Nýjir eigendur Tölvutækni
Sent: Mið 13. Mar 2024 12:45
Sælir félagar, hér er smá tilkynning, fyrir þá sem ekki nenna að lesa hana til enda, þá er TL;DR útgáfa í fyrsta commenti hér að neðan.
Eins og einhverjir hér vita, þá lést eigandi Tölvutækni, Pétur Hannesson, þann 8. febrúar síðastliðin eftir langa baráttu við illvíg veikindi. Ég ætla ekki að fjölyrða um það skarð sem hann skilur eftir í lífi okkar vina og aðstandenda, enda er þetta ekki vettvangurinn til þess.
Eftir Pésa stendur fyrirtækið, Tölvutækni, eitt af fimm starfandi sérvöruverslunum með tölvur og tölvubúnað. Fyrirtækið stofnaði Pési 2004, þá 25 ára gamall. Í upphafi var Tölvutækni einungis netverslun, stuttu síðar leigði Pési skrifstofu fyrir starfsemina, og árið 2007 keypti og opnaði hann verslun í Hamraborg, og nokkrum árum síðar flytur verslunin í Bæjarlind.
Ég var svo heppinn að fá að taka þátt í þessu með Pésa, en ég var fyrsti starfsmaður utan hans, byrjaði hjá honum vorið 2007. Það sem átti að vera 1 árs pása eftir menntaskóla endaði sem 6 ára ævintýri.
Þegar Pési lést, þá hafði fjölskyldan samband og bað mig um að aðstoða þau við að ganga frá lausum endum, taka stöðuna á rekstrinum, ganga frá pöntunum og sjá til þess að engir viðskiptavinir sætu eftir með sárt ennið. Ég heyrði strax í öðrum fyrrverandi starfsmönnum, vinum mínum, og var fallegt að sjá hvað allir voru tilbúnir til að búa til tíma til þess að aðstoða við verkefnið.
Í kjölfarið, án þess að ég væri að búast við, hugsa út í eða falast eftir á nokkurn hátt, fóru aðstandendur Pésa að spyrja hvort ég hefði áhuga á því að taka við rekstrinum. Fyrsta hugsun var að ég hefði engan tíma fyrir þetta, en eftir því sem ég hugsaði málið betur, þá fann ég að bæði fannst mér áskorunin spennandi, en einnig að það væri ótækt að Tölvutækni myndi endanlega loka.
Ég áttaði mig strax á því að ég myndi ekki ráða við að gera þetta sómasamlega einn. Sama hvernig rekstur það er, þá er í mínum huga nauðsynlegt að hafa einhvern til þess að ræða málin við, til þess að grípa þá bolta sem maður missir, til þess að deila bæði ábyrgðinni og vonandi velgengninni með.
Þannig að þá erum við komin að helsta efni þessarar tilkynningar. Við Hallur Sigurðsson, sem einnig er fyrrum starfsmaður Tölvutækni, höfum ákveðið að kaupa rekstur Tölvutækni. Vaktarar þekkja Hall líklega betur sem vesley, og hann er algjörlega framúrskarandi einstaklingur. Við vorum einungis kunningjar þegar við byrjuðum að ræða málin fyrir nokkrum vikum síðan, en í dag er enginn sem ég myndi frekar vilja fara í þessa vegferð með. Hallur verður framkvæmdastjóri félagsins, ég verð starfsmaður á plani, guð forði mér frá Dr. Gunna.
Tölvutækni mun því starfa áfram, í fyrstu sem netverslun, en vonandi síðar aftur í verslunarhúsnæði. Við munum halda fast í þau gildi sem Pési lagði upp með, vandaðar vörur, á góðu verði, með góðri, heiðarlegri og sanngjarnri þjónustu. Við munum leggja upp með að vera með bestu vörurnar á besta verðinu, og höfum auðvitað samkeppnisforskot þar, verandi einungis netverslun.
