Skipta um ofnastilli
Sent: Fös 03. Jan 2020 16:07
Ég er að fara að skipta um ofnastilli á einum ofni, ætla að setja svona bluetooth ofnastilli (Danfoss Eco) á en er í smá veseni með að taka þann gamla af. Ég hef oft tekið ofnastilla af heima hjá mér til að losa um pinnann undir og það er frekar auðvelt en nú er ég að gera þetta á ofni hjá öörum en mér og þar er stillirinn aðeins öðruvísi.
Það er svoldið langt síðan ég tók ofnastilli af heima hjá mér svo ég man ekki hvort ég skrúfaði fyrst alveg niður í 0 eða opnaði alveg en ég man að ég fór eftir leiðbeiningum sem ég fann á netinu og þær sögðu pottþétt það sama og það sem ég er að lesa núna sem er að það eigi að setja stillinn alveg í botn áður en hann er tekinn af. Vandamálið þar er að hann er í 4 og það er bara ekki hægt að snúa meira, en það er alveg hægt að snúa niður í núll. Er í lagi að ég taki stillinn af í 4?
Svo annað, til að taka stillinn af, skrúfa ég þá í sundur klemmuna þarna undir eða á ég að geta smellt þessu bara af?
Það er svoldið langt síðan ég tók ofnastilli af heima hjá mér svo ég man ekki hvort ég skrúfaði fyrst alveg niður í 0 eða opnaði alveg en ég man að ég fór eftir leiðbeiningum sem ég fann á netinu og þær sögðu pottþétt það sama og það sem ég er að lesa núna sem er að það eigi að setja stillinn alveg í botn áður en hann er tekinn af. Vandamálið þar er að hann er í 4 og það er bara ekki hægt að snúa meira, en það er alveg hægt að snúa niður í núll. Er í lagi að ég taki stillinn af í 4?
Svo annað, til að taka stillinn af, skrúfa ég þá í sundur klemmuna þarna undir eða á ég að geta smellt þessu bara af?