Tek undir með fyrri ræðumönnum. En ef þú vilt endilega spara í aflgjafa, þá tæki ég CoolerMaster MWE framyfir þennan, bara því ég treysti CoolerMaster betur... best væri þó að eyða 5-10þús kalli í viðbót og kaupa aflgjafa sem þú treystir og munt líklega nota í 5+ ár.
Að því sögðu, þá er þetta listinn frá mér:
https://builder.vaktin.is/build/18506Litlu dýrara minni, en CL 16 frekar en CL 22. En eins og Sinnumtveir segir, þá er ekki verra að fara í 3600MHz CL 16, kostar litlu meira.
Sýnist að þetta eigi að vera leikjavél. Ég myndi alltaf fara í 1TB SSD disk, en ef þú ert á tight budgetti, þá að minnsta kosti splæsa í auka 3þús kall og fara í 500GB.
Þessi kæling sem þú valdir er RGB og verður því kannski frekar flott, en ég myndi frekar fara í einhverja sem blæs lofti í átt að úttaksviftunni að aftan. Sjálfur myndi ég líklega ekki taka þessa sem ég setti í listann, en ef þú ert á budgetti, þá væri það hún eða Arctic 7.
Basicly, ef þú ert tilbúinn til að eyða þetta miklum pening í tölvu, þá myndi ég samt reyna að bæta 10% við og fara í almennilegt í staðin fyrir mjeh, þó það skili sér ekki endilega í FPS.