Síða 1 af 1

Skilaréttur á tölvuvöru?

Sent: Fim 15. Júl 2021 15:49
af mic
Er með spurningar varðandi skilarétt á skjákorti sem sonur minn keypti fyrir rúmum 3 vikum:

1. Getur hann skilað því ?
2. Var keypt á raðgreiðslum svo fær hann inneign eða rifta þeir samingnum ?

Hef aldrei skilað tölvuvörum......

Re: Skilaréttur á tölvuvöru?

Sent: Fim 15. Júl 2021 15:52
af gnarr
Í lögum um neytendakaup nr. 48/2003 er meginregla sú að skilaréttur er ekki fyrir hendi við kaup á ógallaðri vöru.


https://www.neytendastofa.is/fyrirtaeki ... ilarettur/

Re: Skilaréttur á tölvuvöru?

Sent: Fim 15. Júl 2021 15:54
af Kull
Það er enginn almennur skilaréttur, en einhverjar búðir sem bjóða uppá það einsog Elko og Costco. Verður bara að hafa samband við verslunina þar sem þetta var keypt og spurja.

Re: Skilaréttur á tölvuvöru?

Sent: Fim 15. Júl 2021 16:15
af Klemmi
EF hann pantaði í gegnum netið, þá er almennt 14 daga réttur til að falla frá kaupsamningi, sem miðast við þann dag sem hann fékk vörurnar í hendurnar.

Ef hann keypti vöruna bara á staðnum og/eða þessir 14 dagar eru liðnir, þá á hann ekki rétt til að falla frá kaupum, en það getur þó verið að verslun sé alveg til í að taka vöruna til baka.

Ef þeir vilja það, þá kúdos á þá fyrir framúrskarandi þjónustu, en ef þeir vilja ekki taka hana til baka, þá er það alveg vel skiljanlegt og ekki hægt að vera fúll yfir því :)

Re: Skilaréttur á tölvuvöru?

Sent: Fim 15. Júl 2021 21:24
af appel
Þetta er allt á vefsíðum tölvuverslana, oftast hlekkur neðst á síðunni.

Tölvulistinn
Skilaréttur

Veittur er 14 daga skilaréttur við kaup á vöru gegn framvísun kaupnótu eða staðfestingu á móttöku sem sýnir með fullnægjandi hætti hvenær varan var keypt eða afhent. Að þessum skilyrðum uppfylltum og gegn framvísun kaupnótu er viðskiptavini heimilt að fá inneignarnótu, skipta í aðra vöru eða fá endurgreiðslu séu 14 dagar eða minna liðnir frá kaupdegi eða afhendingu vöru. Viðskiptavinur ber ábyrgð á þeirri rýrnun á verðgildi vörunnar sem stafar að meðferð hennar, sem ekki telst nauðsynleg til að staðfesta einkenni, eiginleika og virkni. Enn fremur þurfa allir fylgihlutir og handbækur að fylgja með vöru. Skilaréttur þessi gildir ekki af sérpöntunum eða notuðum vörum.

Þurfi að senda vörur til Tölvulistans ber viðskiptavini að tilkynna eins fljótt og auðið er að hann ætli að nýta sér skilaréttinn. Viðskiptavinur ber beinan kostnað af því að skila vöru og ber ábyrgð á að koma vörunni til Tölvulistans. Finna má staðlaðar leiðbeiningar og uppsagnareyðublað á neytendasamningi í viðauka 1 og 2 í reglugerð nr. 435/2016 um upplýsingar um nýtingu réttar til að falla frá samningi.

Markmið Tölvulistans er hins vegar að fullnægja þörfum viðskiptavinarins. Ef viðskiptavinur óskar eftir að skila vöru, óháð fyrirfram ákveðnum tímaramma, er reynt að verða við því.

https://tl.is/page/vidskiptaskilmalar


Tölvutek
Skilaréttur

Skilafrestur á vöru eru 30 dagar frá dagsetningu kvittunar fyrir kaupum eða staðfestingu á móttöku sem sýnir með fullnægjandi hætti hvenær vara var keypt eða afhent. Sé vöru sem er keypt í vefverslun skilað innan 14 daga frá þeirri dagsetningu býðst viðskiptavini full endurgreiðsla sem jafngildir kaupverði. Sé vöru skilað innan 30 daga býðst viðskiptavini að fá inneignarnótu miðað við kaupverð, eða því verði sem er í verslun við skil sé það lægra.

Viðskiptavinur ber ábyrgð á þeirri rýrnun á verðgildi vörunnar sem stafar af meðferð hennar. Verðgildi vöru getur t.d. rýrnað ef innsigli á umbúðum er rofið, handbækur eða fylgihlutir vantar, skjöl vistuð eða hugbúnaður settur upp á búnaði. Athuga skal að endurgreiðsla vegna skila á búnaði nær aðeins til kaupverðs búnaðar en annar kostnaður sem fellur til, m.a. vegna flutnings á búnaði, er á ábyrgð viðskiptavinar einnig gæti myndast kostnaður ef sérfræðingur þarf að yfirfara búnað í opnum plastumbúðum eða þar sem innsigli er rofið. Viðskiptavinur ber áhættu á búnaði þar til Tölvutek hefur móttekið hann.

Skilaréttur þessi á ekki við af
sérpöntunum, notuðum vörum, sýningareintökum eða skilavörum sendar til Tölvutek í póstkröfu.
Vöru sem líklegt er að rýrni eða úreldist fljótt t.d. ef innsigli hefur verið rofið á rekstrarvörum eins og blekhylkjum, rafhlöðum, pappír, ljósaperur o.s.frv.
Tölvuhugbúnaði ef innsigli hefur verið rofið o.e. sett upp á tölvu viðskiptavinar með samþykki viðskiptavinar.

Tekið er á móti vöruskilum í verslunum Tölvutek í Mörkinni 3, 108 Reykjavík og Undirhlíð 2, 603 Akureyri
Einnig er hægt að tilkynna vöruskil innan 14 daga frá móttöku búnaðar á netfangið sala@tolvutek.is.
Eða notað staðlað uppsagnareyðublað á þessari slóð Uppsagnareyðublað sem er samkvæmt reglugerð nr.435/216. Leiðbeiningar um uppsagnareyðublaðið er að finna hér

https://tolvutek.is/skilmalar