Macbook 12" 2015 - dauð eftir rafhlöðuskipti
Sent: Lau 29. Jan 2022 00:16
Ég skipti um rafhlöðu í 12" Macbook (early 2015) um daginn og gleymdi einu lokaskrefi í iFixit leiðbeiningunum (https://www.ifixit.com/Guide/Retina+Mac ... ent/108512), sem var að tengja við 5W spennugjafa áður en maður kveikti á tölvunni eftir skiptin. Það virðist sem móðurborðið hafi drepist, eða amk er ekkert lífsmark á tölvunni.
Ég pantaði nýtt móðurborð hjá iFixit og skipti um það, en ennþá er tölvan dauð og sýnir engin lífsmerki þegar ég sting henni í samband við 5W kubb (ekkert píp úr hátölurunum eða hleðslumerki á skjánum eins og á að koma, skv ifixit), svo mig grunar að USB-C tengið við móðurborðið gæti verið skemmt.
Er einhver hérna sem hefur reynslu af viðgerðum á þessum tilteknu tölvum og/eða hefur lent í einhverju svona? Þessi týpa (12" 2015 Macbook) virðist vera eitthvað sérlega leiðinleg þegar kemur að viðgerðum, miðað við t.d. Louis Rossmann á youtube.
Ég er að velta fyrir mér hvort það sé þess virði að halda áfram og skipta út ribbon kaplinum að USB-C tenginu.
Ég pantaði nýtt móðurborð hjá iFixit og skipti um það, en ennþá er tölvan dauð og sýnir engin lífsmerki þegar ég sting henni í samband við 5W kubb (ekkert píp úr hátölurunum eða hleðslumerki á skjánum eins og á að koma, skv ifixit), svo mig grunar að USB-C tengið við móðurborðið gæti verið skemmt.
Er einhver hérna sem hefur reynslu af viðgerðum á þessum tilteknu tölvum og/eða hefur lent í einhverju svona? Þessi týpa (12" 2015 Macbook) virðist vera eitthvað sérlega leiðinleg þegar kemur að viðgerðum, miðað við t.d. Louis Rossmann á youtube.
Ég er að velta fyrir mér hvort það sé þess virði að halda áfram og skipta út ribbon kaplinum að USB-C tenginu.