Ég hef pantað frá BH í tug ára, en núna er ég er miklum vandamálum við þá, ég pantaði dýra vöru sem bilaði á fyrsta klukkutímanum eftir að henni var stungið í samband, eins og venjulega þá eru þeir mjög fljótir og liðlegir og það er sett RMA í gang, senda shipping label og þetta komið til þeirra 2 dögum seinna.
Varan fór til framleiðanda og var hún dæmd ónýt, BH átti enga eins voru á lager svo ég fekk endurgreiðslu, EN... þeir neituðu að endurgreiða fyrirframgreidda VSK-inn, ég er búinn að berjast við þá í 3-4 mánuði núna og ég hef aldrei lent í eins miklu skítkasti við support hjá BH, alltaf verið top notch.
Núna í síðustu viku þá fengu þeir vöruna aftur in stock og ég bara hey flott, nú verður hægt að leysa þetta og þeir geta sent replacement vöru og ég nýtt vsk-inn sem ég nú þegar búinn að borga. En nei ekki séns.
Þeir hafa núna bætt við skilmála hjá sér að VSK sem þeir taka er aldrei endurgreiddur. þeir s.s. setja það allt í sinn eigin vasa ef varan er endursend.
Þegar varan var send til baka þá gerði ég útfluttningskýrslu og allt, ég hef talað við Tollinn og þeir segja að BH taki bara vsk til baka og þeir eigi að endurgreiða.
Ég hef verslan fyrir tugi milljóna hjá þeim í þessi tugi ára og svona fara þeir með loyal kúnna. Það kemur alltaf bara copy paste svar frá support núna. S.s. alveg sama hvað ég sendi þá kemur þetta svona hérna til baka.
Hi Olafur,
Unfortunately there is nothing further I can assist with. If you have any further questions please feel free to reach out to customer service.
Sama á við ef þeir senda þér vöru og hún týnist þá tekur þú ábyrgð á VSK og færð hann ekki endugreiddan. þetta eru nýju skilmálarnir þeirra.
Tollurinn segir að þeir viti af þessu með BH og geti ekkert gert, þar sem töluvert margir hafi lennt í þessu.