft að ná fram sölu. Hann á að eiga rétt á að auglýsa það sem honum sýnist og biðja um það verð sem honum sýnist einnig og ef það er svo einhver svo vitlaus að falla í þá gryfju að kaupa á kolvitlausu verði þá er það mál þess sem selur og þess sem kaupir
Að auglýsa misvísandi er ólöglegt (já, það eru greinagerðir um þetta íslenskum lögum).
Og hvernig skaðar það seljandann að hann nái ekki að selja hlutinn sem hann var að auglýsa ólöglega?
"Give what you can, take what you need."
-
- Vaktin er ávanabindandi
- Póstar: 1694
- Skráði sig: Þri 02. Des 2003 15:44
- Reputation: 1
- Staða: Ótengdur
Einsog Ómar sagði hér fyrr í þræðinum þá er þetta bara eðlilegt að við séum að "vakta" verðið á þessu.
Þaraðleiðandi hjálpa hjálparlausum "núbbum" sem voru að spá í að kaupa þessa leikjavel, hún spilar eflaust ágætlega leiki bara ekki í bestu gæðunum né nýja leiki.
Já svo er einsog Gnarr sagði aðeins tekið fram hvernig gpu,minni og örri er í þessu.
Þaraðleiðandi hjálpa hjálparlausum "núbbum" sem voru að spá í að kaupa þessa leikjavel, hún spilar eflaust ágætlega leiki bara ekki í bestu gæðunum né nýja leiki.
Já svo er einsog Gnarr sagði aðeins tekið fram hvernig gpu,minni og örri er í þessu.
-
- Ofur-Nörd
- Póstar: 234
- Skráði sig: Mið 07. Jan 2004 20:07
- Reputation: 0
- Staðsetning: Hornafjörður
- Staða: Ótengdur
Ef menn vanda sig þegar þeir setja inn auglýsingar. Gefa nauðsynlegar upplýsingar. Eru búnir að kynna sér verð og/eða setja ekki inn rangar staðhæfingar þá eru menn ekki skotnir í kaf.
Vel undirbúinn og sangjörn auglýsing leiðir oftar en ekki til skjótrar sölu án nokkurrar gagnrýni.
Hér fer fram hellingur af sangjörnum viðskiptum með tölvubúnað án þess að hraunað sé yfir viðkomandi eða auglýsingu hans.
Ef menn hins vegar vilja fara í viðskipti þar sem reynt er að blekkja hugsanlega kaupendur með verði eða gæðum á tölvubúnaði þá er best að reyna annar staðar fyrir sér en á Vaktinni því þar eru menn böggaðir fyrir óraunhæfar kröfur og staðhæfingar.
Það sem flestir klikka á er að þeir halda að verð á tölvudrasli sé óbreytt frá nýju til notaðs þegar sannleikurinn er sá að tölvubúnaður fellur hraðar í verði en nokkuð annað og það sem er nýtt í dag er gamalt og verðlítið á morgun.
Vel undirbúinn og sangjörn auglýsing leiðir oftar en ekki til skjótrar sölu án nokkurrar gagnrýni.
Hér fer fram hellingur af sangjörnum viðskiptum með tölvubúnað án þess að hraunað sé yfir viðkomandi eða auglýsingu hans.
Ef menn hins vegar vilja fara í viðskipti þar sem reynt er að blekkja hugsanlega kaupendur með verði eða gæðum á tölvubúnaði þá er best að reyna annar staðar fyrir sér en á Vaktinni því þar eru menn böggaðir fyrir óraunhæfar kröfur og staðhæfingar.
Það sem flestir klikka á er að þeir halda að verð á tölvudrasli sé óbreytt frá nýju til notaðs þegar sannleikurinn er sá að tölvubúnaður fellur hraðar í verði en nokkuð annað og það sem er nýtt í dag er gamalt og verðlítið á morgun.
