Það er svoldið langt síðan ég tók ofnastilli af heima hjá mér svo ég man ekki hvort ég skrúfaði fyrst alveg niður í 0 eða opnaði alveg en ég man að ég fór eftir leiðbeiningum sem ég fann á netinu og þær sögðu pottþétt það sama og það sem ég er að lesa núna sem er að það eigi að setja stillinn alveg í botn áður en hann er tekinn af. Vandamálið þar er að hann er í 4 og það er bara ekki hægt að snúa meira, en það er alveg hægt að snúa niður í núll. Er í lagi að ég taki stillinn af í 4?
Svo annað, til að taka stillinn af, skrúfa ég þá í sundur klemmuna þarna undir eða á ég að geta smellt þessu bara af?
