Síða 1 af 1

Vandmál með skjá artifacts neðst

Sent: Sun 19. Sep 2021 17:18
af Alfa
Sælir

Er með Asus XG32VQ sem hefur verið mér til vandræða núna í gott ár. Áður en einhver spyr þá nei hann er komin úr ábyrgð.

Vandmálið lýsir sér að rendur (artifacts) koma neðst á skjáinn, stundum bara í bootglugga skjásins og stundum alla leið í windows. Þegar hann hitnar þó þá lagast þetta. Og hann virkar alltaf í t.d. 60hz og jafnvel upp í 120hz en sjaldan strax í 144hz. Þetta er lang verst ef hann hefur ekki verið notaður í nokkra daga en við mikla notkun og aldrei taka strauminn alveg af honum nánast aldrei.

Þetta er EKKI tölvan, driver, snúrur né straumbreytir, er búin að prufa þetta í nokkrum.

Svipuð vandmál virðast vera þekkt með þennan skjá og veit ég um einn félaga minn sem á í svipuðum vandmálum en þegar þetta gerist dugar alltaf að droppa hz í 60 og svo aftur upp í 144hz og allt í góðu. Las einhverntíma um Benq 2411 sem voru með bólgnum þéttum sem lýstu sér eins en mér finnst ólíklegt að það sé strax málið á um 3 ára skjá. Einnig að þetta gæti gerst sérstaklega með VA panel-a í köldum herbergjum.

Hefur einhver svipuð vandmál og lausnir ?

Hér er mynd af sama skjá reyndar ekki mínum en þetta lýsir sér eins þó ekki alveg svona hátt upp.

Re: Vandmál með skjá artifacts neðst

Sent: Sun 19. Sep 2021 20:36
af Sultukrukka
Kannast við svona vandamál á fartölvuskjám þegar að ribbon kapall nær ekki fullum contact við snerturnar á kaplinum.

Skv. google virðist þetta vera algengt vandamál á þessum týpum af skjám, þó fann ég einungis getgátur um ribbon kapalinn.

Ætti að vera frekar auðvelt fix ef að ribbon kapallinn er málið, ætti að vera nóg að re-seata hann, þ.e.a.s ef að hann er ekki lóðaður beint á einhverja prentplötu.

Re: Vandmál með skjá artifacts neðst

Sent: Mán 20. Sep 2021 21:24
af playman
Þéttarnir geta alveg verið ónýtir eftir 3 ár, jafnvel eftir 3 mánuði, þeir gætu þessvegna hafa verið 3 ára áður en þeir fóru í skjáinn, en ólíklegt.
En þetta gæti líka verið "Cold solder point" ef hann er góður eftir að hann hefur hitnað.