Tölva hrynur skyndilega - reglulega
Sent: Mið 01. Des 2021 22:00
Sælir allir tölvugúrúar.
Búið ykkur undir langloku, því ég er nokkuð viss um að ég sé búinn að prófa allt sem hægt er að prófa í þessu vandamáli.
Ég er ekkert séní en tel mig vera nokkuð færan að greina og laga einföld vandamál. Ég hef gert það oft, bæði fyrir sjálfan mig og aðra, en aldrei lent í jafn svakalegum vandræðum og núna.
Vandamálið sjálft
Í þungri keyrslu (Oftast tölvuleikir) ákveður tölvan mín að hrynja fyrirvaralaust. Þetta gerir engin boð á undan sér, það hægist ekkert á, hún crashar instantly.
Hrunið lýsir sér mismunandi eftir atvikum.
Vandamálið kom fyrst fram stuttu eftir að ég fékk mér nýtt skjákort (3080, febrúar 2021) og kom öðru hvoru upp en ekki svo oft. Svo hætti það að sjálfu sér. Það kom svo næst upp í Battlefield Open Beta, 6. október, og hefur ágerst þvílíkt síðan.
Að framkalla Vandamálið
Specs
Það sem ég er búinn að prófa og virkaði ekki
Það sem ég er búinn að prófa og virkaði
Eftir allar þessar hremmingar fór ég að hafa miklar áhyggjur af að vandamálið væri skjákortið, því það eina sem ég prófaði sem virkaði var að skipta um skjákort (átti gamalt GTX 770 í skáp).
Ég greip því til þess ráðs að lána félaga mínum kortið mitt. Hann er með Corsair RM850x og lánaði mér 3060Ti á móti á meðan.
Hann keyrði þessa vél í 3 vikur í þungum leikjum án þess að lenda í neinu veseni. Á sama tíma notaði ég hans 3060Ti og lenti aldrei í tölvuhruni.
Himinlifandi var ég nokkuð viss um að aflgjafinn einfaldlega réði ekki við allt þetta álag. Það myndi útskýra hvers vegna hún crashar mismunandi í hvert sinn, þar sem aflgjafafeill getur klúðrað örranum, skjákortinu, minninu, móðurborðinu eða hverju sem er í raun...
Staðan núna
Svo ég skundaði glaður í bragði og skipti kortunum til baka og þegar ég setti 3080 aftur í mína vél tók ég alla hörðu diskana úr sambandi nema SSD1 (M.2 SSD 1TB).
Svona keyrði ég í mánuð án þess að crasha nokkurn tímann en bara með einn disk í gangi í tölvunni meðan ég beið eftir að geta keypt stóran og feitan aflgjafa svo ég myndi aldrei lenda í þessu aftur.
Svo í dag fæ ég aflgjafa í hendurnar, skutla honum í samband, tengi gömlu diskana aftur, keyri upp Battlefield og... Crasha strax.
Ég er alveg uppurinn. Getur í alvöru verið að þessir þrír diskar (SSD2, HDD1, HDD2) séu að valda svona hruni? Hefur einhver séð eitthvað þessu líkt? Eru einhverjar hugmyndir?
Búið ykkur undir langloku, því ég er nokkuð viss um að ég sé búinn að prófa allt sem hægt er að prófa í þessu vandamáli.
Ég er ekkert séní en tel mig vera nokkuð færan að greina og laga einföld vandamál. Ég hef gert það oft, bæði fyrir sjálfan mig og aðra, en aldrei lent í jafn svakalegum vandræðum og núna.
Vandamálið sjálft
Í þungri keyrslu (Oftast tölvuleikir) ákveður tölvan mín að hrynja fyrirvaralaust. Þetta gerir engin boð á undan sér, það hægist ekkert á, hún crashar instantly.
Hrunið lýsir sér mismunandi eftir atvikum.
- Stundum frýs hún og ekkert hljóð heyrist. Svo er hún bara frosin að eilífu, rebootast ekki nema afl sé tekið af eða power takka haldið inni.
- Stundum frýs hún og það heyrist svona hljóð úr hátölurunum: Hljóðdæmi. Rebootast ekki nema afl sé tekið af eða power takka haldið inni.
- Stundum kemur full BSOD, þá vanalega rebootast hún sjálf.
- Einstaka sinnum er erfitt að kveikja á tölvunni aftur eftir þetta þ.e. ég fæ ekki POST. T.d. áðan endurræsti ég henni þrisvar í röð. Í fyrstu 2 skiptin kom rautt ljós á LED ljós merkt "DRAM", í þriðja skiptið kom rautt ljós á CPU, í fjórða skiptið rúllaði hún í gegnum CPU, DRAM, VGA ljósin nokkrum sinnum (tók svona 2-3 mínútur) og svo loksins kveikti hún á sér. Þegar ekkert crash hefur verið nýlega er það leikur einn að boota og hún gerir það á innan við 15 sek
Vandamálið kom fyrst fram stuttu eftir að ég fékk mér nýtt skjákort (3080, febrúar 2021) og kom öðru hvoru upp en ekki svo oft. Svo hætti það að sjálfu sér. Það kom svo næst upp í Battlefield Open Beta, 6. október, og hefur ágerst þvílíkt síðan.
