980Ti iChill kort sem fer ekkí gang. Og vonandi ekki fail viðgerð.
Byrja að viðnámsmæla spennurásirnar inná GPU og Vram.
Venjulega er viðnámið á MAXwell GPU kringum 3ohm svo það er hægt að mæla það. En erfiðara á nýrri kortum.
Þá er viðnámið á Vram oft kringum 30/60ohm en nálægt 0ohm í þessu tilfelli. Og þýðir það mjög oft fubar GPU die..
En ég læt ekki til staðar numið þarna.
Ég lyfti upp spólunni hérna á fyrstu myndinni til að sjá hvort skammhlaupið sé GPU megin eða hjá mosfet´inum.
Auðvitað er það GPU meginn (slæmt)
En mæli samt milli Gate og Source á transistorunum til að sjá hvort þeir séu skrítnir. Ooog það er einn skrítinn (Rgs=7ohm), og fjarlægi hann uppá jókið. Næ honum ekki af með hitabyssu, svo þetta þarf meira direct approach. Það þarf að fræsa hann í burtu eða nota mína Trade mark fúsk aðferð.. eða snip snip.
Klippi epoxy húsið af með að vanda mig smá, því ég má ekki skemma trakkana undir. það er ves...
Og smá dropi af tini, virðist losa svona "brædda" mosfeta í burtu án þess að þurfa fræsa.
Passa sig að ná öllum tætlunum úr mölvuðum mosfetinum.
Og hann er farinn, og yfirborðið er flawless, með snip snip
Nú ætla ég að nota dubious græju. kennda við Gumma í byrginu(ironmaster) til að staðfesta GPU bilun, eða.... kannski ónýta minnis modulu, sem er ódýrt að skipta um og ekki svo flókið. Og af einhverri ástæðu var þetta ekki GPU DIE að hitna núna... einn ram kubburinn er subbu heitur. Svo núna eru kannski einhverjar líkur á að þetta sjákort sé ekki að fara á haugana. Ætla samt ekki að halda í mér andanum.
Þegar ég held áfram með þráðinn þá losa ég kubbinn og vona að skammhlaupið sé horfið úr minnis -spennurásinni. Ef það gerist fer þetta að lýta betur út. Ætla ekki að finna varahlut fyrr en skammhlaupið er farið.
*update*
Oooog... kortið er .. fubar
Þegar ég losa DDR5x kubbinn frá ,þá tekur við næst stærsta skammhlaupið við sem er GPU Og Nvidia eru E-waste dicks sem selja ekki replacment die.
Annað GPU fail repair í röð. planned obsolescence er að skora feitt á móti mér þessa dagana.
Fékk í hendurnar cooked 1070 sem var með óeðlilega lágt viðnám á 1.8V rásinni. Sem er notað af logic- level samskiptum á GPU die ef ég man rétt, bæði það og lágt viðnám á VRM fyrir minnið (Vmem) eru nánast fubar keis. Því í 9xx-10xx og 30xx seríunni er það yfirleitt gpu sem hefur gert uppá bak og skemmt mosfetana í leiðinni. Í þessu tilfelli gæti GPU hafa gert í brók, þaðan aukið straumdragið á þessum bilaða mosfet sem hefur hleypt 12V af spennugjafanum inná Vram og minnis stjórneininguna í GPU die.
birgirs skaffaði kortið, vonandi fékk einhver hugmynd hvernig GPU viðgerð lýtur út. Hefði ég troðið þessu í whirpool ofninn heima hjá mér, þá væri ég áfram með sömu bilun + hita stressaða íhluti á öllu kortinu. Það eru sér aðstæður þegar hægt er að gefa skjákortinu gálgafrest með whirpool ofni.
Hressandi 980Ti Repair Porno.
-
Höfundur - Skjákortaníðingur
- Póstar: 5106
- Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
- Reputation: 930
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Hressandi 980Ti Repair Porno.
Síðast breytt af jonsig á Fim 23. Jún 2022 12:40, breytt samtals 1 sinni.
-
- Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 336
- Skráði sig: Mán 29. Jún 2009 15:56
- Reputation: 111
- Staða: Ótengdur
Re: Hressandi 980Ti Repair Porno.
Nú skil ég af hverju þú kallaðir þetta porn, af því að porn endar yfirleitt með disappointment
Flottur póstur samt!
Flottur póstur samt!
-
Höfundur - Skjákortaníðingur
- Póstar: 5106
- Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
- Reputation: 930
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Hressandi 980Ti Repair Porno.
oliuntitled skrifaði:Nú skil ég af hverju þú kallaðir þetta porn, af því að porn endar yfirleitt með disappointment
Flottur póstur samt!
Ekkert disappointment, ég var 95% viss um þetta væri "fail" 5min eftir að ég byrjaði með "fail" reynslu fyrri ára.
Þetta eru bestu viðgerðirnar! Maður lærir yfirleitt nákvæmlega ekkert á straight forward viðgerðum. Þetta er nánast eins bilanagreining og föndur eins og laga þarf bilun á Vcore sem eru mikið algengari en líklegri til að heppnast.
Bilanir á Vmem,1.8V og PEX eru sem betur fer ekkert það algengar. En maður er fljótur að greina þær og vita að þær eru 95% hopless og maður getur nýtt tímann í eitthvað annað eins og að scrappa kortið og nýta í aðra viðgerð.
Hinsvegar er ég ekki í sjálfheldu þarna, ég gæti fengið nýjan Gpu Die fyrir 980ti á ekkert svo háu verði, en það er algerlega ópraktískt fyrir mig , en algerlega málið fyrir einhvern sem vill kynnast BGA reballing.