Verslunin verður rekin á nýrri kennitölu, en við ætlum að virða allar ábyrgðir fram til þessa. Það verður lögð mikil áhersla á að svara öllum fyrirspurnum innan sólarhrings, og að allir afhendingatímar á vörum standist. Við erum í góðum samskiptum við okkar birgja, og komum til með að taka mjög reglulegar hraðsendingar að utan.
Þessa dagana erum við að taka til á síðunni, skoða og ákveða hvaða vöruúrval við viljum bjóða upp á, en vandaðar tölvur og íhlutir í þær verða okkar helsti fókus. Við leggjum alla áherslu á að viðskiptavinir geti treyst því að við veljum einungis vandaða íhluti í samsettu vélarnar okkar. Það er í ýmis horn að líta, og við erum að vinna í því að leysa allt það sem þarf til þess að geta rekið almennilega netverslun. Tölvubransinn er auðvitað þannig að það er mikil ábyrgðarskylda, fólk þarf að geta fengið tölvurnar og tækin sín viðgerð hratt og örugglega ef þau bila.
Við erum ekki komnir með öll svörin, verslunin er ekki komin aftur í full swing, enda er þessi tilkynning til ykkar aðallega hugsuð til að láta ykkur samáhugamenn um tölvur og tækni vita af okkur, láta vita að búðin sé ekki að loka, og vonandi kveikja smá von hjá þeim sem muna eftir björtu dögum Tölvutækni. Von um að það séu enn til vitleysingar eins og Pési, sem nenna að taka slaginn við risana og veita þeim almennilega samkeppni.
Eftir að hafa skoðað tölurnar, þá þarf maður að vera smá klikkaður til að fara inn á markað þar sem álagningin er á bilinu 10-30% á helstu vörum, og ætla að skapa sér þar stöðu sem ódýrasti aðilinn, og með bestu þjónustuna.
En ekkert væl, við tökum meðvitaðir þessa ákvörðun, bara lets go!
Lifi Tölvutækni!
Allra bestu kveðjur,
Klemenz Hrafn
PS. Hægt er að hafa samband við okkur hér á Vaktinni, í sala@tolvutaekni.is eða á Tölvutækni í gegnum Messenger
Eins og einhverjir hér vita, þá lést eigandi Tölvutækni, Pétur Hannesson, þann 8. febrúar síðastliðin eftir langa baráttu við illvíg veikindi. Ég ætla ekki að fjölyrða um það skarð sem hann skilur eftir í lífi okkar vina og aðstandenda, enda er þetta ekki vettvangurinn til þess.
Eftir Pésa stendur fyrirtækið, Tölvutækni, eitt af fimm starfandi sérvöruverslunum með tölvur og tölvubúnað. Fyrirtækið stofnaði Pési 2004, þá 25 ára gamall. Í upphafi var Tölvutækni einungis netverslun, stuttu síðar leigði Pési skrifstofu fyrir starfsemina, og árið 2007 keypti og opnaði hann verslun í Hamraborg, og nokkrum árum síðar flytur verslunin í Bæjarlind.
Ég var svo heppinn að fá að taka þátt í þessu með Pésa, en ég var fyrsti starfsmaður utan hans, byrjaði hjá honum vorið 2007. Það sem átti að vera 1 árs pása eftir menntaskóla endaði sem 6 ára ævintýri.
Þegar Pési lést, þá hafði fjölskyldan samband og bað mig um að aðstoða þau við að ganga frá lausum endum, taka stöðuna á rekstrinum, ganga frá pöntunum og sjá til þess að engir viðskiptavinir sætu eftir með sárt ennið. Ég heyrði strax í öðrum fyrrverandi starfsmönnum, vinum mínum, og var fallegt að sjá hvað allir voru tilbúnir til að búa til tíma til þess að aðstoða við verkefnið.
