Síða 1 af 1

skrýtin bilun á skjá á lappa? O_o

Sent: Fös 23. Ágú 2019 09:15
af J1nX
ég lenti í því á næturvaktinni í nótt að þegar ég ætlaði að kveikja á lappanum hjá mér, að svona 10sek eftir að ég var búinn að kveikja á tölvunni og kominn á desktoppið að þá frýs bara myndin á skjánum, tölvan virkar fínt því ég get opnað hluti, heyri sound og slökkt á tölvunni með alt f4 og allt þess háttar en myndin á skjánum er bara frosin? reyndi að komast inn í dæmið til að prófa safe mode en þar frýs myndin líka :/

skjárinn var orðinn eitthvað tæpur (eða reikna með að það hafi verið skjárinn, hef ekki hugmynd) því hann átti það til að slökkva á sér ef ég lokaði honum aðeins að mér (þá er ég ekki að tala um alveg niður heldur bara aðeins að mér, varð helst að vera alveg kyrr frá því ég opnaði tölvuna) en þá virkaði alltaf bara að loka tölvunni í sleepmode og opna aftur.

einhver sem gæti vitað hvað þetta gæti verið og hvert er þá best að fara með tölvuna í viðgerð, get ómögulega verið tölvulaus á næturvöktunum :D

Re: skrýtin bilun á skjá á lappa? O_o

Sent: Fös 23. Ágú 2019 10:48
af Hargo
Hefurðu tök á að tengja fartölvuna við external skjá með HDMI/VGA (fer eftir hvaða tengi eru á fartölvunni auðvitað) og sjá hvort að myndin sem birtist á hann sé í lagi?

Re: skrýtin bilun á skjá á lappa? O_o

Sent: Fös 23. Ágú 2019 10:59
af Dropi
Hljómar eins og þetta sé kannski driver / stýrikerfis vandamál frekar en vélbúnaðarbilun :)

Re: skrýtin bilun á skjá á lappa? O_o

Sent: Fös 23. Ágú 2019 15:36
af bits
Útiloka skjákortið með því að tengja external skjá og sjá hvort hann sé í lagi, ef svo er þá myndi ég giska á að kapallinn sem tengir skjáinn við móðurborðið sé orðinn slitinn.

Re: skrýtin bilun á skjá á lappa? O_o

Sent: Lau 24. Ágú 2019 12:43
af Dropi
bits skrifaði:Útiloka skjákortið með því að tengja external skjá og sjá hvort hann sé í lagi, ef svo er þá myndi ég giska á að kapallinn sem tengir skjáinn við móðurborðið sé orðinn slitinn.


Útskýrir kapallinn að myndin frýs í stað þess að hverfa? :-k

Re: skrýtin bilun á skjá á lappa? O_o

Sent: Lau 24. Ágú 2019 17:45
af bits
Dropi skrifaði:Útskýrir kapallinn að myndin frýs í stað þess að hverfa? :-k


Hef séð það gerast á tveimur löppum að mig minnir sem ég hef þjónustað