Að framkalla Vandamálið
- CoD Warzone veldur vanalega hruninu á innan við 20 mín en ekki alltaf
- Battlefield 2042 veldur hruninu alltaf á innan við 3 mínútum af spili
- AIDA64 Extreme stress test veldur vanalega hruni á innan við 2 klst (Oftast og auðveldast ef ég kveiki á GPU, CPU og RAM en hefur þó gerst án þess að vera með GPU)
Specs
- Móðurborð: MSI MPG x570 Gaming Edge Wifi (TL desember 2019)
- GPU: ASUS RTX 3080 TUF Gaming (Non-OC) (OCUK febrúar 2021)
- CPU: AMD R5 3600X (TL desember 2019)
- Kæling: Noctua NH-D15 Chromax Black (TL sumar 2020)
- RAM: 4x8GB DDR4 Corsair 3200 mhz 16-18-18-36 (Eitt sett keypt í Tölvulistanum desember 2019, annað keypt af Vaktara ágúst 2020)
- SSD1: Samsung 970 EVO M.2 SSD 1TB. Eitt OS partition og eitt Data partition (Amazon apríl 2021)
- SSD2: Samsung 850 EVO SATA SSD 120 GB. Gamall OS diskur, hann er ennþá í tölvunni ef ég skyldi þurfa gögn
- HDD1: Gamall Seagate Barracuda 2TB 7200 RPM diskur. Geymi gögn á honum. Model nr. ST2000DM001
- HDD2: Nýr Toshiba X300 4TB 7200 RPM diskur. Geymi flesta leiki á honum og er búinn að stilla Windows til að hafa þar My Documents, My Pictures, Downloads o.s.frv.
- PSU1: Corsair RM750x, 750W. Þessi var í tölvunni þangað til í dag (TL sumar 2020)
- PSU2: Corsair RM1000x, 1000W. Keyptur í dag og settur í vélina.
- Viftur: 2x 140mm Noctua viftur sem fylgdu með kælingunni og 3x 120mm Corsair viftur sem fylgdu með kassanum mínum (Corsair Obsidian 450D)
- Annað: Windows 10 Pro 21H1 19043.1348. Er með Logitech G502 Lightspeed Hero mús, Steelseries Quickfire TKL lyklaborð, Corsair Virtuoso heyrnartól tengd og 2.1 hátalarasett, áður Trust, núna Logitech Z2300. Þar að auki er tengdur einn Satechi wireless charging pad með USB í móðurborðið og er svo með ASUS ROG SWIFT PG278Q 144 hz TN G-Sync skjá
Það sem ég er búinn að prófa og virkaði ekki
- Endurræsa tölvunni (Duh)
- Fékk M.2 SSD ca. júní 2021 og gerði þá full OS install frá grunni. Athugið að á þessum tímapunkti var vandamálið varla til staðar
- Reseat-a RAM
- Reseat-a skjákort
- Reseat-a örgjörva
- Reseat-a alla harða diska oft
- Reseat-a allar PSU snúrur (CPU snúra, PCI-e fyrir skjákort, 24-pin, allar viftusnúrur, Sata power)
Það sem ég er búinn að prófa og virkaði
Eftir allar þessar hremmingar fór ég að hafa miklar áhyggjur af að vandamálið væri skjákortið, því það eina sem ég prófaði sem virkaði var að skipta um skjákort (átti gamalt GTX 770 í skáp).
Ég greip því til þess ráðs að lána félaga mínum kortið mitt. Hann er með Corsair RM850x og lánaði mér 3060Ti á móti á meðan.
Hann keyrði þessa vél í 3 vikur í þungum leikjum án þess að lenda í neinu veseni. Á sama tíma notaði ég hans 3060Ti og lenti aldrei í tölvuhruni.
Himinlifandi var ég nokkuð viss um að aflgjafinn einfaldlega réði ekki við allt þetta álag. Það myndi útskýra hvers vegna hún crashar mismunandi í hvert sinn, þar sem aflgjafafeill getur klúðrað örranum, skjákortinu, minninu, móðurborðinu eða hverju sem er í raun...
Staðan núna
Svo ég skundaði glaður í bragði og skipti kortunum til baka og þegar ég setti 3080 aftur í mína vél tók ég alla hörðu diskana úr sambandi nema SSD1 (M.2 SSD 1TB).
Svona keyrði ég í mánuð án þess að crasha nokkurn tímann en bara með einn disk í gangi í tölvunni meðan ég beið eftir að geta keypt stóran og feitan aflgjafa svo ég myndi aldrei lenda í þessu aftur.
Svo í dag fæ ég aflgjafa í hendurnar, skutla honum í samband, tengi gömlu diskana aftur, keyri upp Battlefield og... Crasha strax.
Ég er alveg uppurinn. Getur í alvöru verið að þessir þrír diskar (SSD2, HDD1, HDD2) séu að valda svona hruni? Hefur einhver séð eitthvað þessu líkt? Eru einhverjar hugmyndir?