Ísskápar falla klárlega undir 5 ára regluna, þú þarft að byrja á því að hafa samband við ELKO og fá formlega neitun.
Í kjölfarið stofnar þú mál hjá
http://www.kvarta.is og rökstyður þitt mál eins vel og þú getur, ELKO fær að koma með mótsvör sem þú hugsanlega gætir hrakið, þ.e. ef svörin þeirra verða jafn mikið úti á túni og í mínu máli.
Þú þarf að leggja fram 5.000 krónur en færð þær endurgreiddar ef málið vinnst. ELKO þarf alltaf að borga meira, 35.000 kr ef ég man rétt. Ferlið getur tekið hálft ár. En ef þú ert skýr og rökfastur og getur sýnt fram á að þetta sé galli en ekki vanræksla eða skemmdarverk þá áttu meiri en minni möguleika á því að leggja ELKO að velli. Gangi þér vel.