fhrafnsson skrifaði:Hvað er það við Herman Miller sem gerir þá 200k meira virði en aðra stóla sem virðast svipaðir í augum leikmanns?
5x hvað eigum við að segja, Ikea eða svona ágætur stóll.
Fyrir mér er það aðallega smíðagæðin og "ergonomic" hreyfingin á stólnum. Þú getur stillt gorminn mun betur, stuðning við mjóbakið hversu langt hann fer afturábak og niður, still undir lærin að framan og armpúðana upp og niður (og hægri vinstri hreyfing á þeim líka). Svo þar sem þetta er með net setu (sem getur reyndar slitnað...eftir samt töluvert langan tíma..hef lagað 2 svoleiðis) þá svitnar maður minna í stólnum. En það er almennt ekkert sem hreyfist eða brakar í þessum stólum sem á ekki að gera það.
Þeir eru mjög þægilegir í notkun, en fyrir 50-75 þús. kr. eru þeir algjörlega þess virði.