Síða 1 af 1

Skipta um netfyrirtæki

Sent: Mán 10. Feb 2025 06:58
af Frekja
Góðan daginn,

Ég er að skoða það að færa mig frá Símanum yfir til Hringdu eða Hringiðunar.
Pælingin mín er er best að panta netið fyrst hjá nýja fyrirtækinu og segja svo upp hjá Símanum eða gera það á sama tíma og hugsanlega vera netlaus í nokkra daga á meðan skiptin fara fram ?
Vill helst sleppa því að vera netlaus á meðan ég færist á milli fyrirtækja ef það er hægt.

Re: Skipta um netfyrirtæki

Sent: Mán 10. Feb 2025 07:27
af worghal
Er það ekki bara þannig að þú ferð til hringdu og þeir senda yfirfærslu beiðni og uppsögn fyrir þig?

Re: Skipta um netfyrirtæki

Sent: Mán 10. Feb 2025 08:11
af depill
Oft er fínt að gera þetta nálægt mánaðarmótum þar sem þú ert að borga á tveimur stöðum. Enn stundum eru aðilar eins og Hringdu til í að gefa þér út mánuðinn til þess að brúa það að eiginlega öll fjarskiptafyrirtækin rukka út mánuðinn hvort sem þér líkar það betur eða verr.

Af minni reynslu er best að panta nettengingu frá nýja þjónustuaðilanum. Ef þú ert með ljósleiðara tekur þetta enga stund og þú bara verð frá aðila A til B. Svo er best að segja upp tengingunni frá gamla þjónustaðilanum ( just in case ) og muna skila endabúnaði, enn í sumum skilmálum er það ekki uppsögn fyrr enn það gerist.

Burt séð frá því hvort þú ert með ljósleiðara eða ekki, eru litlar sem engar líkur að þú verðir netlaus.

Re: Skipta um netfyrirtæki

Sent: Mán 10. Feb 2025 08:28
af Frekja
Okei snilld, Takk fyrir svörin.
Datt það í hug að ég gæti þurft að borga tvo reikninga einn mánuðinn, var aðallega að pæla með netleysið.

Re: Skipta um netfyrirtæki

Sent: Mán 10. Feb 2025 19:43
af HringduEgill
Eins og depill kom inn á þá er tengimánuður hjá flestum á 0 kr. þegar þú ert að skipta, þannig er það allavega hjá Hringdu. Það segir ekkert símafyrirtæki upp fjarskiptaþjónustu hjá fráfarandi símafyrirtæki, þú gengur frá uppsögn sjálf/ur og er langbest að gera það eftir að öll þjónusta er orðin virk hjá nýjum aðila. Netleysi við að skipta um fyrirtæki er orðið mjög sjaldgæft en auðvitað getur alltaf eitthvað klikkað í pöntunarferlinu, það er þó ekki algengt. Það er líka fín regla að vera ekki að færa þjónustuna á föstudegi. Ef þú ert út á landi og ert ekki með eigin búnað er skynsamlegt að óska eftir því að netið sé ekki tengt fyrir en kannski viku eftir að þú pantar þjónustuna svo að routerinn sé örugglega búinn að skila sér.