Síða 1 af 1

Vandamál með tölvu/skjákort

Sent: Þri 01. Feb 2022 17:32
af stinkenfarten
Sæl verið þið, ég hef síðustu 2 ár, sem er hve lengi ég hef átt mína borðtölvu, ekki verið með nein stór vandamál þar sem ég þyrfti hjálp einhvers tölvufræðings. en í dag hefur sá dagur komið. mig grunar að það sé eitthvað að skjákortinu mínu (asrock 6700xt) á software-leveli.

Fyrir nokkrum dögum fékk ég bluescreen sem var með error kóðann whea uncorrectable error, en ekkert merkilegt gerðist eftir það. á næsta dag er ég aftur í tölvunni og skjárarnir slökkvast allt í einu á sér eins og þeir eru ekki að fá display output. restart lagar þetta en þetta gerist þá bara aftur randomly, sé ég að horfa á youtube, í tölvuleik eða skrifa eitthvað í word. stundum er langt bil á milli crash, stundum kannski 10-20 mín, mjög random.

á miðvikudaginn síðustu viku sæki ég mér í Display Driver Uninstaller og nota það í safe mode eins og slegið er fyrir, og sæki ég mér svo nýjustu driverin í skjákortið. en þetta lagaði ekki vandamálið. þannig á næsta dag geri ég fullt windows reinstall frá USB lykli sem hlaut að hafa gert eitthvað því tölvan sýndist ekki crasha, fyrr en í dag allavega. ég var a horfa á youtube eins og ég geri alltaf og allt í einu verður skjárinn svartur frá topp til botns eins og bílskúrshurð, nema bookmark-barið af browserinum stendur eftir, líka þegar ég slekk á tölvunni.

Þannig staðan núna er sú að ég er aftur búinn að nota DDU í safe mode, en hef ekki sækt gpu drivers. bara einn af mínum tvemur skjám er að virka, þetta gerðist síðast þegar ég notaði DDU en driverin löguðu það. nú langar mig að sjá hvað þið haldið að ég ætti að gera, troubleshoota eða fara með þetta á tölvuverkstæði?

bkv. Robin C.

Re: Vandamál með tölvu/skjákort

Sent: Þri 01. Feb 2022 19:00
af Woo666
Ég mundi nota DDU aftur og leita af eldri drivers fyrir skjákortið. Gæti verið að þeir voru að fkka eitthvað upp í nýjustu driver. Gerist oft hjá Nvidia til dæmis.
Hvaða aflgjafa ertu með? Bara að forvitnast. Stundum það er eitthvað vandamál með power delivery á ódyrari týpum af psu.
Geturu kannski sett screenshot frá Event Viewer eftir tölvan crashaði? Gæti hjálpað okkur að finna út hvað er að crasha

Re: Vandamál með tölvu/skjákort

Sent: Þri 01. Feb 2022 20:03
af jonsig
Ætla ekki að hræða þig félagi, þar sem þú hefur alltaf verið vinalegur við mig en... Hafir þú tekið DDU með Windows í safe mode þá geta
Vram vandamál hagað sér svona. (svartur skjár, BSOD) síðan vinda þau oft uppá sig og kortið byrjar að artifacta eða pósta ekki lengur. En þetta getur tekið einhvern tíma að verða svo slæmt. (hægt að laga)
Í verri tilvikum,þó sjaldgæfari þá er bilaður Vram controllerinn sem er innbyggður í gpu die, eða bga ball undir gpu er gallað. (ónýtt skjákort, því replacement gpu og vinnan er mjög dýr)
Ónýtur gpu getur krassað við 3d rendering, en virkað nokkuð flawless fyrir utan það. (browsa , horfa á video osvfr.) Gæti rendar verið vesen á Vcore, en vandamálin við þessi helv. skjákort eru óendanlega mörg, og nánast aldrei þau sömu.

Runnar tölvan þótt skjárinn sé blank ?
Búinn að nota HDMI only, ef þetta þetta væri displayport pin20 bölvaða vesenið ? (fer eftir gpu maker, ekki gpu línu)

Re: Vandamál með tölvu/skjákort

Sent: Mið 02. Feb 2022 03:02
af gunni91
Er þetta ekki kortið sem ég seldi þér í ágúst fyrra?
Kortið er í ábyrgð, finn lykt af ábyrgðarviðgerð?

Re: Vandamál með tölvu/skjákort

Sent: Mið 02. Feb 2022 05:35
af Sinnumtveir
gunni91 skrifaði:Er þetta ekki kortið sem ég seldi þér í ágúst fyrra?
Kortið er í ábyrgð, finn lykt af ábyrgðarviðgerð?


Sé kortið keypt í EES ætti það að vera í ábyrgð. Hið sama gildir um öll RX 6K skjá kort.
Kortin komu fyrst á markað sem hér segir:

6800 & 6800 xt: 18. nóv. 2020.
6900 xt: 8. des. 2020
6700 xt: 18. mar. 2021.

Re: Vandamál með tölvu/skjákort

Sent: Mið 02. Feb 2022 08:21
af andriki
Hvað eru speccarnir a tölvunni og ertu með eth overclock I gangi ?

Re: Vandamál með tölvu/skjákort

Sent: Mið 02. Feb 2022 15:32
af stinkenfarten
gunni91 skrifaði:Er þetta ekki kortið sem ég seldi þér í ágúst fyrra?
Kortið er í ábyrgð, finn lykt af ábyrgðarviðgerð?


jú þetta er það kort. ég skal sjá hvort ég næ þessu í ábyrgðarviðgerð.

Re: Vandamál með tölvu/skjákort

Sent: Mið 02. Feb 2022 15:33
af stinkenfarten
andriki skrifaði:Hvað eru speccarnir a tölvunni og ertu með eth overclock I gangi ?


3700x í a520i ac, 2x16gb 2666mhz, asrock 6700xt, aldrei yfirklukkað.

Re: Vandamál með tölvu/skjákort

Sent: Mið 02. Feb 2022 17:41
af andriki
Hef nefnilega oft séð þetta blue screen þegar ég ef verið að overclocka þegar overclockið er ekki stable og vantar þá oftast meira voltage spurning hvort þú getur farið í bíós og prófað að annað hvort auka core voltage um smá eða lækka core clock sma til að reyna útiloka vandamál. Eða ef þú hefur aðgang að örðu skjákorti prófa það til að útiloka.

Re: Vandamál með tölvu/skjákort

Sent: Mið 02. Feb 2022 19:37
af jonsig
andriki skrifaði:Hef nefnilega oft séð þetta blue screen þegar ég ef verið að overclocka þegar overclockið er ekki stable og vantar þá oftast meira voltage spurning hvort þú getur farið í bíós og prófað að annað hvort auka core voltage um smá eða lækka core clock sma til að reyna útiloka vandamál. Eða ef þú hefur aðgang að örðu skjákorti prófa það til að útiloka.


Ef hann hann er á stock clock og hitastigið í lagi með skaddað Vram eða GpuCore þá er hægt að prufa að lækka clock á öðruhvoru eða bæði um nokkra tugi MHz og láta spennustillingar eiga sig. Þá fá margir gálgafrest á gpu ef RMA er ekki í boði.



stinkenfarten skrifaði:eða fara með þetta á tölvuverkstæði?bkv. Robin C.

Gera þeir eitthvað annað en ábyrgðarútskipti ? Sá spyr sem ekki veit.

Re: Vandamál með tölvu/skjákort

Sent: Fös 04. Feb 2022 19:39
af stinkenfarten
jæja, fór með þetta upp í kísildal, sjáum hvað þeir meistararnir finna í kortinu eftir helgi.