Hugleiðingar um uppfærslu


Höfundur
einikri
Græningi
Póstar: 27
Skráði sig: Mið 16. Des 2015 15:30
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Hugleiðingar um uppfærslu

Pósturaf einikri » Þri 13. Sep 2022 13:14

Góðan daginn gott fólk,

Ég er í einhverjum gír að uppfæra tölvuna mína en er rosalega ráðavilltur varðandi hvað ég vil gera til að þurfa sem minnst að uppfæra hana á næstunni eftir þetta + að fá sem mest fyrir peninginn.

Núverandi vél samanstendur af:
- Intel 9600k örgjörva
- 2060 Super (reference kort)
- 32gb af 3200mhz minni
- 750w Modular aflgjafi
- Noctua kæling á örgjörvann.
m.2 ssd og aðrir fínir ssd diskar (ætla mér ekki að uppfæra það)
- Held ég sé með Coolermaster S600 Silencio kassa

Ég myndi helst vilja gera þetta í skrefum, þá annars vegar uppfæra skjákort og svo uppfæra örgjörva og því sem því fylgir eða öfugt.
Hins vegar velti ég því fyrir mér hvort ég muni t.d. geta nýtt skjákortið ágætlega í leikjaspilun eða ef örgjörvinn myndi "bottleneck-a" skjákortið.

Ef ég myndi setja upp að heildarbudget væri upp að 300k, hvað væri mér ráðlagt að gera (eins og ég segi, helst ekki allt í einu) Er 750w aflgjafi nóg fyrir t.d. AMD 7700x örgjörva plús 3080 skjákort?

Notkun á tölvunni er mestmegnis leikjaspilun (Call of Duty þyngsti leikurinn sem ég spila) á 1440p 165hz skjá, með annan 1440 60hz hliðarskjá(sem er ekki notaður í leiki, bara aukaskjár)

Er ég að nota mér lækkað verð á AM4 eða hinkra eftir AM5 og fara í uppfærslu með öllu því tilheyrandi?

Allar leiðbeiningar og hugmyndir eru virkilega vel séðar :)
Síðast breytt af einikri á Þri 13. Sep 2022 13:25, breytt samtals 1 sinni.




Hausinn
FanBoy
Póstar: 707
Skráði sig: Mið 15. Jan 2020 18:14
Reputation: 153
Staða: Ótengdur

Re: Hugleiðingar um uppfærslu

Pósturaf Hausinn » Þri 13. Sep 2022 18:02

Ertu sem sagt að leitast eftir uppfærslu bara núna á næstunni eða ertu að spyrja hvað við mælum með því að færa þér í við gott tækifæri? Fer dálítið eftir því bara hversu mikið þú vilt setja í uppfærslur. Gætir tekið eitthvað eins og 12600k eða 5600X, notað núverandi DDR4 RAMið þitt og keypt gott 3000 seríu kort nýtt eða notað núna ef þú vilt hagstæðari kost. Myndir fá fín afköst í leikjaspilun með því setup. Getur líka beðið eftir 7600X og keypt 32GB DDR5 minni ásamt honum ef þú vilt eyða meir í nýrri og öflugri uppfærslu.

750W ætti að duga, sem lengi sem þú ert ekki að spá í einhverjum overkill íhlutum.
Síðast breytt af Hausinn á Þri 13. Sep 2022 18:03, breytt samtals 1 sinni.




Höfundur
einikri
Græningi
Póstar: 27
Skráði sig: Mið 16. Des 2015 15:30
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Hugleiðingar um uppfærslu

Pósturaf einikri » Fös 16. Sep 2022 10:55

Takk kærlega fyrir svarið og afsakið hvað þetta er ruglingslegur póstur.

Mig grunar að ég hafi mögulega sett þennan póst inn á vitlausan stað á spjallborðinu en það er einmitt pælingin, hvort ég ætti að fara í núverandi örgjörva en ég þarf þ.a.l. að fjárfesta í nýju móðurborði sem verður outdated nánast eftir korter.

Ég gat ekki setið á mér of lengi og fjárfesti í ASUS RTX 3080 ROG STRIX OC 12GB

Þannig spurningin er í raun hvort maður ætti að fara í núverandi vélbúnað sem er í boði þar sem ég þyrfti að endurnýja móðurborð og örgjörva til að notast við núverandi minni EÐA hinkra aðeins og taka næstkomandi kynslóð örgjörva ásamt móðurborð og DDR5.

Ég einfaldlega verð að viðurkenna að ég er hrikalega tvístígandi hvort ég ætti að gera og vantar því einmitt smá leiðbeiningar að hvað ég ætti helst að hallast að.

Mig langar líka að prófa að streama samhliða leikjaspiluninni og vil endilega hafa vélbúnað sem ræður við það samhliða

Budget sem ég var að horfa á væri c.a. 150k núna eftir að ég er búinn að fjárfesta í skjákortinu.