Síða 1 af 1
1080TI Vifta
Sent: Mán 17. Feb 2020 07:45
af Gassi
er með Asus ROG Strix 1080TI 11Gb þar sem ein viftan tekur upp á því að fara á fullan snúning yfirleitt stutt eftir að ég kveikji á vélinni og ég er ekki að skilja afhverju það er, lætur ekkert leiðilega og hitinn er alveg eðlilegur spurning hvort einhver glöggur kannist við þetta vandamál og geti aðstoðað mig við að laga, annars þarf ég að setja vatnskælingu
Re: 1080TI Vifta
Sent: Mán 17. Feb 2020 10:48
af Hauxon
Er viftan ekki bara búin að gefa sig þannig að þú hefur ekkert heyrt í henni í gangi áður. Ég hef amk lent ótal oft í vandræðum með hávaða frá vitum á skjákortum þar sem lausnin er alltaf önnur vifta.
Re: 1080TI Vifta
Sent: Mán 17. Feb 2020 11:06
af Alfa
Ef þú meinar þegar vélin póstar þá gæti það verið eðlilegt, sumir framleiðendur gera þetta til að hreinsa heatsinkið (þeirra orð ekki mín). En ef þetta er ennþá svona eftir að þú ert komin inn í windows og hiti er eðlilegur þá er það skrítið. Getur prufað að nota MSI afterburner og búið til fan profile sem hugsanlega hægir á henni.
Annars lenti ég í svipuðu með 2080 MSI Duke kort en bara ef hitinn náði 75gr, þá fór ein viftan (af 3) alltaf í botn og svo aftur niður stanslaust. Ég leitaði að bios update en fann ekkert, reif kortið í sundur og skipti um thermal paste, gerði clean install með DDU (í save mode) á drivers og þetta hætti.
Ekki viss hvað hjálpaði satt að segja en hitinn breyttist lítið, núna bara bæta vifturnar eðlilega við sig ef hiti fer yfir 75gr.
* 1080ti Asus er nokkuð þungt er kortið að síga mikið, las einhverstaðar að menn lentu í vandræðum að það væri að koma of mikið flex á borðið og þá fóru hitanemar að rugla eða eitthvað slíkt. Eitt sem ég gerði reyndar líka með mitt 2080 Duke þegar ég var að vandræðum með það er að ég
mountaði það vertical, sem auðvitað minnkar algjörlega að það sígi. Getur prufað að google "how to minimize gpu sag" og sjá hvort það hjálpi.
Re: 1080TI Vifta
Sent: Mán 17. Feb 2020 11:58
af Gassi
nei er ekki að tala um í post, og þetta er bara ein viftan af 3 sem fer á fullt. temp er í lagi, þetta gerðist ekki í safe mode :/
Re: 1080TI Vifta
Sent: Mán 17. Feb 2020 12:31
af pepsico
Prófaðu að kveikja á þínu eigin fan curve í annað hvort GPU Tweak eða MSI Afterburner. Fann samt annan með nákvæmlega sama vandamál og ekkert virkaði hjá honum:
https://forums.overclockers.co.uk/threa ... .18806334/
Re: 1080TI Vifta
Sent: Mán 17. Feb 2020 12:55
af Gassi
þetta er bara akkúrat það sem ég er að díla við, þetta samt hlýtur að vera einhvað software related, þar sem þetta gerist ekki í safe mode, right?
Re: 1080TI Vifta
Sent: Mán 17. Feb 2020 12:56
af Gassi
firmware/software
Re: 1080TI Vifta
Sent: Mán 17. Feb 2020 13:01
af pepsico
Það gæti verið að þú hafir bara verið heppinn í Safe Mode og/eða að það sem triggerar þetta álag sem þarf til að þetta gerist t.d. að teikna stærri upplausn eða forritin þín etc sé bara ekki til staðar. Maður hefur séð margar hryllingssögur um sum kort þegar álagið er nóg til að henda því yfir 55°C en ekki nóg til að það kælist ekki strax til baka undir 55°C þegar vifturnar snúast svo það myndast svona loop af hávaðabreytingum.
Re: 1080TI Vifta
Sent: Mán 17. Feb 2020 13:25
af Alfa
Save mode triggerar heldur ekki nvidia driverinn, sem gæti verið einhverja hluta vandmálið. Hefurðu prufað að fara bara í einhvern vel gamlan ? Og nota DDu til að hreinsa alveg út núverandi.
Re: 1080TI Vifta
Sent: Mán 17. Feb 2020 13:45
af Gassi
Þetta er nefnilega ekkert tengt álagi, kveikji á tölvunni og þarf max að bíða í 5-10 mín og fremsta viftan er komin á fullt blast, eins og sá sem var að lenda í þvi sama þá sýna öll forrit að viftan er a mininum snuning og hitinn góður, vel undir 50°
Re: 1080TI Vifta
Sent: Mán 17. Feb 2020 14:04
af Alfa
Ef þú treystir þér í það, þá
Hérna geturðu fundið 2 Asus stix 1080ti Bios-a, Silent og þá minna Silent :/
ATH það eru til 2 útgáfur af þessu kortið, OC og Non OC
https://www.asus.com/us/Graphics-Cards/ ... _Download/Gætir prufað að uppfæra eða allavega setja hann aftur yfir. Hef ekki hugmynd hvorn þú ert með uppsettan núna en hér eru nokkrir aðrir í boði
https://www.techpowerup.com/vgabios/?ar ... 264&since=Ættir að geta séð hvaða útgáfu þú er með með GPU-Z
Re: 1080TI Vifta
Sent: Mán 17. Feb 2020 14:40
af worghal
klárlega handónýtt kort, skal losa þig við það á 5000kr
Re: 1080TI Vifta
Sent: Mán 17. Feb 2020 15:58
af Gassi
Já ég hugsa að ég prufi að flasha bios