Síða 1 af 1
Tölva fraus og fer ekki aftur í gang! (LEYST)
Sent: Lau 29. Mar 2025 20:52
af Prentarakallinn
Þetta var aflgjafi, takk allir
Tölvan hjá ættingja fraus og fer ekki aftur í gang. Þegar það er reynt að kveikja á kemur ljós í varla sekúndu og svo deyr hún aftur, búið að prufa vinnsluminni. Búið að taka allt úr sambandi og setja aftur í samband. Einhver lent í svipuðu?
Er ekki á staðnum og er að reyna greina/leiðbeina gegn um Messenger
Hérna er myndband af vandamálinu
https://imgur.com/a/Ql2UcL7
Re: Tölva fraus og fer ekki aftur í gang!
Sent: Lau 29. Mar 2025 21:02
af slapi
Myndi taka allt úr sambandi og prófa að kveikja á henni þannig.
Taka eitt og eitt úr sambandi og prófa, viftur og allt saman.
Re: Tölva fraus og fer ekki aftur í gang!
Sent: Lau 29. Mar 2025 21:28
af T.Gumm
power supply, og er hann með corsair psu?
Re: Tölva fraus og fer ekki aftur í gang!
Sent: Sun 30. Mar 2025 07:20
af rostungurinn77
Ekki lent í því að tölva hafi frosið og ekki farið í gang aftur en sannarlega lent í því að tölva hafi ekki ræst sig.
Í eitt skipti var það móðurborðið sem var ónýtt.
Í annað skipti var aflgjafinn ónýtur.
Þegar þú segir að allt hafi verið tekið úr ertu þá líka að telja 3V rafhlöðuna fyrir bios inn?
Re: Tölva fraus og fer ekki aftur í gang!
Sent: Sun 30. Mar 2025 09:05
af Prentarakallinn
rostungurinn77 skrifaði:Ekki lent í því að tölva hafi frosið og ekki farið í gang aftur en sannarlega lent í því að tölva hafi ekki ræst sig.
Í eitt skipti var það móðurborðið sem var ónýtt.
Í annað skipti var aflgjafinn ónýtur.
Þegar þú segir að allt hafi verið tekið úr ertu þá líka að telja 3V rafhlöðuna fyrir bios inn?
Nei held það hafi verið eina sem aðili treysti sér ekki til að gera
Re: Tölva fraus og fer ekki aftur í gang!
Sent: Sun 30. Mar 2025 09:05
af Prentarakallinn
T.Gumm skrifaði:power supply, og er hann með corsair psu?
Já Corsair
Re: Tölva fraus og fer ekki aftur í gang!
Sent: Sun 30. Mar 2025 10:17
af gunni91
Aldrei séð aflgjafa fara svona en ég er sammála hinum hérna fyrir ofan.
Í mínum augum eru þessi aflgjafi hættulegur uppá að skemma annað vélbúnað svo myndi ekki kveikja meira á henni.