Í kjölfarið, án þess að ég væri að búast við, hugsa út í eða falast eftir á nokkurn hátt, fóru aðstandendur Pésa að spyrja hvort ég hefði áhuga á því að taka við rekstrinum. Fyrsta hugsun var að ég hefði engan tíma fyrir þetta, en eftir því sem ég hugsaði málið betur, þá fann ég að bæði fannst mér áskorunin spennandi, en einnig að það væri ótækt að Tölvutækni myndi endanlega loka.
Ég áttaði mig strax á því að ég myndi ekki ráða við að gera þetta sómasamlega einn. Sama hvernig rekstur það er, þá er í mínum huga nauðsynlegt að hafa einhvern til þess að ræða málin við, til þess að grípa þá bolta sem maður missir, til þess að deila bæði ábyrgðinni og vonandi velgengninni með.
Þannig að þá erum við komin að helsta efni þessarar tilkynningar. Við Hallur Sigurðsson, sem einnig er fyrrum starfsmaður Tölvutækni, höfum ákveðið að kaupa rekstur Tölvutækni. Vaktarar þekkja Hall líklega betur sem vesley, og hann er algjörlega framúrskarandi einstaklingur. Við vorum einungis kunningjar þegar við byrjuðum að ræða málin fyrir nokkrum vikum síðan, en í dag er enginn sem ég myndi frekar vilja fara í þessa vegferð með. Hallur verður framkvæmdastjóri félagsins, ég verð starfsmaður á plani, guð forði mér frá Dr. Gunna.
Tölvutækni mun því starfa áfram, í fyrstu sem netverslun, en vonandi síðar aftur í verslunarhúsnæði. Við munum halda fast í þau gildi sem Pési lagði upp með, vandaðar vörur, á góðu verði, með góðri, heiðarlegri og sanngjarnri þjónustu. Við munum leggja upp með að vera með bestu vörurnar á besta verðinu, og höfum auðvitað samkeppnisforskot þar, verandi einungis netverslun.
Verslunin verður rekin á nýrri kennitölu, en við ætlum að virða allar ábyrgðir fram til þessa. Það verður lögð mikil áhersla á að svara öllum fyrirspurnum innan sólarhrings, og að allir afhendingatímar á vörum standist. Við erum í góðum samskiptum við okkar birgja, og komum til með að taka mjög reglulegar hraðsendingar að utan.
Þessa dagana erum við að taka til á síðunni, skoða og ákveða hvaða vöruúrval við viljum bjóða upp á, en vandaðar tölvur og íhlutir í þær verða okkar helsti fókus. Við leggjum alla áherslu á að viðskiptavinir geti treyst því að við veljum einungis vandaða íhluti í samsettu vélarnar okkar. Það er í ýmis horn að líta, og við erum að vinna í því að leysa allt það sem þarf til þess að geta rekið almennilega netverslun. Tölvubransinn er auðvitað þannig að það er mikil ábyrgðarskylda, fólk þarf að geta fengið tölvurnar og tækin sín viðgerð hratt og örugglega ef þau bila.
Við erum ekki komnir með öll svörin, verslunin er ekki komin aftur í full swing, enda er þessi tilkynning til ykkar aðallega hugsuð til að láta ykkur samáhugamenn um tölvur og tækni vita af okkur, láta vita að búðin sé ekki að loka, og vonandi kveikja smá von hjá þeim sem muna eftir björtu dögum Tölvutækni. Von um að það séu enn til vitleysingar eins og Pési, sem nenna að taka slaginn við risana og veita þeim almennilega samkeppni.
Eftir að hafa skoðað tölurnar, þá þarf maður að vera smá klikkaður til að fara inn á markað þar sem álagningin er á bilinu 10-30% á helstu vörum, og ætla að skapa sér þar stöðu sem ódýrasti aðilinn, og með bestu þjónustuna.
En ekkert væl, við tökum meðvitaðir þessa ákvörðun, bara lets go!
Lifi Tölvutækni!
Allra bestu kveðjur,
Klemenz Hrafn
PS. Hægt er að hafa samband við okkur hér á Vaktinni, í sala@tolvutaekni.is eða á Tölvutækni í gegnum Messenger