Athlon64 X2 5000+, Gigabyte GA-MA-770-DS3, 4GB Corsair, 2* Seagate 500GB, Xerox 19", Neovo 20" LCD skjáir
-
- FanBoy
- Póstar: 706
- Skráði sig: Fös 11. Nóv 2005 11:33
- Reputation: 2
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Það er leiðinlegt þegar sölu er spillt. Hinsvegar þá er það mikilvægt að láta engan vafa leika um um sölu á einhverju, enda getur það pirrað notendur hérna þegar vafi sprettur upp vegna misvísandi auglýsinga.
Hérna eru notendur sem þekkja hluti nokkuð vel og eru meðvitaðir um verðgildi þeirra. Það að láta í sér heyra og gera athugasemdir snýst um það að hafa hlutina á hreinu.
Í þessu tilfelli liggur auglýsandinn vel við athugasemdum og gagnrýni enda er tölvan ekki virði þess sem óskað er eftir, langt í frá. Þetta má reyna annarstaðar þar sem fólk hefur ekki hundsvit á tölvum, en hérna getur þetta vakið viðbrögð og venjulega réttlætanleg.
Hérna eru notendur sem þekkja hluti nokkuð vel og eru meðvitaðir um verðgildi þeirra. Það að láta í sér heyra og gera athugasemdir snýst um það að hafa hlutina á hreinu.
Í þessu tilfelli liggur auglýsandinn vel við athugasemdum og gagnrýni enda er tölvan ekki virði þess sem óskað er eftir, langt í frá. Þetta má reyna annarstaðar þar sem fólk hefur ekki hundsvit á tölvum, en hérna getur þetta vakið viðbrögð og venjulega réttlætanleg.
-
- spjallið.is
- Póstar: 401
- Skráði sig: Þri 04. Nóv 2003 02:30
- Reputation: 0
- Staðsetning: Nethimnaríki
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Ég sá þessa sömu vél auglýsta á huga,
ég bauð reyndar lægri upphæð enn hann biður um þarna og hann tók boðinu.
Ég geri mér ferð til Reykjavíkur og býst við að fá hana enn þá er hann búinn að skipta um skoðun þannig að þessi auglýsing er einmitt versta dæmið til að kvarta undan fíflalátum og dónaskap í athugasemdum hjá öðrum notendum.
ég bauð reyndar lægri upphæð enn hann biður um þarna og hann tók boðinu.
Ég geri mér ferð til Reykjavíkur og býst við að fá hana enn þá er hann búinn að skipta um skoðun þannig að þessi auglýsing er einmitt versta dæmið til að kvarta undan fíflalátum og dónaskap í athugasemdum hjá öðrum notendum.
This monkey's gone to heaven
-
- vélbúnaðarpervert
- Póstar: 921
- Skráði sig: Sun 05. Jan 2003 23:37
- Reputation: 0
- Staðsetning: Keflavík
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Það er ekkert leiðinlegra en að kaupa hluti, tölvu eða hvað sem er og svo standa þeir ekki undir væntingum og ef að ég les "Fín leikjavél eða góð leikjavél" þá held ég að það sé satt ef ég veit ekki betur, en það hefði annað komið á daginn með þessa sem er verið að vitna í hér.
Ég átti 9600se kort fyrir nokkrum árum síðan og það var ekki einu sinni gott þá.
Svo að mitt vote fer til, látum fólk vita ef að menn eru að auglýsa óheiðarlega
Þetta er allavegna mín skoðun.
Ég átti 9600se kort fyrir nokkrum árum síðan og það var ekki einu sinni gott þá.
Svo að mitt vote fer til, látum fólk vita ef að menn eru að auglýsa óheiðarlega
Þetta er allavegna mín skoðun.
**Intel E8400 3.0GHz**Gigabyte EP45-UD3L**GeIL Ultra Plus 4GB 2x2GB**Inno3D iChill GTX275**SAMSUNG SyncMaster 2693HM :D**1x1.5Tb**1x1Tb**1x750GB**1x500GB**Antec 1000W PSU** Með LFC kveðju Gerrard
-
- </Snillingur>
- Póstar: 1058
- Skráði sig: Mið 29. Des 2004 17:01
- Reputation: 0
- Staðsetning: www.tech.is
- Staða: Ótengdur
Dæmi 1. http://partalistinn.net/cgi/flakk.pl?id ... idcard#top
Dæmi 2. http://partalistinn.net/cgi/flakk.pl?id ... 256c614b01
Hvernig haldið þið að þessu yrði tekið á vaktin.is ?
Dæmi 2. http://partalistinn.net/cgi/flakk.pl?id ... 256c614b01
Hvernig haldið þið að þessu yrði tekið á vaktin.is ?
-
- vélbúnaðarpervert
- Póstar: 921
- Skráði sig: Sun 05. Jan 2003 23:37
- Reputation: 0
- Staðsetning: Keflavík
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Yank skrifaði:Dæmi 1. http://partalistinn.net/cgi/flakk.pl?id ... idcard#top
Dæmi 2. http://partalistinn.net/cgi/flakk.pl?id ... 256c614b01
Hvernig haldið þið að þessu yrði tekið á vaktin.is ?
Dæmi 2 var AUGLÝST HÉR Á VAKTINI og ég er með það kort núna
Borgaði reindar ekki 22.000 né 24.000 fyrir það.
**Intel E8400 3.0GHz**Gigabyte EP45-UD3L**GeIL Ultra Plus 4GB 2x2GB**Inno3D iChill GTX275**SAMSUNG SyncMaster 2693HM :D**1x1.5Tb**1x1Tb**1x750GB**1x500GB**Antec 1000W PSU** Með LFC kveðju Gerrard
-
- </Snillingur>
- Póstar: 1058
- Skráði sig: Mið 29. Des 2004 17:01
- Reputation: 0
- Staðsetning: www.tech.is
- Staða: Ótengdur
-
- FanBoy
- Póstar: 706
- Skráði sig: Fös 11. Nóv 2005 11:33
- Reputation: 2
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Yank skrifaði:Ég veit að Dæmi 2 var hér á vaktin líka. Það sem mig langaði að benda á að Dæmi 1 er gjörsamlega út úr kú á meðan Dæmi 2 var bara nokkuð
"sanngjörn auglýsing" að mínu mat.
Allir koma til með að hafa skoðun á þessu. Tæpast verða allir sammála.
Eru þetta tvö skjákort í dæmi 1
Edit: auglýsa SLI skjákort á þessu verði, þá hlýtur það að vera tvö eða hvað
-
- vélbúnaðarpervert
- Póstar: 921
- Skráði sig: Sun 05. Jan 2003 23:37
- Reputation: 0
- Staðsetning: Keflavík
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Þetta er bara eitt kort það hlítur að vera því að tvö svona kort kosta ekki 65.000kr svo er hægt að fá svona kort á um 50.000kr nýtt
**Intel E8400 3.0GHz**Gigabyte EP45-UD3L**GeIL Ultra Plus 4GB 2x2GB**Inno3D iChill GTX275**SAMSUNG SyncMaster 2693HM :D**1x1.5Tb**1x1Tb**1x750GB**1x500GB**Antec 1000W PSU** Með LFC kveðju Gerrard
-
- Besserwisser
- Póstar: 3929
- Skráði sig: Sun 27. Okt 2002 00:12
- Reputation: 0
- Staðsetning: Kópavogur
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Óskarbj skrifaði:Umræddar athugasemdir geta skaðar auglýsandann og gert honum ókleyft að ná fram sölu. Hann á að eiga rétt á að auglýsa það sem honum sýnist og biðja um það verð sem honum sýnist einnig og ef það er svo einhver svo vitlaus að falla í þá gryfju að kaupa á kolvitlausu verði þá er það mál þess sem selur og þess sem kaupir
Og á það sama að gilda um td. tölvubúðir? Þeir auglýsa einhvern ömurlegan hlut á uppsprengdu verði og það er stranglega bannað að gagnrýna það?
Ég sé ekki afhverju við eigum að vernda þá sem eru að auglýsa vörur á okurverðum eða að selja eitthvað vafasamt.
Á þá ekki alveg eins að hætta bara með verðvaktina og ef einhver er svo vitlaus að kaupa harðan disk eða skjákort hjá einhverri okurbúllu þá er það bara aumingja hann.